Feykir - 24.01.2013, Qupperneq 8
8 Feykir 03/2013
Margrét Helga Hallsdóttir skrifar frá Sauðárkróki
Dásamlegt að vera með lítil
börn á Króknum
Ég gat nú ekki annað en tekið
áskorun séra Guðbjargar um
að taka við áskorendapenna
feykis. Þar sem ég er nýbúin
í fæðingarorlofi fannst mér
því nærtækast að skrifa
nokkur orð um það að vera
ung móðir með tvö lítil börn á
Sauðárkróki.
Við hjónaleysin ólumst bæði
upp á Króknum en fluttum svo
að heiman og stunduðum nám
erlendis. Það líkaði okkur mjög
vel, en einhvernveginn horfðum
við alltaf heim á Krók aftur og
þá sérstaklega ef við myndum
eignast börn. Við fluttum því
heim sama ár og strákurinn
okkar fæddist. Mér fannst
alltaf gott að vera á Króknum,
en með lítil börn er það alveg
dásamlegt. Hér eru nokkuð
margir á okkar reki og hefur
maður því góðan félagsskap
hér (með eða án barna). Einnig
erum við svo heppin að bæði
settin af öfum og ömmum og
einnig langafi og langömmur
eru búsett hér. Það er alveg
ómetanlegt fyrir okkur og börnin
að geta umgengist þau svona
mikið.
Við erum með annað barnið
á leikskóla og hitt hjá
dagmömmu. Mér finnst það
mikið öryggi að þekkja til eða
vita deili á nánast öllum þeim
sem annast börnin fimm daga
vikunnar. Hjá okkur gæti þetta
ekki verið mikið þægilegra, en
það er eitt hús á milli okkar og
dagmömmunnar og í því húsi
býr langamma barnanna.
Það er ýmis afþreying hér
á Króknum fyrir foreldra
með börn á leikskólaaldri.
Við erum til dæmis með
bæði börnin í sundkennslu,
förum oft í barnamessu
á sunnudagsmorgnum,
mömmumorgnar eru einu sinni
í viku fyrir þá sem eru heima
með krílin sín og einnig var í
boði tónlistarnámskeið fyrir
börn 1 árs til 6 ára síðastliðið
haust svo eitthvað sé nefnt. En
það sem okkur finnst hinsvegar
vanta er íþróttaskóli fyrir unga
krakka, það er eitthvað sem
krakkar hafa gaman að, en þarf
alls ekki að vera flókið.
- - - - -
Ég þakka fyrir mig og langar að
lokum að skora á nöfnu mína,
Margréti Silju Þorkelsdóttur að
taka við áskorendapennanum.
ÁSKORENDAPENNINN
UmSj berglindth@feykir.is
Heilir og sælir lesendur góðir.
Það er Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum sem
á fyrstu vísurnar að þessu sinni. Virðist
hún hafa verið talsvert ástfangin er þessar
laglegu hringhendur eru ortar.
Dái ég þennan, þennan mann
þrátt með penna og óði.
Læt ég ennþá enn um hann
eld minn brenna í ljóði.
Er sem finni ilm af rós
andi minn frá honum,
og sem brynnu eilíf ljós
yfir minningunum.
Ei má veldi hans verða kalt
þótt verði kveld að árum.
Það er, held ég, held ég, allt
hreinsað eldi og tárum.
Í síðasta þætti birtust tvær vísur eftir
Valdimar K. Benónýsson. Hann mun vera
höfundur að þessari mögnuðu hringhendu.
Ég hef fátt af listum lært
- leiðir þrátt ei kunnar-,
stefja sláttu brandinn bært
að boði náttúrunnar.
Einn af samtíðarmönnum Valda var Jón
S. Bergmann. Dáði hann hagmælsku Jóns
mjög mikið og orti að ég held sjö vísur í
minningu hans er hann lést. Langar að birta
hér þessar vel gerðu vísur og bið lesendur
um að leiðrétta mig ef þeir telja þær ekki
rétt með farnar.
Feigðin heggur björk og blóm
blandar dreggi í skálar.
Yfir seggjum dauðadóm
dult á vegginn málar.
Út hún hringir ævi bið
allt í kringum hljómar.
Dapurt klingja dyrnar við
dauðans fingurgómar.
Dögum hljóðum dregur að
dofnar gróður Braga.
Jóns við ljóð er brotið blað
Bergmanns þjóðarhaga.
Hinstu njólu fékk hann frið
feginn bóli náða.
Bernskuhólinn heima við
hlaut hann skjólið þráða.
Margan bjó hann góðan grip
gjarnan sló í brýnu,
á það hjó hann sverðsins svip
sem hann dró í línu.
Beina kenndi lista leið
lag til enda kunni.
Orðin brenndu og það sveið
undan hendingunni.
Hans var tunga hröð og snjöll
hneigð að Braga sumbli.
Standa farmanns stuðlaföll
stolt á dáins kumbli.
Vísnaþáttur 586 Það mun hafa verið í veisluhöldum sem tilheyrðu Þorláksmessu síðasta árs sem Ingólfur Ómar orti svo ágætlega
hamingjusamur.
Hjá mér ærinn fögnuð finn
finnst mér þarft að ljóða.
Skötu treð í túla minn
og teyga mjöðinn góða.
Víxlhenda kemur hér næst eftir Ingólf.
Brunar skeið um sollinn sjá
sær um þiljur æðir.
Rís og freyðir hrönnin há
hríðarbylur næðir.
Sá kunni vísnavinur og áður heimilismaður
í Skagafirði, Kristján Runólfsson, mun
hafa sent Ingólfi Ómari þessa mögnuðu
hringhendu.
Mín er vakin vísnaþrá
vellur staka úr munni.
Ennþá kvaka óðinn má
orðin kraka úr brunni.
Ekki stóð í þeim ágæta hagyrðingi Ingólfi
Ómari að svara svo hressilegu kalli og þá
sjálfsegt að nota hringhenduformið.
Orðin flæða út úr þér
andans gæða fóður.
Upp í hæðir hæstu fer
hann er æði góður.
Gaman að birta fleiri vísur eftir Ingólf
Ómar, held að þessi hafi ekki heyrst hér
áður.
Ég hef gengið grýtta slóð
gegnum svalkið flotið.
Drukkið stíft og faðmað fljóð
freistinganna notið
Það var sá ágæti Bjarni frá Gröf sem orti
af mikilli hreinskilni til okkar hinna um
lífshlaup sitt.
Þó að ellin andann slævi
ennþá hef ég dágóð spil.
Lífið vakir alla ævi
yfir því að vera til
Eins og áður bið ég lesendur um að hafa
samband við þáttinn og leggja honum til
efni á nýju ári. Kveð með þessari ágætu vísu
Ingólfs Ómars sem segir flest sem segja
þarf við okkur vísnavini.
Hljómalétt í eyrum er
óðar hrindir trega.
Stemman glettin gefur mér
gleði yndislega.
Verið þar með sæl að sinni.
/ Guðmundur
Valtýsson
Eiríksstöðum,
541 Blönduósi
Sími 452 7154
( GUÐMUNDUR VALTÝSSON )
Landsliðsmaðurinn Axel Kárason hefur
spilað frábærlega með Værloese BBK í
dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta á nýju
ári, samkvæmt frétt á Vísi.is. Axel er með 17,5
stig að meðaltali í fyrstu fjórum leikjum
ársins en skoraði 9,5 stig að meðaltali fyrir
áramót, hann hefur því nánast tvöfaldað
meðalskor sitt frá því fyrir jól.
Axel er með 20,5 framlagsstig að meðaltali í leik
í janúarmánuði en auk stiganna 17,5 hefur
hann tekið 6,8 fráköst og gefið 3,0 stoðsendingar
að meðaltali í leik.„Værloese BBK er búið að
vinna þrjá þessum fjórum leikjum ekki síst fyrir
framlag íslenska framherjan,“ segir á Vísi.is.
Það sem þykir vekja þó mesta athygli er frábær
nýting Axels í janúar en hann hefur nýtt 13 af
22 þriggja stiga skotum sínum í þessum fjórum
janúarleikjum sem gerir 59 prósent nýtingu.
Hann er líka að setja niður 3,3 þrista í þessum
leikjum og hefur því ekki mátt fá opið skot
fyrstu vikur nýja ársins. /BÞ
Körfubolti
Axel spilaði
frábærlega