Feykir


Feykir - 13.12.2012, Blaðsíða 9

Feykir - 13.12.2012, Blaðsíða 9
47/2012 Feykir 9 Smásögur Guðmundar L. Friðfinnssonar komnar út Hjá bókaútgáfunni Hólum er komið út smásagnasafn Guðmundar L. Friðfinnssonar frá Egilsá er hann hafði nær fullgert til útgáfu þegar hann lést, síðla árs 2004. Hið knappa smásöguform lætur höfundinum prýðilega og skilar vel vinsælum höfundareinkennum hans en hann þótti næmur á blæbrigði lífsins í öllum þess fjölbreytileika. Mannlýsingar eru eftirminnilegar, atburðir og átök og víða bregður fyrir léttri kímni en alvaran er gjarnan djúp undir niðri. Aðfaraorð að bókinni sem ber heitið Snæblóm ritar Ólafur Þ. Hallgrímsson á Mælifelli. Guðmundur L. Friðfinnsson, höfundur smásagnanna, sem hér birtast, var fæddur að Egilsá í Skagafirði 9. des. 1905 og var búsettur þar alla ævi, stundaði þar búskap samhliða ritstörfum, sem hann jafnan sinnti í hjáverkum. Um langt árabil ráku þau hjón, Guðmundur og kona hans, Anna Sigurbjörg Gunnarsdóttir, stórt barna- heimili á Egilsá. Síðari árin stundaði Guðmundur skógrækt á jörð sinni. Ritstörf hóf Guðmundur á fimmtugsaldri. Fyrstu bækur hans komu út árið 1950, tvær unglingabækur, sem hlutu strax góðar viðtökur. Guðmundur var afkastamikill rithöfundur. Alls komu 16 bækur frá hans hendi á hálfrar aldar rithöfundarferli, sem fjalla um hin fjölbreyti- legustu efni og náðu margar almennum vinsældum. Þar má nefna, auk unglingabóka, skáld- sögur, ævisögur, smásögur, ljóðabók og leikrit og bækur um þjóðlegt efni. Síðasta ritverk frá hendi Guðmundar var bókin Þjóðlíf og þjóðhættir, stórvirki, sem kom út árið 1991 og fjallar um horfna þjóðlífshætti og mannlíf, eins og það gerðist á bernskuheimili höfundar og öðrum skagfirskum sveita- heimilum í byrjun síðustu aldar. Fyrir bók þessa hlaut Guðmund- ur ýmsar viðurkenningar. Guðmundur skrifaði nokkur leikrit, m.a. fyrir börn og ungl- inga, og voru tvö þeirra flutt sem framhaldsleikrit í útvarpi og einn þáttur í sjónvarpi. Leikritið Berfætlingar var sviðsett hjá Leikfélagi Akureyrar í febrúar 2001 í tilefni af 50 ára rithöfundarafmæli höfundar og hlaut góðar viðtökur. Ýmsar smásögur og ljóð Guðmundar hafa birst í blöðum og tímaritum og nokkrar sögur sínar las hann upp í útvarpi. Guðmundur á Egilsá kom víða við á löngum rithöf- undarferli og fékkst við allar höfuðgreinar ritlistarinnar, sem mun vera nokkuð fátítt. Bækur hans þykja skemmtilegar aflestrar, stíllinn oft léttur og gamansamur á yfirborðinu, en undirtónn oftast alvarlegur. Sveitalífið er honum tamt, hann er skáld sveitarinnar og sækir flest söguefni sín til þess lífs, sem hann þekkir af eigin raun. Þar endurspeglast margslungin mannleg örlög og víða þjóð- félagsumrót þess tíma, tog- streitan milli þess að yfirgefa sveitina, fara burt, eða vera kyrr, en oft má líka greina heim- spekilegt ívaf um lífið og tilveruna og hin sönnu lífsgildi. Hann er næmur á blæbrigði mannlífsins í öllum þess fjölbreytileika, það er honum sífelld uppspretta sköpunar. Manneskjan, náttúran, um- hverfið, manneskjan í leit að lífshamingju, en stundum að villast, í leit að barninu í sjálfri sér og uppruna sínum. Allt spilar þetta saman með ýmsu móti í verkum hans. Verk Guðmundar eru mótuð af uppruna hans, umhverfi og lífsskoðun. Þau eru hluti hins þjóðlega menningararfs okkar, ávöxtur íslenskrar bænda- menningar, eins og hún gerist best. Smásagnasafn það, sem hér kemur fyrir sjónir almennings, átti Guðmundur nær fullbúið í handriti, er hann lést hinn 4. des. 2004, nærri 99 ára að aldri. Sögurnar eru frá ýmsum tímum í lífi höfundarins, og einhverjar hafa áður birst á prenti. Þær bera vitni helstu höfundareinkennum hans. Söguefni er að mestu sótt í skagfirskt umhverfi. Mannlýs- ingar eru eftirminnilegar, at- burðir og átök, víða örlar á léttri kímni, en alvaran oftast djúp í leiknum. Það er trú mín, að sögur skáldbóndans á Egilsá eigi enn fullt erindi við lesendur nú á Snæblóm Hilmir Jóhannesson gefur út sína fyrstu ljóðabók Ort í sandinn Út er komin ljóðabók eftir Hilmi Jóhannesson á Sauðár- króki sem ber heitið Ort í sandinn. Á baki bókarinnar segir Hilmir að hún hafi ekki verið sett saman vegna vöntunar á ljóðabókum þó ýmsir af hans kunningjum hafi gasprað með það við hann að tína saman í svona kver. Þeir sem hafa verið Hilmi samtíða vita að vísurnar vilja oft sitja lausar á vörum hans og rímið og flímið allsráðandi en þó kemur það fyrir að alvarlegri tónn er á kveðskapnum. Í þessari bók má finna hálfrímuð og órímuð ljóð og segir Hilmir það vera nýtt fyrir sér þar sem flatrímið sé svo fast í honum. Órímuðu ljóðin eru mest komin til vegna hrunsins og eru um „hruntíma Íslandssögunar“. Ort í sandinn er fyrsta ljóðabók Hilmis og segir hann að vísurnar séu flestar ortar eftir beiðni frá öðrum. -Ég hélt að ég hefði ekki ort mikið af eigin þörf en komst svo að því að ég hafði gert mikið af erfiljóðum, þó líklega eftir beiðni. Í bókinni er einnig að finna vísur sem ég hef skrifað á vatnslitamyndir, það gæti verið eitthvað sérstakt, segir hann aðspurður um einhverja sérstöðu í bókinni. Það vekur athygli blaðamanns að kvæðin í bókinni bera engin nöfn og segir Hilmir það hafa sínar ástæður. –Ef lesandinn sér ekki um hvað kvæðið er, þá hefur höfundi mistekist. Ort í sandinn er hægt að nálgast hjá höfundi að Víði- grund 3 á Sauðárkróki, í síma 453 5314 og á netfanginu orginal@simnet.is en einkabók- sali höfundar er „Gamli bónusinn“ í útbænum, Bjarni Har. en þar verður Hilmir staddur nk. laugardag og áritar bókina fyrir áhugasama kaupendur. Einnig verður bókin seld í stóru bókabúðun- um eins og Hilmir segir og á þá við Bókaverslun Þórarins Stefánssonar á Húsavík og í Eymundsson. /PF nýrri öld, að þær geti vakið okkur til umhugsunar um hin sönnu gildi lífsins og hvað í því felst að vera manneskja í heimi, sem er stöðugum breytingum undirorpinn. Eitt er víst, að engum mun leiðast við lestur þeirra. Helgi Magnússon, íslensku- fræðingur og samstarfsmaður Guðmundar til margra ára, hefur haft umsjón með gerð bókarinnar og búið hana undir prentun, og skulu honum og öðrum þeim, sem að verkinu komu, færðar þakkir fyrir sitt verk. Menningarráði Norður- lands vestra, Menningarsjóði Kaupfélags Skagfirðinga og Sparisjóði Skagafjarðar, sem styrktu útkomu bókarinnar með myndarlegum fjárfram- lögum er þakkað fyrir ómetanlegan stuðning. Njótið svo vel, lesendur góðir. Mælifelli, 1. október 2012 Ólafur Þ. Hallgrímsson UMSJÓN palli@feykir.is Hulda Jónsdóttir og Hilmir Huldumaður.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.