Feykir - 06.06.2013, Qupperneq 2
2 Feykir 22/2013
Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki
Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur
Ritstjóri & ábyrgðarmaður:
Páll Friðriksson – palli@feykir.is & 455 7176, 861 9842
Blaðamenn:
Kristín Sigurrós Einarsdóttir – kristin@feykir.is & 867 3164
Guðrún Sif Gísladóttir – gudrun@feykir.is
Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is
Hrafnhildur Viðarsdóttir – hrafnhv@nyprent.is
Áskriftarverð: 350 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 390 kr. með vsk.
Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf.
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum
LEIÐARI
Nýtt gervigras takk!
Ég ætla að vera svo djarfur að fara fram á nýtt gervigras á
Sauðárkróki. Ég veit að það kostar fúlgu fjár og er rándýrt en
ég ætla samt að fara fram á þetta. Ég veit að margir hafa
hugsað það sama og ég í kjölfar þess að ekki hefur verið hægt
að leika knattspyrnu á aðalvöllum Sauðárkróks þetta vorið og
það sem liðið er sumarsins.
Ég veit ekki hversu margir knattspyrnuiðkendur eru á
Sauðárkróki en þeir yrðu ekki taldir í tugum heldur
hundruðum. Vetraraðstaðan er fyrir neðan allar hellur og
þetta vita allir sem vilja vita. Lítill sparkvöllur sem þjónar
bæði skólastarfi og íþróttaæfingum, svo lítill að 10 ára gömul
börn kvarta, hvað þá þeir sem standa í stórræðum í
meistaraflokkum. Oft hefur maður hugsað til stærri liða og
bæjarfélaga eins og Akraness eða Vestmannaeyja sem standa
þétt upp við bakið á sínu heimaliði og eru stoltir af gengi
þeirra og gera ýmislegt til að þeim gangi sem best.
Við könnumst við þetta úr körfunni. Ekki dettur okkur annað
í hug en að Tindastóll leiki í deild þeirra bestu eftir næstu
leiktíð enda getum við gert kröfu á það. Aðstæðurnar eru fyrir
hendi. Ekki þýddi að gera þær kröfur ef æft væri í gamla
Barnaskólahúsinu. Allir (afsakið alhæfinguna) sem æfa
fótbolta á Sauðárkróki koma skrefinu á eftir öðrum liðum
þegar Íslandsmótið hefst en þyrfti ekki að vera svo.
Legg ég til að löglegur, upphitaður gervigrasvöllur verði
staðsettur syðst á íþróttasvæðinu við Árskóla þar sem hann
myndi nýtast nemendum sem í framtíðinni verða öll staðsett
í nýju húsnæði sem og þeim sem æfa íþróttir utan skólatíma
eða eru hreinlega að leika sér saman í öðrum leikjum. Þar
myndum við sjá börn á öllum aldri frá morgni til kvölds allan
ársins hring.
Páll Friðriksson,
ritstjóri
Hlaupið til heiðurs Árna Stefánssyni
Skráning hafin
Árni Stefánsson íþrótta-
kennari og hlaupaþjálfari
verður 60 ára á þessu ári.
Af því tilefni verður hlaupið
„Árnahlaup“ honum til heiðurs,
laugardaginn 29. júní á Sauðár-
króki. Í Árnahlaupi geta allir
verið með, ungir sem aldnir.
Hægt er að velja um þrjár
hlaupaleiðir og verður ræst í þær
allar á íþróttavelli við Sundlaug
og þar enda einnig allir. Meðal
annars verður keppt í fjalla-
hlaupi – sama leið og hlaupin var
á Landsmóti 2004, svokallaðar
Kimbastaðagötur. /KSE
Hólar í Hjaltadal
Vel heppnuð bjórhátíð
Bjórhátíðin á Hólum í
Hjaltadal var haldin í þriðja
skiptið 1. júní síðastliðinn.
Var vel mætt á hátíðina eða
um hundrað manns. Allir
framleiðendur bjórs á Íslandi
mættu en þeir eru:
Bruggsmiðjan Kaldi, Steðji,
Vífilfell, Gæðingur, Ölgerðin /
Borg Brugghús, Ölvisholt
Brugghús og svo auðvitað
Hólamenn með Bjórsetur
Íslands – Brugghús. Að
þessu sinni var einnig einn
innflytjandi með, Elgur ehf.,
að kynna þá bjóra sem hann
flytur inn en þeir koma helst
frá Belgíu og Þýskalandi.
Hátíðargestir fengu að
smakka á tæplega 50 tegundum
af bjór af hinum ýmsu gerðum.
Eins og í fyrra var boðið upp á
þýskar grillpylsur og hægeldað
rifið svínakjöt (e. pulled – pork)
og að auki saltkringlur (bretzl)
frá Bakaríinu við Brúna á
Akureyri. Keppt var í kútaralli
þrátt fyrir ausandi rigningu og
vann Ragnar Elías Ólafsson
rallið og fékk hann kassa af
eðalbjór í verðlaun frá Járn og
Gler, en þeir flytja mikið inn af
bjór frá Danmörku og Banda-
ríkjunum. Bjórskóli Ölgerðar-
innar gaf vegleg verðlaun í
happadrætti hátíðarinnar og var
það Ragnar Freyr Olsen sem
hreppti vinninginn, tvo miða á
skólabekk hjá Bjórskólanum.
Að venju voru svo þrír bestu
bjórar hátíðarinnar kosnir af
hátíðargestum og urðu úrslitin
þessi:
Vatnajökull frá Ölvisholti, en
hann er bruggaður úr ísjökum
sem teknir eru úr Jökulsárlóni,
kryddaður með blóðbergi og
fæst einungis á veitingastöðum í
nágrenni Vatnajökuls.
Arctic Berry Ale frá Vífilfellli –
Viking Brugghús, bruggaður úr
kræki- og bláberjum.
Tumi Humall IPA frá Gæðingi
Brugghús, beiskur og vel huml-
aður bjór enda bruggaður af ást
og álúð af Jóhanni bruggmeistara
Gæðings.
Loks var besti básinn valinn
af dómnefnd hátíðarinnar og
hlaut Ölgerðin / Borg Brugghús
þau verðlaun.
Heppnaðist hátíðin afar vel
og fóru hátíðargestir með
ánægjusvip frá Hólum. /GBE
Endurbygging Skagavegar
Einn aðili
bauð í verkið
Vegagerð ríkisins opnaði sl.
þriðjudag tilboð vegna
endurbyggingar Skagavegar
frá Skagastrandarvegi að
Harrastöðum eða um 3,68
km. Útlögn klæðningar skal
að fullu lokið fyrir 1.
september 2013 og skal
verkinu að fullu lokið fyrir 1.
október 2013.
Kostnaðaráætlun Vega-
gerðarinnar hljóðaði upp á
tæplega 47,3 milljónir en eini
bjóðandinn var Skagfirskir
verktakar ehf. á Sauðárkróki
sem bauð rúmlega 44,8 millj-
ónir eða 94,8% af kostnaðar-
áætlun. /KSE
Aflahornið 26. maí - 1. júní
Fiskur úr sjó
Í vikunni var landað tæpum
60 tonnum á Skagaströnd,
um 235 tonnum á
Sauðárkróki og tæpum 10
tonnum á Hofósi.
Á Sauðárkróki kom Örvar
til hafnar í sína vikulegu
löndun. Grímsnes og Röst
komu með rækju fyrir Dögun,
en Klakkur og Þinganes með
rækju fyrir FISK-Sefood á
Grundarfirði /KSE
SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG
Alda HU-112 Landb lína 12.079
Bergur sterki HU-17 Handfæri 1.580
Bjarmi HU-33 Handfæri 1.262
Bogga í Vík HU-6 Handfæri 2.363
Dagrún ST-12 Dragnót 2.114
Eiður ÓF-13 Handfæri 2.925
Flugaldan ST-54 Handfæri 2.969
Garpur HU-58 Handfæri 864
Greifinn SK-19 Handfæri 1.593
Guðrún Ragna BA-162 Handfæri 2.301
Hafrún HU-12 Dragnót 15.374
Húni HU-62 Handfæri 1.037
Hvítá MB-2 Handfæri 1.506
Nonni HU-9 Handfæri 2.207
Stella GK-23 Landb lína 8.378
Sveinbjörg HU-49 Handfæri 1.402
Alls á Skagaströnd: 59.954
Ásmundur SK-123 Landb lína 2.267
Dúan SI-130 Handfæri 1.786
Flugan SI-16 Handfæri 310
Freydís SK-24 Grásleppunet 1.271
Geisli Handfæri 1.199
Hafbjörg SK-58 Handfæri 1.556
Skáley SK-32 Handfæri 1.225
Víkingur KE-10 Grásleppunet 139
Alls á Hofsósi 9753 kg
Fannar SK-11 Handfæri 1.968
Gammur Sk-12 Þorskfisknet 2.271
Grímsnes BA-555 Rækjuvarpa 12.585
Helga Guðm. SK-23 Handfæri 785
Klakkur SK-5 Rækjuvarpa 23.437
Kristín SK-77 Handfæri 1.616
Maró SK-33 Handfæri 1.074
Már SK-90 Handfæri 1.223
Óskar SK-13 Handfæri 875
Ríkey SK-111 Handfæri 475
Röst SK-17 Rækjuvarpa 23.440
Steini G SK-14 Handfæri 1.375
Sæborg SK-8 Handfæri 1.081
Vinur SK-22 Handfæri 1.406
Þinganes SF-25 Rækjuvarpa 23.671
Örvar SK-2 Botnvarpa 136.448
Ösp SK-135 Handfæri 1.587
Alls á Sauðárkróki: 235.317 kg
Nýr þjónustufulltrúi landbúnaðarnefndar
Arnór Gunnarsson
ráðinn
Ráðið hefur verið í starf
þjónustufulltrúa landbúnaðar-
nefndar Sveitarfélagsins
Skagafjarðar og varð Arnór
Gunnarsson fyrir valinu.
Arnór er búfræðingur að
mennt, hefur starfað sem bóndi í
35 ár og setið í nefndum og
stjórnum varðandi landbúnað-
arstörf fyrir sveitarfélagið. Arnór
hefur verið fjallskilastjóri í 24 ár.
Alls sóttu nítján manns um
starfið sem felur í sér meðal
annars umsjón og eftirlit með
fjallskilasjóðum og viðhaldi á
afréttargirðingum, umsýslu og
áætlanagerð með refa- og
minkaveiði, umsjón með landa-
reignum sveitarfélagsins og
úttekt á girðingum í samráði við
Vegagerðina. Þá er viðkomandi
tengiliður við dýralækni og sér
um eftirlit vegna lausagöngu
búfjár, situr fundi landbúnaðar-
nefndar Sveitarfélagsins Skaga-
fjarðar og sinnir ýmsum öðrum
tilfallandi verkefnum. /PF
Blönduskóli
Útihátíð og skólaslit
Útihátíð Blönduskóla var
haldin sl. föstudag og var
dagskrá með hefðbundnum
hætti. Eins og nafnið gefur til
kynna fór hátíðin fram utan
dyra með leikjum, grilluðum
pylsum og miklu fjöri.
Skólaslit skólans fóru svo
fram í Félagsheimilinu kl.
17:00.
Kvöldið áður sneri 10. bekkur
heim úr skólaferð sinni og er
hægt að skoða fjölmargar
myndir sem komnar eru á
myndasíðu skólans. Þá fóru
fjórir Comeniusar-farar til
Fatíma í Portúgal en það eru þau
Anna Margrét kennari, Óskar
Þór í 10. bekk og Berglind Birta
og Jóhanna Skagfjörð í 8. bekk.
Myndir og ferðasögu er að
vænta frá þeim í næstu viku á
Blönduskóli.is. /PF
Veiðin farin af stað
Laxinn genginn í Blöndu
Laxinn er genginn í Blöndu,
þrátt fyrir erfið skilyrði vegna
mikils og gruggugs vatns.
Á Húnahorninu er haft eftir
Höskuldi B. Erlingssyni, leið-
sögumanni í Blöndu, að hann
hafi séð lax reisa sig sl. sunnudag,
í Damminum, sem er veiðistaður
rétt fyrir ofan Breiðuna á svæði
1. Segir hann að um sé að ræða
nýgenginn lax, 12-14 pund.
Veiði hófst á svæði 1 í Blöndu í
gær en laxveiði á svæðum tvö til
fjögur hefst 20. júní. /KSE