Feykir - 24.01.2013, Síða 4
4 Feykir 03/2013
Byggðasamlag um málefni
fatlaðs fólks á Norðurlandi
vestra auglýsti sl. haust eftir
þátttakendum í
reynsluverkefni um
svokallaða notendastýrða
persónulega aðstoð NPA.
NPA felst í því að fatlað fólk
ráði sjálft það aðstoðarfólk
sem það kýs að hafa í vinnu.
Gunnar Sandholt félags-
málastjóri í Skagafirði segir að
verkefnið gangi út á það að
aðstoðarfólk vinnur
samkvæmt starfslýsingu sem
fatlað fólk semur og
samræmist lífstíl og kröfum
viðkomandi.
-Markmiðið er að fatlað fólk
geti lifað lífi sínu, haft sömu
möguleika og ófatlað fólk og
hámarks stjórn á hvernig
aðstoðin er skipulögð og
hönnuð eftir einstaklings-
bundnum þörfum og lífsstíl
hvers og eins. Með því að gera
samning um NPA fær notandi
greiðslur í stað þjónustu, velur
aðstoðarfólk, er
verkstjórnandi, ákveður sjálfur
hvað hann vill gera og hvernig
aðstoðarfólk nýtist, segir
Gunnar.
Nú hafa verið undirritaðir
samningar hjá fjórum aðildar-
sveitarfélögum byggðasam-
lagsins, fimm samningar í
Skagafirði, tveir í Austur
Húnavatnssýslu og einn í
Dalvíkurbyggð um þetta
fyrirkomulag á aðstoð.
Verkefnið stendur út árið
2013 og var í sumum tilvikum
komið í gang síðari hluta árs
2012. Gert er ráð fyrir að NPA
verði lögbundin þjónusta árið
2014.
Á meðfylgjandi mynd má líta
þá nafnana Gunnar Þórðarson
safnstjóra í Stóragerði og
Gunnar Sandholt undirrita
samning um NPA. Steinunn
Rósa Guðmundsdóttir, ráð-
gjafarþroskaþjálfi í Skagafirði
fylgist glaðhlakkaleg með.
Gunnar Sandholt segir að
Sólveig í Stóragerði hafi verið
upptekin við að bera
smákökudunka á borð eins og
sjá má og festist því ekki á
filmunni.
Frekari upplýsingar um NPA
má finna á vef sveitarfélags-
ins Skagafjarðar www.skaga-
fjordur.is
/PF
Söngvakeppni Sjónvarpsins um helgina
Fatlað fólk ræður sjálft það aðstoðarfólk sem það kýs að hafa í vinnu
Skagfirðingar meðal keppenda
Samningar um NPA undirritaðir á Norðurlandi vestra
Hin árlega og geysivinsæla
Söngvakeppni Sjónvarpsins
verður haldin um helgina og
sýnd í beinni útsendingu
bæði á föstudags- og
laugardagskvöld
næskomandi. Sigurvegari
keppninnar verður svo
væntanlegur fulltrúi Íslands í
Eurovision keppninni sem
fram fer í Svíþjóð þann 16.
maí. Meðal keppenda að
þessu sinni eru
Skagfirðingarnir Svavar
Knútur og Hreindís Ylva og
munu þau vera þriðju á svið á
föstudagskvöldið er þau flytja
lagið Lífið snýst eftir Hallgrím
Óskarsson.
Þrjú lög frá hvoru
undanúrslitakvöldi komast
áfram í úrslit Söngvakeppninnar
sem fer fram í Eldborg í Hörpu
laugardagskvöldið 2. febrúar.
Hverju lagi hefur verið úthlutað
símanúmeri og gefst fólki kostur
á að greiða þeim atkvæði í
símakosningu sem að þessu
sinni hefur jafnt vægi og mat
dómnefndar, sem skipuð er
sérstaklega fyrir Söngvakeppn-
ina. Skipuleggjendur keppninnar
hafa gefið það út að þeir áskilji
sér rétt til að bæta sjöunda laginu
við, ef ástæða þykir til.
Feykir sendi Hreindísi Ylvu
nokkrar spurningar og byrjaði á
því að spyrja hvernig hún tengi
sig við Skagafjörð.
-Mamma mín er fædd og
uppalin á Sauðárkróki, dóttir
Erlu Gígju og Ninna. Ég var
mikið á Króknum sem krakki og
heimsæki ömmu og afa enn eins
oft og ég get, en skiptunum hefur
því miður fækkað eftir að ég
flutti erlendis í nám. Ég hef
sungið helling á Króknum, í
dægurlagakeppnum í Sæluviku
og þá alltaf lög eftir ömmu og hef
tekið þátt í að setja upp m.a. 17.
júní skemmtun í íþróttahúsinu
og tekið þátt í ýmsum viðburðum
á Króknum og þekki mikið af
duglegu hæfileikafólki sem er
gaman að koma og vinna með.
Nú er þetta í annað sinn sem þú
tekur þátt í Eurovision
keppninni, er skemmtilegt að
taka þátt í þessu?
-Já, þetta er rosalega skemmtileg
keppni. Maður hittir margt
skemmtilegt fólk og fær að taka
þátt í að koma nýrri íslenskri
tónlist út til þjóðarinnar svo það
er ekki hægt að biðja um mikið
meira. Svo er ég líka mikil
Eurovision manneskja og finnst
æðislegt að vera í miðri
hringiðunni sjálf.
Keppnin er með breyttu
fyrirkomulagi í ár, hvernig líst
þér á það?
-Mér líst bara
ljómandi vel á
það. Ekkert að því
að breyta til annað
slagið og prófa
eitthvað nýtt. Þetta
er mjög þétt og
spennandi ferli
núna, rétt rúmlega
vika, á móti fimm til
sex vikum sem ferlið
tók frá fyrsta þætti
þangað til framlagið
var valið síðast þegar
ég tók þátt
Hvað getur þú sagt
okkur um lagið?
-Lagið er eftir Hallgrím
Óskarsson, sem er alveg frábær
lagahöfundur, samdi m.a.
framlag Íslands til Eurovision
2003, þegar Birgitta Haukdal
endaði í 8. sæti. Það heitir Lífið
snýst og er skemmtilegt lag um
að njóta alls þess sem er í
kringum okkur í stað þess að
einblína á allt það erfiða og það
sem miður fer.
Hvað er verið að gera þessa
dagana fyrir utan Júróið?
-Þessa dagana er ég að pródúsera
stuttmynd í tengslum við
leiklistarnámið mitt við
Guildford School of Acting í
Englandi en við höfum aldeilis
verið
sett utan við
þægindasvið okkar því auk þess
að leika í myndunum gerum við
allt sjálf í fimm manna hópum,
skrifum handrit, leikstýrum,
framleiðum, hönnum lýsingu,
stjórnum myndatöku, klippum,
veljum tónlist o.s.frv. Sem
framleiðandi er ég búin að
standa á haus í undirbúningi og
skipulagi en við fengum viku til
að skrifa handrit og undirbúa
tökudagana. Ég verð svo í tökum
bókstaflega þangað til ég flýg
heim til Íslands til að taka þátt í
Söngvakeppninni og fer beint út
aftur til að klippa myndina, svo
það er nóg að gera.
Hvert er uppáhalds Eurovision
lagið þitt?
-Ég er mikil Eurovision kona svo
ég á alveg nokkur uppáhalds og
skipti mjög reglulega um
uppáhalds Eurovision lag. En
framlag Króatíu árið 1998, Neka
Mi Ne Svane, hefur alltaf verið í
miklu uppáhaldi og er yfirleitt
efst á listanum. Svo eru All Out
of Luck með Selmu 1999, ítalska
lagið Non ho l'etá frá 1964, Nei
eða já með Siggu og Sissu frá
1992 og Fångad av en stormvind
sem vann fyrir Svía 1991, góð
dæmi um lög sem ég held upp á.
Feykir óskar þeim Hreindísi
Ylvu og Svavari Knúti góðs
gengis í keppninni og hvetur alla
landsmenn til að vera þeim
hliðholl í atkvæðagreiðslunni,
enda þeirra framlag vel til fallið
að fara áfram í úrslitakeppnina.
/PF