Feykir - 05.12.2013, Síða 6
6 Feykir 46/2013
allar mánaðarlega 5000 krónur
inn á sérstakan „Húsbílafélags-
reikning,“ seldum notuð föt,
skart, spáðum í bolla og lófa.
Toppurinn og arðbærasta
fjáröflunin var flöskusöfnunin
ógurlega og viljum við þakka
öllum þeim sem styrktu okkur
í því.
Ferðin stóð yfir í fjórar
vikur og var hin ævintýraleg-
asta. „Við vorum í glæsikerru
Ford E 350 sem fór einstaklega
vel með okkur. Við ókum frá
New York og alla leið til San
Francisco. Fórum í gegnum
tólf fylki og ókum 4579 mílur
eða 7369km. á fjórum vikum.“
Upphaflega höfðu stelpurnar
ætlað fimm í ferðina, en
enduðu fjórar, þær Anna Rún
Austmar, búsett á Sauðárkróki,
stafsmaður Ólafshúss (dóttir
Ástu Rósu Agnars), Agnes
Skúladóttir, búsett á Sauðár-
króki, eigandi Móðins Hár-
stofu, (dóttir Skúla Halldórs og
Ernu Hauks), Íris Ósk Elevsen,
búsett á Sauðárkróki,
starfsmaður Ársala (dóttir
Bjöddu Hjartar) og Stefanía
Fanney Björgvinsdóttir, búsett
í Reykjavík, almannatengill
(dóttir Möggu Pé og Björgvins
Guðmunds).
„Þessi hugmynd var búin
að blunda í okkur lengi og eitt
hressandi laugardagskvöld í
janúar árið 2012 var tekin
ákvörðun um að byrja bara að
safna fyrir ferðinni, nú rétt
tæpum 22 mánuðum seinna er
hugmyndin orðin að veruleika.
Við byrjuðum á því að leggja
Létu gamlan draum rætast
Í október síðastliðinn tóku fjórar skagfirskar blómarósir sig til og héldu í húsbílaferð um
Bandaríkin. Þar með létu þessar æskuvinkonur gamlan draum rætast, eftir að hafa safnað fyrir
ferðinni. Eknir voru rúmlega 7000 km á fjórum vikum, með tilheyrandi ævintýrum og hlátri,
eins og nærri má geta. Feykir hafði samband við ferðalangana og fékk að heyra aðeins af þessu
ævintýri þeirra.
Það var margt að sjá og
skoða, en hvað skyldi hafa
orðið fyrir valinu? „Við
vorum aðallega að skoða
menningu Bandaríkjamanna,
ásamt því að kíkja í þessar
helstu borgir og gera okkar
besta í að sjá hvað það var sem
hvert fylki hafði uppá að bjóða,
einkar skemmtilegt og for-
vitnilegt að sjá hvað hvert fylki
var einstakt.“
Eins og nærri má geta var
mikið fjör í ferðinni. „Já það
má sko með sanni segja að það
hafi aldrei verið leiðinleg
stund. Jafnvel þótt svo að það
hafi verið mikið um keyrslu,
þá fundum við okkur alltaf
eitthvað til að hlæja og
skemmta okkur yfir, oftar en
ekki yfir því hvernig keyrslan
var að ganga.“
Aðspurðar hvort engir
karlar hafi verið með í för
hlæja þær og svara að bragði:
„Nei, þetta er sko skvísuferð!“
Engu að síður vilja þær stöllur
þakka fjölskyldum sínum fyrir
ómetanlegan stuðning og
öllum vinum og vandamönn-
um sem lögðu sitt fram við að
aðstoða þær í að fjármagna
ævintýri þeirra. „Og þá
meinum við flöskuframlög af
hinum ýmsu stærðum. Margt
smátt gerir eitt stórt. Einnig
viljum við benda þeim á, sem
hafa áhuga á að lesa meira um
ævintýrið okkar, að við
héldum úti bloggi, www.
amerikufarar.wordpress.com.“
Skagfirskar skvísur í húsbílaferð um Bandaríkin
UMSJÓN
Kristín Sigurrós Einarsdóttir
Stefanía , Íris Ósk, Agnes og Anna taka við húsbílnum fyrsta daginn
Bloggfærsla frá 9. nóvember
Já já…. við erum ennþá hérna ;)
Eftir Vegas fórum við hálfa leið til Los
Angeles og gistum einhverstaðar í
eyðimörkinni… en á tjaldsvæði þó.
Eftir nótt í auðninni keyrðum við til Los
Angeles og plöntuðum drossíunni á
tjaldsvæði í Ponoma, úthverfi LA. Við
komuna þar hittum við fólk sem spurði
okkur hvort við værum á leiðinni á
tónleika… Við grunlausar höfðum ekki
hugmynd um að í næstu götu væri Rob
Zombie búinn að setja upp 3 draugahús
og væri með tónleika þar ásamt 2 öðrum
hljómsveitum. Uppselt að sjálfsögðu, en
það stoppaði ekki 2 skvísur í að reyna
að koma sér á staðinn… eftir brölt yfir
grindverk og rölt um hesthús komu þær
að baksviðinu og fengu upplýsingar um
að hliðið væri mjöööög langt í burtu. Það
var snarlega hætt við og farið til baka á
tjaldsvæðið.
Sunnudagur í miðborg Los Angeles…
Byrjuðum á að taka hop on/ hop off
rútu þar sem við áttum lífið að leysa á
vegna mikils vinds á hraðbrautinni…
vorum í toplausri rútu. Röltum um LA og
tékkuðum á stjörnunum, bæði þessum
á götunni og þessum sem eru úr vaxi og
borðuðum svo á Hooters!! Sáum einnig
rauða dregilinn þar sem verið var að
frumsýna myndina Deliveriman. Fórum
heim á tjaldsvæði og skelltum okkur í
heitan pott og létum líða úr okkur þreytu
dagsins.