Feykir


Feykir - 13.12.2012, Blaðsíða 11

Feykir - 13.12.2012, Blaðsíða 11
47/2012 Feykir 11 FE Y K IL EG A F LO TT A A FÞ R EY IN G A R H O R N IÐ Já , r ey nd u þi g vi ð þe tt a! Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautina ætti að setja skóinn út í gluggann! Tilvitnun vikunnar Mér þykir best að tala um ekki neitt, það er hið eina, sem ég veit eitthvað um. – Oscar Wilde Ótrúlegt en kannski satt Sudoku Dáleiðsla kallar fram vitundarástand sem unnt er að nýta í lækningaskyni til að bæta almenna líðan og efla ákveðna þætti í fari fólks, samkvæmt skilgreiningu Vísindavefsins. Ótrúlegt en kannski satt þá er dáleiðsla bönnuð í opinberum skólum í San Diego. Á leið á Ólympíuleika Nafn og heimili: Sævar Birgisson, bý í Ulricehamn í Svíþjóð. Árgangur: 1988. Hvar ólstu upp? Fæddur í Reykja- vík, fluttist á Sauðárkrók 5 ára og ólst þar upp, flutti þaðan 17 ára. Hverra manna ertu? Pabbi minn er Birgir Gunnarsson f.v. framkvæmdastjóri Heilbrigðis- stofnunarinnar á Sauðárkróki og mamma mín er Þorgerður Sævars- dóttir kennari. Sævar Einarsson og Guðlaug Gunnarsdóttir eru amma mín og afi á Sauðárkróki. Íþróttagrein: Skíðaganga. Íþróttafélag/félög: Keppti fyrir Tindastól til 2008 en keppi nú fyrir Skíðafélag Ólafsfjarðar. Helstu íþróttaafrek: Ætli það sé ekki þegar ég náði 13. sæti í sprettgöngu á Fis móti í Idre, Svíþjóð, 1. des sl. og var undir Ólympíulágmörkunum. Skemmtilegasta augnablikið: Núna er helgin í Idre í Svíþjóð svo fersk í minninu að ég held ég verði að segja að það sé skemmti- legasta augnablikið, þegar ég komst loksins undir lágmarkið fyrir Ólympíuleikanna. Það hefur alltaf verið draumur hjá mér að keppa á Ólympíuleikunum og ég var búinn að stefna að því svo lengi. Einnig var mjög gaman þegar ég og pabbi unnum tvöfalt á Skíðamóti Íslands 2006, sem og þegar ég vann 10km gönguna á Skíðamóti Íslands 2011 eftir að hafa tekið hvíld frá íþróttinni í góðan tíma. Neyðarlegasta atvikið: Ætli það hafi ekki verið þegar pabbi fór með mér á HM unglinga á Ítalíu 2008. Við lentum í Milan og áttum að fá bílaleigubíl þar sem við ætluðum svo að keyra á mótsstað í ölpunum. Svo óheppilega vildi til að pabbi gleymdi ökuskírteininu sínu á Íslandi og við vorum því fastir í Milan, því ég var of ungur til að leigja bíl á Ítalíu. Við gistum því í Milan þá nóttina, en daginn eftir komumst við að því að í Sviss var lágmarksaldurinn 20 ár til að leigja bíl, þannig að við tókum taxa yfir landamærin og að næstu bílaleigu. Þar gátum við fengið bíl og haldið áfram á mótsstaðinn. Einhver sérviska eða hjátrú? Svosem ekki, ég hef þó alltaf svipaða rútínu sem ég fer í gegnum fyrir hvert mót. Svo vill ég helst vera einn í upphituninni, þýðir ekki mikið að tala við mig þá. Svo er ég gríðarlega sýklahræddur, er alltaf með handspritt með mér í vasanum. Uppáhalds íþróttamaður? Enginn ákveðinn, held uppá marga. Ef þú mættir velja þér andstæð- Í starfi sínu sem stefnuvottur hefur Kolbrandur Steinmundur kynnst mörgu skemmtilegu fólki og er hann ekki frá því að því oftar sem fólki er stefnt, því skemmtilegra verði það. Hinrik Már Jónsson Örlaga örsögur HREIÐAR STEINÞÓRSSON -Það er frábært, frábærir félagar. SVAVAR ATLI BIRGISSON -Mjög gaman, verkefnin eru gefandi og fjölbreytt. KÁRI GUNNARSSON -Öðruvísi. Menn eru alltaf í startholunum og tilbúnir að hlaupa. Við leggjum fötin öðruvísi frá okkur og klárum oft ekki að borða, rjúkum burt án þess að segja neitt. YNGVI JÓSEF YNGVASON -Það er þrælskemmtilegt. Spennandi að geta hjálpað öðrum og veitt samborgurum aðstoð. Svo eru allskonar bílar og tæki sem skemma ekki fyrir. Krossgáta Sævar Birgisson skíðakappi ÍÞRÓTTAGARPURINN palli@feykir.is Sævar Birgisson náði á dögunum langþráðu lágmarki á Ólympíuleikana í sprett- göngu en hann steig sín fyrstu skíðaskref á íþróttavellinum á Sauðárkróki 5 ára gamall. Hann keppti á sínu fyrsta móti á Siglufirði 8 ára gamall og tók sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í Tindastóli 17 ára gamall. Sama ár fluttist Sævar svo til Lillehammer, Noregi, og gekk í skíðamenntaskóla, þar sem segja má að hann hafi hellt sér algjörlega yfir í skíðagönguna. ing, hver myndi það vera og í hvaða grein mynduð þið spreyta ykkur? Það væri gaman að mæta helstu skíðaköppum Íslands fyrr og síðar í sínu toppformi og keppa við þá í 10km hefðbundið með hópstarti. Hvernig myndir þú lýsa rimm- unni? Það yrði gengið mjög hratt og ég reikna fastlega með því að það myndu margir koma saman inná endasprettssvæðið, en ég myndi klárlega taka endaprettinn. Helsta afrek fyrir utan íþrótt- irnar? Ætli það sé ekki að hafa náð að yfirstíga öll þau meiðsli og veikindi sem hafa hrjáð mig sl. 4 árin. Á köflum var ég alveg búinn að afskrifa að ég myndi aftur keppa á skíðum. Lífsmottó: Æfingin skapar meist- arann. Helsta fyrirmynd í lífinu: Ég hef átt margar fyrirmyndir í lífinu, en helstu fyrirmyndirnar eru alltaf foreldrar mínir. Hvað er verið að gera þessa dagana? Keppnistímabilið er til- tölulega nýhafið og er ég núna að ferðast á milli staða og keppa. Svo reynir maður að æfa þar á milli. Þannig að maður lifir hálfpartinn í ferðatösku núna. Hvað er framundan? Akkúrat núna er það punktamót í Noregi, svo fer ég heim til Íslands og verð þar yfir jólin. Eftir áramót eru svo fleiri mót, en það stærsta er Heimsmeistaramótið á Ítalíu í lok febrúar, verður spennandi að taka þátt þar. Hægt er að fylgjast með mér á sbirgisson.com. Feykir spyr... Hvernig er að vera slökkviliðs- maður? [spurt á Slökkvistöð- inni á Sauðárkróki]

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.