Feykir


Feykir - 24.01.2013, Blaðsíða 10

Feykir - 24.01.2013, Blaðsíða 10
10 Feykir 03/2013 03/2013 Söngvarakeppni Grunnskóla Húnaþings vestra Dagrún Sól og Hrafnhildur Kristín sigurvegarar Söngvarakeppni Grunnskóla Húnaþings vestra var haldin sl. föstudagskvöld í Félagsheimilinu Hvammstanga. Að sögn Sigurðar Þ. Ágústssonar skólastjóra stóðu keppendur sig með prýði, húsið var fullt og stemningin fín. Keppt var í tveimur flokkum, yngri og eldri, og voru sex keppendur í yngri flokki og sjö í þeim eldri. Sigurvegari í yngri flokknum var Dagrún Sól Barkardóttir og söng hún lagið Hallelujah eftir Jeff Buckley með íslenskum texta. Í öðru sæti voru Júlía Jökulrós Sveinsdóttir og Jóhann Smári Reynisson en í því þriðja var Emilía Ýr Bryngeirsdóttir. Sigurvegari í eldri flokknum var Hrafnhildur Kristín Jóhannsdóttir með lagið Minning með Björgvini Halldórssyni og Mugison, en lagið flutti hún með nýjum texta og heitir lagið Þakklæti og trú. Annað sætið vermdi Jóna Margareta Júlíusdóttir Lundberg og það þriðja Ástríður Halla Reynisdóttir. Að keppninni lokinni sá nemendafélag skólans um að skemmta nemendum þar til plötusnúðurinn Dj. Óli Geir kom frá Reykjavík en samkvæmt Sigurði stóð nemendafélagið sig með prýði og var dansgólfið kjaftfullt af krökkum þar til plötusnúðurinn tók við. Meðfylgjandi myndir tók Karl Örvarsson framkvæmdastjóri Reykjaskóla. /BÞ SAMVINNUBÓKIN og KS-BÓKIN Þrír góðir kostir til að ávaxta spariféð sitt Ártorgi 1 550 Sauðárkróki & 455 4515 KS-bókin er með 2,25% vexti,bundin í 3 ár og verðtryggð. Önnur KS-bók með innistæðu yfir 20 milljónir, 3,75% vextir. Samvinnubókin er með lausri bindingu, óverðtryggð og óbundin 3,50% vextir. Hafið þið séð betri vexti? KS INNLÁNSDEILD Skemmtilegt tuðruspark Fjör í fótbolta Knattspyrnudeild Tindastóls blés til fótboltaveislu sl. laugardag þar sem ungir og efnilegir fótboltakrakkar léku listir sínar í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Allir sem vildu fengu að vera með hvort sem þeir æfa fótbolta eða ekki. Leikið var eftir aldursflokkum og skipaði Dúfa Dröfn, nýráðinn knattspyrnuþjálfari yngri flokka, krökkunum í lið sem mörg hver sýndu mikla meistaratakta. Myndir frá mótinu eru inn á FEYKIR.IS /PF Sigurvegarar kvöldsins samankomnir á sviðinu. Hljómsveit kvöldsins. F.v. Kiddi, Daníel, Gunnar Ægir halda saman á Valda. Sigurvegari yngri flokks er Dagrún Sól Sigurvegari eldri flokks er Hrafnhildur Kristín

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.