Feykir


Feykir - 25.07.2013, Síða 2

Feykir - 25.07.2013, Síða 2
2 Feykir 29/2013 Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson – palli@feykir.is & 455 7176, 861 9842 Blaðamenn: Kristín Sigurrós Einarsdóttir – kristin@feykir.is & 867 3164 Guðrún Sif Gísladóttir – gudrun@feykir.is Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Hrafnhildur Viðarsdóttir – hrafnhv@nyprent.is Áskriftarverð: 350 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 390 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Ætti maður að fara á ættarmót? Nú er sá árstími þar sem ættarmót eru í algleymingi. Mér skilst að þau séu séríslenskur siður og líklega fundin upp á seinnihluta síðustu aldar. Ættarmót fara gjarnan fram á landsbyggðinni, þar sem komið er saman og tjaldað, grillað, farið í leiki og menn skemmta sér og sínum. Misjafnt er hversu langt er farið aftur í ættir varðandi skyldleika, enda líka misjafnt hversu stórar og frjósamar fjölskyldur og ættir eru. Oft er þó seilst það langt aftur að það er komið út fyrir allir-þekkja-alla þæginda- rammann og því jafnvel farið út í að merkja fólk og auðkenna ættliði með litum. Sjálf hef ég hugleitt að skjótast á ættarmót um næstu helgi, þar sem minn ættleggur ku vera gulur, meðan afkomendur sjö ömmusystkina mína skarta öðrum litum til auðkenningar. Bara guli liturinn einn og sér er ákveðið skref út fyrir þæginda- rammann, enda fátt sem fer mér eins illa og gulur litur. Sumir segja að ættarmót falli um sjálft sig sem vettvangur til að kynnast áður óþekktum eða lítt þekktum ættingjum, maður spjalli hvort sem er bara við þá sem maður þekkti fyrir. Vel má vera að sú sé oft raunin, en það mætti setja sér það markmið að tala við a.m.k. fimm sem maður hefur ekki spjallað við áður. Kemur þá enn og aftur til kasta hins ómissandi samskiptamiðils fésbókarinnar (eða snjáldurskinnu). Nú er aldeilis hægt að slá um sig og kynna sér hagi ættingjanna áður en haldið er á ættarmótið og bryddað upp á samræðum við fjarskylda frændann eða félagsfælnu frænkuna. Auðvelt er að vera með upplýsingar á borð við veðurfar í heimabyggð viðkomandi, nýjustu uppátæki barnabarnanna, nýloknar prófgráður, hvað var í kvöldmatinn og jafnvel hvenær viðkomandi hafði síðast hægðir. Þannig ætti ekki að verða nokkur skortur á umræðu- efnum á ættarmótum. Ein ágæt frænka mín, ung og einhleyp, en þó komin á þann aldur að mamman heimtar tengdason, benti móður sinni á það að hennar tíma væri betur varið á dansleik og bæjarhátíð heldur en ættarmót, þar væri líklegra að útvega móðurinni tengdason. Ég kaupi að vísu þau rök sem gilda fjarvistarástæðu af ættar- móti. Það er heldur leiðinlegra ef fólk er mikið að draga sig saman á ættarmótum, þar sem annað hvort væri um að ræða of mikinn skyldleika eða viðkomandi væri að stinga undan nánum ættingja. Í því samhengi hafa sveitaböll og bæjarhátíðir vinninginn. En við sem komin erum að léttasta skeiði mætum keik og glöð til leiks, þarna er líka kjörið tækifæri til að vera með afkvæmasýningar og gorta sig af börnunum og barnabörn- unum. Ættarsvipir og hver-er-líkur-hverjum er líka tilefni endalausra umræðna. Það má að vísu alltaf búast við einum svörtum sauð í ætt hverri, en maður velur sér jú vini en ekki ættingja. Ég reikna því með að mínir menn mæti til leiks, gulir og glaðir líkt og Skagamenn sem hér áður fyrr skoruðu mörkin, og tékki á því hvort okkur sé illa í ætt skotið. Kristín S. Einarsdóttir – ættrækin og á leið á ættarmót Fyrstu þrjár vikurnar í júlí Mesta úr- koma í 35 ár Einhverjum hefur eflaust þótt nóg um rigninguna það sem af er júlímánuði, þó menn fari varlega í að hallmæla henni eftir undangengin þurrkasumur og ótíð vetrarins, enda hefur rigningin orðið til þess að sprettan er góð. Blaðamanni lék forvitni á að vita hversu mikil þessi úrkoma reyndist í saman- burði við síðustu ár og hafði því samband við Veður- stofuna. Að sögn Trausta Jónssonar veðurfræðings hefur úrkoman það sem af er júlí (1.-22. júlí) mælst 56,4 mm á Bergsstöðum í Skaga- firði. Trausti segir jafnframt að á tímabilinu 1978-2013 hafi úrkoman hafi aldrei verið meiri á þessum árstíma (fyrstu þrjár vikurnar í júlí), þó litlu hafi munað, t.d. árið 2001. Úrkoman er líka mun meiri heldur en verið hefur undanfarin fjögur ár. Árið 2011 mældist úrkoma á þessu tímabili aðeins 0.3 mm og árin 2007, 2009 og 2012 var hún einnig innan við 10 mm. /KSE Skagfirðingasveit nýtur góðs af mikilli aðsókn Tónleikarnir á Sauðárkróki voru þeir þriðju síðustu í röð sextán tónleika sem áhöfnin á Húna hélt í sjávarbyggðum vítt og breytt um landið í júlí. Þeir voru haldnir á Sauðárkróksbryggju á fimmtudaginn var en Húni kom til heimahafnar á Akureyri tveimur dögum síðar, með viðkomu á Siglufirði. Eikarbáturinn Húni II hefur því lokið hringferð í kringum landið með tónlistarfólk en um er að ræða samstarfsverkefni Húna II, Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og RÚV. Þær björgunarsveitir sem taka þátt í verkefninu á hverju svæði fá ágóða tónleikanna, að frádregnum kostnaði, í sinn sjóð. Feykir hafði samband við formann Björgunarsveitar- innar Skagfirðingasveitar, Har- ald Ingólfsson. Að sögn hans söfnuðust rúmlega 1,2 milljón þetta kvöld. Enn á þó eftir að taka saman heildartöluna sem rennur beint til Skagfirðinga- sveitar, en kostnaður við uppi- hald áhafnarinnar og annan kostnað á eftir að draga frá. Björgunarsveitin Skagfirð- ingasveit vill koma á framfæri sértöku þakklæti til Skagfirð- inga og gesta sem mættu á tónleikana, áhafnarinnar á Húna II og sveitarstjórnarinnar fyrir stuðninginn. /KSE & GSG Áhöfnin á Húna II Tíu metra löng hrefna Á laugardaginn rak hval á land við Tannstaðabakka í Hrútafirði. Um er að ræða kvendýr, um 10 metra langa hrefnu. Guðmundur Ísfeld, bóndi og handverksmaður að Jaðri, smellti mynd af hrefn- unni og deildi henni með Feyki. Hvalreki við Tannstaðabakka Aukið netöryggi fyrirséð í Húnavatnshreppi Þráðlaust net á 90 bæi Vonir standa til að nýtt þráðlaust netkerfi, sem sett verður upp í Húna- vatnshreppi á komandi mánuðum, muni auka netöryggi íbúanna. Í sumar samdi sveitar- félagið um uppsetningu á svokölluðu TDMA-kerfi, en það er þráðlaust net sem á að ná til um níutíu bæja og áætlað er að uppsetningu ljúki í haust, að því er fram kemur í viðtali við Jens P. Jensen, sveitarstjóra Húna- vatnshrepps, á vef RÚV. „Netsambandið hefur verið mjög slæmt. Bilanatíðni hefur verið mikil í kerfinu. Þessi búnaður sem við erum með hefur alls ekki verið nógu góður. Þetta er eiginlega eina ráðið sem við sjáum til að reyna að bæta úr þessu,“ segir Jens. Húnavatnshreppur leggur eitthvað á milli fjórar og fimm milljónir í verkefnið sem er um helmingur af kostnaði við uppsetningu. /KSE Feykir í sumarfrí Þetta tölublað Feykis er það síðasta fyrir sumarfrí og kemur næsta blað út fimmtudaginn 15. ágúst. Starfsmenn Feykis verða engu að síður á vaktinni og munu skrifa fréttir á vefinn Feykir.is. Hægt er að hafa samband við blaðamenn í síma 455 7176 og 867 3164 og gegnum netfangið feykir@ feykir.is. Sem fyrr er allar ábendingar varðandi fréttir vel þegnar. /KSE Næsti Feykir kemur út 15. ágúst

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.