Feykir


Feykir - 25.07.2013, Side 7

Feykir - 25.07.2013, Side 7
29/2013 Feykir 7 Ljósmyndaverkefni Pálínu Óskar og Önnu Lilju Álfar og huldufólk Anna Lilja Guðmundsdóttir, förðunarfræðingur og hár- greiðslumeistari og Pálína Ósk Hraundal, ferðamála- fræðingur og ljósmyndanemi, hafa verið á flandri um Skagafjörð síðustu daga til þess að taka ljósmyndir og búa til ævintýri með innblæstri frá álfum og huldufólki í Skagafirði. Innblástur verkefnisins fékk Pálína þegar hún var að vinna með loka- verkefni sitt á fyrsta ári í ljósmyndanámi sínu í Osló. Þá vann hún með einstaka sögu vegagerðarinnar þegar leggja átti nýjan veg í Hegranesi. „En eins og flestum Skagfirðingum er kunnugt var hætt við að sprengja klettana og vegurinn gerður í stað þess í sveig framhjá. Það var hætt við að sprengja veginn vegna skilaboða frá huldufólki og er sagan því einstök á heimsvísu.“ Pálína fékk áhuga að vinna meira með þetta þema og kynnti sér fleiri sögur sem tengjast álfum og huldufólki í Skagafirði. Anna Lilja og Pálína sköpuðu svo í sameiningu allskonar verur og huldar vættir. Verkefnið hefur gengið vel og stefna þær stöllur á sýningu næsta sumar á þessum verkum í Skagafirði. Þær vinna ennþá hörðum höndum að því að vinna þær myndir sem komnar eru og skipuleggja næstu myndatökur sem fara fram í mars. Þær hafa nú þegar tekið myndir í Hegranesinu, Reykjaströnd og við Ósbrúna. Þær leggja áherslu á að flest sem þær vinna með tengist Skagafirði. Allar fyrirsæturnar eru skagfirskar, flestir búningar eru skagfirskir og hafa þær nú þegar fengið lánaðar og notað gærur frá Loðskinn og búið til kjóla úr skagfirskum þara. Stefnan er að halda áfram með verkefnið af fullum krafti og bjóða Skagfirðingum upp á skemmtilega sýningu næsta sumar. Þær bjóða að sjálfsögðu alla álfa og huldufólk velkomið líka. /GSG Anna Lilja og Pálína Ósk.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.