Feykir - 24.01.2013, Qupperneq 5
03/2013 Feykir 5
ÍÞRÓTTAFRÉTTIR FEYKIS
Fjöldi á folaldsýningu Neista
Ljósvíkingur og Þrúður þóttu best
Góð þátttaka var á
folaldasýningu sl. sunnudag í
Arnargerði á Blönduósi, bæði
hvað varðar folöld og
áhorfendur eftir því sem
kemur fram á heimasíðu
hestamannafélagsins Neista.
Helstu ræktendur á svæðinu
voru mættir með yfir þrjátíu
folöld og gekk sýningin vel.
Dómarinn Eyþór Einarsson
valdi bestu folöldin og
áhorfendur einnig í hvorum
flokki og voru áhorfendur
sammála dómara um efsta sætið
í báðum flokkum.
Ljósvíkingur frá Steinnesi
þótti bestur hestanna en hann er
leirljós undan Óskasteini frá
Íbishóli og Djörfung frá
Steinnesi. Ræktandi og eigandi er
Magnús Jósefsson.
Þrúður frá Skagaströnd fékk
hæstu einkunn hryssna en hún
er brún að lit undan Þresti frá
Hvammi og Þjóð frá Skagaströnd.
Ræktendur og eigendur eru
Þorlákur Sveinsson og Lalli ehf.
Nánari úrslit er hægt að nálgast á
Neisti.net. /PF
Meistaradeild Norðurlands
KS-deildin af stað í næstu viku
Meistaradeild Norðurlands
eða KS-deildin í
hestaíþróttum er að hefja
starfsemi sína þennan
veturinn en úrtaka mun fara
fram 30. janúar nk. í
Reiðhöllinni Svaðastöðum.
Keppt verður um sex laus
sæti í deildinni. Að venju
verður keppt í fjór- og
fimmgangi og samanlagður
árangur telur.
Keppnisdagar í vetur eru
eftirfarandi:
20. feb. Fjórgangur
6. mars Fimmgangur
20. mars Tölt
10. apríl Skeið og slaktaumatölt
Edvard Börkur Óttharsson
Roburt Sallie á æfingu með Stólunum
( RABB-A-BABB ) oli@feykir.is
Steini Brodda
NAfN: Þorsteinn Tómas Broddason.
ÁRGANGUR: 1968.
fjölSKYlDUHAGIR: Kvæntur og á tvo drengi, 13 og 15 ára.
BúSETA: Sauðárkrókur.
HVERRA MANNA ERTU: Sonur Sauðkrækingsins Imbu Tomma og
Hofsósingsins Brodda Þorsteins.
STARf / NÁM: Verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
BIfREIð: Renault Megane.
HESTöfl: Skráður 117 en þar sem hann er bilaður skilar hann
engu þeirra niður í götu.
HVAð ER Í DEIGlUNNI: Skil á lokaverkefni í Fab Academy MIT,
botnlaus vinna og hugsanlega nokkrar skíðaferðir.
Hvernig hefurðu það? Ég verð
ekkert skárri.
Hvernig nemandi varstu? Einn
kennarinn minn sagði að ég hefði
aldrei verið með hugann við efnið
en samt vitað hvað gekk á.
Hvað er eftirminnilegast frá
fermingardeginum? Það hlýtur
að vera annað hvort stóru skórnir
mínir (ég var 150 cm hár í skóm nr.
45) eða brakið í hnjánum á Halla
Freyju.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar
þú yrðir stór? Flugið heillaði alltaf,
annars sagði Gústi Eiðs mér um
daginn að ég hefði sagst ætla að
verða geimfari. Ég læt hugarflug
duga í dag.
Hvað hræðistu mest? Drukkna
ökumenn.
ABBA eða Rolling Stones? Rolling
Stones, Ella Gunna frænka sá til
þess
Hver var fyrsta platan sem þú
keyptir (eða besta)? Fyrsta
platan sem ég keypti var platan 7
með Madness.
Hvaða lag er líklegast að þú
takir í Karókí? Ég hef einu sinni
stigið á svið í Kareókí og song þá
Crazy Little Thing Called Love með
Queen. Sem betur fer var þetta
lokað partí.
Hverju missirðu helst ekki af í
sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)?
187 Detroit.
Besta bíómyndin? Leon eftir Luc
Besson, frábær spennumynd með
flotta persónuuppbyggingu.
Hvað gerir þú betur en allir aðrir
á þínu heimili? Tuða. Enginn
kemst í hálfkvisti við mig þar.
Hvert er snilldarverkið þitt í
eldhúsinu? Ekkert eitt kemur upp
í hugann, en það er mest fagnað
heima hjá mér þegar ég geng frá
eftir mig.
Hvað fer helst í innkaupakörfuna
sem ekki er skrifað á tossa-
miðann? Harðfiskur og súkkulaði.
Hvað er í morgunmatinn? Ristað
brauð með osti, hafragrautur ef
mikið liggur við.
Hvernig er eggið best? Poacherað
með steiktri skinku og hollandaise
sósu (egg Benedictine)
Uppáhalds málsháttur? Engin
er verri þó hann vakni.
Hvaða teiknimyndapersóna
höfðar mest til þín? Dilbert.
Hver er uppáhalds bókin
þín? Maðurinn sem féll til jarðar,
Walter Tevis
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél
og réðir hvert hún færi, þá
færirðu... til Flórens á Ítalíu með
viðkomu í Stavanger í Noregi.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í
fari þínu? Skipulagsleysi.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í
fari annarra? Fordómar.
Enski boltinn - hvaða lið og
af hverju? Aldrei haft áhuga á
fótbolta en ef snúið yrði uppá
hendina á mér þá myndi ég
sennilega segja Wolves af því að
amma hélt uppá þá.
Hvaða íþróttamanni hefurðu
mestar mætur á? Þangað til
nýlega var það Lance Armstrong en
sennilega verð ég að endurskoða
það. Annars kom Ásdís
Hjálmsdóttir í hugann þegar ég las
spurninguna.
Hvaða fræga manneskja mundir
þú helst vilja vera og af hverju?
Ellen Generes. Ég held að hún
hafi bara svo rosalega gaman af
lífinu
Hver var mikilvægasta persóna
20. aldarinnar að þínu
mati? Albert Einstein.
Ef þú ættir að dvelja alein/n á
eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu
með þér? Reiðhjól, hníf og tjald.
Knattspyrna
Körfubolti
Dominos-deildin
Edvard Börkur í Tindastól á ný
Roburt Sallie til Tindastóls
KR-ingar lagðir í Síkinu
Nú er það ljóst Edvard Börkur
Óttharsson leikur með
Tindastóli þetta leiktímabil
en hann skipti úr Tindastól
yfir í uppeldislið sitt Val sl.
haust. Gengið var frá
lánssamningi við Edda út
tímabilið og óhætt að segja
þetta séu góðar fréttir fyrir
alla Tindstælinga, enda Eddi
kjörinn besti leikmaður
síðasta tímabils í fyrstu
deildinni.
Á vef Tindastóls segir að Eddi
hafi ákveðið að flytja búferlum
alfarið norður á Sauðárkrók þar
sem foreldrar hans búa. Hann
spilaði sinn fyrsta leik með
Tindastóli um síðustu helgi í
Fotbolti.net mótinu, en þar beið
Tindastóll lægri hlut gegn
Haukamönnum á Schenker-
vellinum. Úrslit leiksins 1-0.
/PF
Tindastóll hefur styrkt lið sitt
í Dominosdeildinni þar sem
bandaríski bakvörðurinn
Roburt Sallie er kominn á
Krókinn. Að sögn Þrastar
jónssonar formanns
körfuboltadeildarinnar hefur
engum verið sagt upp en
staðan tekin síðar þegar
útséð verður hvernig málin
munu þróast.
Roburt hefur verið öflugur á
æfingum Stólanna síðan hann
kom til landsins og er það mál
manna sem hafa séð til kappans
að þar fari mjög góður leikmaður.
Leikstjórnandinn Drew Gibson
er tæpur vegna meiðsla en hann
átti stórgóðan leik þegar
Tindastóll lagði KR sl. fimmtu-
dagskvöld þrátt fyrir að vera nán-
ast á annarri löppinni. /PF
Tindastóll og KR mættust á
Króknum sl. fimmtudagskvöld
í Dominos-deildinni í
körfubolta. KR-ingar eru við
toppinn í deildinni en
Stólarnir hafa átt litlu láni að
fagna og vermdu botnsætið
fyrir leikinn.
Stólarnir byrjuðu leikinn
betur og komust í 4-0 en
rimman var hnífjöfn og í raun
ótrúlega spennandi og
skemmtileg. Í síðari hálfleik
höfðu heimamenn
frumkvæðið og voru yfir meira
og minna allan hálfleikinn.
Lið Tindastóls var einbeitt og
varnarleikurinn var númer 1, 2
og 3. Gibson átti sennilega sinn
besta leik með Stólunum og þá
var guttinn Pétur Rúnar flottur,
spilaði líkt og hann væri þjakaður
af reynslu.
-Mér fannst þetta vera fyrst og
fremst liðssigur. Menn voru
staðráðnir í því að gera betur
heldur en í tveim fyrstu
leikjunum eftir áramót og það
sem hefur skeð er fyrst og fremst
hugarfarsleg breyting, sagði
Bárður Eyþórsson þjálfari um
frammistöðu sinna manna.
Lokatölur urðu 72-67. /ÓAB, PF