Feykir - 24.01.2013, Síða 6
6 Feykir 03/2013
150 km í einu og flestir skiptu
þessum 800 km niður á þrjú
til fjögur ár. Við gengum um
20-30 km á dag og vorum
35 daga út á Heimsenda, en
flestir ganga til Santiago de
Compostela en þar er skrínið
sem geymir jarðneskar leifar
Jakobs í gríðarlega stórri og
fallegri dómkirkju.
Kraftaverk í kjölfar
pílagrímsgöngu
Gist er í svefnskálum sem
eru mjög misjafnir að gæðum.
Sofið er í kojum sem raðað er
eins þröngt og hægt er. Flestir
skálarnir voru sæmilegir en
sumir voru algjör greni. Hægt
er að þvo af sér ferðafötin á
flestum náttstöðum svo ekki
er nauðsynlegt að bera mikið
af fötum með sér. Svefnpoka
þurfa menn að bera sér en
bakpokarnir okkar voru um 14
kg. Best er að ganga á vorin og
haustin því það er of heitt yfir
hásumarið. Einnig getur verið
erfitt að ganga yfir veturinn
vegna snjóa enda mjög lítil
umferð um háveturinn en þó
ganga sumir á þeim tíma.
Stærstu borgirnar sem
við gengum í gegnum voru
Pamplona, Burgos, Leon og
Santiago de Compostela þar
sem dómkirkjan er og skrínið
með líkamsleifum Jakobs
sem allt snýst um. Spánverjar
eru mjög vinsamlegir í garð
pílagríma og sérstaklega
eldri Spánverjar. Þeir heilsa
alltaf með því að segja „Bon
Camino“ sem þýðir góða ferð
eftir veginum. Ef þeir sjá að
pílagrímar séu í vafa hvert skal
halda koma þeir alltaf og vísa
manni rétta leið.
Dæmi er um að fólk álíti
að kraftaverk gerist hjá þeim
sem ganga veginn. Kona ein
sem hýsti okkur eina nótt
sagði okkur frá því að hún
hafi greinst með krabbamein
og ætti einungis tvo mánuði
UMSJÓN Berglind Þorsteinsdóttir
Síðastliðið vor lögðu félagarnir Arnór Gunnarsson og Sveinn Allan Morthens í
pílagrímsgöngu eftir Jakobsveginum á Spáni. Að 35 daga göngu lokinni náðu þeir þeim
áfanga að fá aflátsbréf í hendurnar sem staðfesti að þeir væru syndlausir til 18. júlí
2019. Fjöldi fólks lögðu leið sína í Miðgarð í Varmahlíð sl. sunnudag til að sjá bóndann og
hlaupastrákinn, eins og þeir kalla sig, þar sem þeir gerðu ferðasögu sinni skil með máli
og myndum. Feykir hafði samband við þá félaga og fékk til birtingar ágrip af ferðasögu
þeirra á leið til syndaaflausnar.
Pílagrímsgangan eftir
Jakobsveginum
Haustið 2011 kom upp
sú hugmynd hjá okkur að
ganga Jakobsveginn sem er
um 800 km leið á norður-
Spáni, frá Jean Pied de Port
í Frakklandi til Santiago de
Compostela á Spáni. Þessi
gamla leið pílagríma hefur
verið farin frá því um 900 til
þess að fá fyrirgefningu synda,
bætta heilsu etc. Santiago de
Compostela er stór borg vestur
undir Atlandshafið. Um 850
fundust þar jarðneskar leifar
heilags Jakobs en þær höfðu
þá verið týndar í 800 ár. Jakob
þessi var einn af lærisveinum
Jesú og honum náskyldur,
fyrrum fiskimaður við
Galelíuvatn. Eftir krossfestingu
Jesú fór Jakob á Íberíuskagann
(Spánn og Portúgal) sem þá
var Rómversk nýlenda og þar
boðaði hann trúna í nokkur ár.
Árið 44 ákvað hann að
skreppa til Jerúsalem en var þá
gripinn af Herodesi Agrippa
og hálshöggvinn. Lærisveinar
Jakobs fóru með líkamsleifar
Jakobs til Íberíu því þar
skildi hann hvíla. Eftir mikið
vesen fékk hann legstað. 800
árum síðar var reist kirkja á
legstaðnum og síðan borgin
Santiago sem þýðir ekki annað
en heilagur Jakob. Að ganga að
gröf heilags Jakobs hefur verið
markmið pílagríma frá þessum
tíma, fá þar bót meina sinna og
fyrirgefningu syndanna.
Hörðustu göngugarpar
bæta við 119 km göngu til
Finesterre, út að Atlantshafi, og
kallaður er Heimsendi. Talið
er að Columbus hafi farið frá
þessum höfða er hann fann
Ameríku.
Skiptist á með skin
og skúrum
Fljótlega eftir að ákvörðun
var tekin hófst undirbúningur
fyrir ferðina. Finna þurfti
afleysingarmenn við bústörfin
í Glaumbæ, kaupa ferðaföt,
bakpoka og síðast en ekki
síst að herða líkamann fyrir
gönguna. Farið var í stífar
gönguferðir þrisvar í viku
um Eylendið en Arnór hafði
ekkert gengið nema það sem
bústörfin kröfðust og aldrei
sett á sig bakpoka.
Þann 8. mars hófst ferðin og
flugum við til Parísar og þaðan
til Biarritz við botn Biscayflóa.
Þaðan fórum við með lest til
St. Jean – Pied de Port sem
er þorp sem liggur við rætur
Pyreneafjalla. Þar hófst gangan
mikla þann 10. mars á sögulegu
svæði að landamærum Spánar,
um Valecarlosdalinn en um
þann dal réðust Márar inn
í Frakkland og voru ekki
stoppaðir fyrr en við París.
Síðar fór Karl mikli þar um
þegar hann hrakti þá suður
fyrir Pyreneafjöllin. Þetta
skarð er sú leið sem flestir fara
til þess að ganga Veginn. Efst í
skarðinu er Ágústínarklaustrið
Roncevalles sem var fyrsti
gististaður.
Við gengum yfir Pýreneafjöll
og svo eftir spænsku
hásléttunni vestur til strandar
að Atlantshafi. Leiðin liggur
sunnan við Kandabrúnfjöll en
gönguleiðin er í um það bil
700-800 m hæð og hæst er hún
í 1500 m hæð. Gönguleiðin
er öll merkt með gulum
örvum eða skeljum, sem eru
einkennismerki hennar en
gangan er einnig stundum
kölluð skeljagangan, og því var
mjög auðvelt að rata rétta leið.
Við gengum gegnum mörg
lítil þorp á hverjum degi og
stundum fórum við um tvær
til þrjár stórborgir á dag. Það
kom okkur á óvart hve margar
stórar borgir eru á þessari
leið. Einnig kom það okkur á
óvart hve fáa við sáum á ferli
í þorpunum. Það var sama
hversu lítil þorpin voru þá var
þar að minnsta kosti ein mjög
vegleg kirkja og stundum fleiri.
Og var þeim mjög vel viðhaldið
í flestum tilfellum.
Á fyrsta hluta leiðarinnar
eru mörg lítil bú og ekki stórar
hjarðir búpenings á þeim. Um
miðbik ferðarinnar gengum við
meðfram endalausum ökrum
og vínræktarhéröðum. Virðist
eingöngu stunduð akuryrkja
þar og vínrækt. Er vestar dró
fór að bera á stærri kúabúum
og skógarhöggi. Veðrið lék við
okkur fyrstu fjórar vikurnar,
við frostmark á morgnanna og
fór upp í 20°C um hádaginn.
Á seinni hluta ferðarinnar
skiptust á skin og skúrir og
einstaka dag hellirigndi.
Töluverður fjöldi fólks var á
veginum og mestur var hann
um páskana. Fáir gengu þó alla
leiðina í einum rykk, heldur
dreifðu göngunni á nokkur ár.
Þú færð aflátsbréfið, sem allt
snýst um, ef þú gengur minnst
Ferðasaga Arnórs og Allans
Vegurinn endalausi en þetta var útsýni Allans og Arnórs í þrjár vikur. Eins og sjá má lék veðrið ekki alltaf við þá félaga. Hér
eru þeir Alto de San Roque.
Mörg var brekkan og margar hæðirnar og í fjarska þorpið.