Feykir - 05.12.2013, Side 3
46/2013 Feykir 3
Myndaalbúmið
Skyggnst í ljósmyndaalbúm Sigurðar Kr. Jónssonar á Blönduósi
Þó að nú í upphafi aðventu sé snjór yfir öllu og hörkufrost úti er ágætt að hafa eina
sumarmynd til birtingar í myndaalbúminu þessa vikuna. Hér eru það fjölskyldumeðlimir Sig-
urðar Kr., eiganda albúmsins, sem hvíla lúin bein eftir góðan göngutúr. F.v. Ingimar, Einar,
Guðrún, Jóhann, Sverrir, Karlotta, Berglind, Auðunn, Ólöf Ösp, Áslaug og Sigrún.
Jólamarkaður í Húnaveri
Kvenfélag Bólstaðarhlíðar-
hrepps stendur fyrir jóla-
markaði í Húnaveri þann
7.des. nk. en það mun vera í
fjórða sinn sem það er gert
enda mælst vel fyrir og verið
vel sótt.
Markaðurinn hefst kl 13.00
og stendur til kl.17.00 og
verður fjölbreyttur varningur
á boðstólum frá fyrirtækjum
og einstaklingum s.s. fatnaður,
ýmiskonar handverk, bakkelsi
og ýmislegt fleira. Kvenfélagið
verður svo með kaffisölu á
staðnum og mun allur ágóði
renna til Jólaaðstoðar Fjöl-
skylduhjálpar Austur-Húna-
vatnssýslu. Kaffi og með því
kostar kr. 1.000.- á mann, frítt
fyrir 6 ára og yngri en gott er
að hafa í huga að sumir
söluaðilar geta ekki tekið við
greiðslukortum.
Viðburðurinn er á Fésbók-
inni undir nafninu Markaður
í Húnaveri 2013. /PF
Kvenfélag Bólstaðarhlíðarhrepps
C hristine
Eldglögg
(Þ. feuerzangenbowle)
Hráefni:
2 l þurrt rauðvín
2 appelsínur
1 sítróna
5 negulnaglar
2 kanilstangir
1 sykurkeila (250 gr sykurmolar)
Um 300 ml romm (að minnsta kosti
54% að styrkleika)
Aðferð: Eldglögg er skemmtileg
útgáfa af jólaglögg, margir hafa
prófað hana á jólamörkuðum í
Þýskalandi en tiltölulega einfalt
er að búa þetta til heima hjá sér.
Hugmyndin er að bræða sykur og
láta hann renna ofan í og blandast
við heitt rauðvínið.
Best er að byrja í eldhúsinu
með venjulegum potti. Skerið
hálfa appelsínu og hálfa sítrónu í
þunnar sneiðar en pressið safann
úr afganginum í pottinn. Setið
rauðvín, negul, kanilstangir,
ávaxtarsafann og ávaxtasneiðar í
pottinn og hitið (má ekki sjóða).
Þegar lögurinn er orðinn heitur
á að færa hann fram í stofu á
standara fyrir fondupott, kveikið á
brennaranum svo rauðvínið kólni
ekki.
Næst þarf að leggja götótt
málmstykki yfir pottinn (sjá
skýringarmynd). Í Þýskalandi er
til sérstakt verkfæri sem heitir
sykurtöng (þ. zuckerzange) sem er
notuð í þetta, en auðvitað er hægt
að nota hvað sem er, hér kemur
ímyndunaraflið að góðum notum.
Annars fylgir þetta áhald mörgum
fondusettum. Hvað sem þið notið
þá þarf bræddur sykurinn að geta
lekið niður í rauðvínið.
Á málmstykkið er sett sykur-
keila (þ. zuckerhut), sem er 250
gr keilulaga sykur klumpur, líkist
helst risastórum sykurmola,
auðvitað fæst ekki svona fínerí á
Íslandi, en örvæntið ekki, hægt er
að stafla sykurmolum í píramída
með sama árangri. Annars er hægt
er að sjá svona sykurkeilur á safni
Áskaffis í Skagafirði.
Næsta skref er að gegnbleyta
sykurinn með romminu, gefið
ykkur góðan tíma og leyfið
sykrinum að drekka í sig sterka
vínið, hætta skal þegar sykurinn
tekur ekki meir og rommið fer
að drjúpa ofan í pottinn. Núna er
gott að huga að öryggismálum,
hafa eldvarnateppi nálægt og finna
út hvar slökkvitækið er geymt.
Kveikið á sykrinum með eldspýtu
og njótið þess að horfa á bláan
logann, sykurinn fer fljótlega að
bráðna og leka niður í pottinn.
Ef þið bætið rommi á sykurinn
eftir að kveikt hefur verið upp, er
öruggast að gera það með ausu
úr stáli, það er alltaf möguleiki
á sprengingu ef hellt er beint úr
rommflöskunni.
Að lokum er málmstykkið
fjarlægt, hrært varlega í víninu
með ausu og síðan hellt í bolla.
Maður er manns gaman!
Röng uppskrift í Jólablaðinu
Í Jólablaði Feykis skolaðist eitthvað til í uppskrift Christine Hellwig að eldglöggi og rangar
upplýsingar gefnar upp í hráefnum. Biðjumst við afsökunar á þeim mistökum og birtum eldglöggið
aftur með von um að ekki hafi farið illa hjá neinum áhugasömum glöggara.
ENN MEIRA
SKAGFIRSKT FJÖR
Skagfirskar skemmtisögur 3 - Enn
meira fjör! hefur að geyma 250
gáskafullar gamansögur af Skagfirð-
ingum, eins og Ýtu-Kela, Bjarna Har,
Fljótamönnum, Álftagerðisbræðrum,
Sigga og Ingibjörgu í Vík, Halla í Enni,
Bjarna Marons, Binna Júlla, Gylfa
Geiralds og fleirum.
Björn Jóhann Björnsson tók
saman eins og fyrri tvö bindi.
Skagfirskar skemmtisögur 3 fást í
Skagfirðingabúð, Verslun Bjarna Har., KS Varmahlíð, Kaupfélagi V-
Húnvetninga á Hvammstanga og Samkaup á Blönduósi.
Bókaútgáfan Hólar
www.holabok.is / holar@holabok.is