Feykir - 05.12.2013, Qupperneq 9
46/2013 Feykir 9
Jón R. Hilmarsson fv. skólastjóri á Hofsósi er um þessar mundir að senda frá sér sína aðra
ljósmyndabók sem ber heitið Ljós og náttúra þar sem Norðurlandi vestra er gerð góð skil.
Bókina prýðir alls 121 mynd sem teknar voru á öllum tímum dagsins, öllum árstíðum, af landi
og úr lofti. Feykir forvitnaðist um bókina hjá Jóni og spurði hann fyrst hvernig undirbúningi er
háttað fyrir myndatökurnar.
Jón R. Hilmarsson gefur út ljósmyndabók
Ljós og náttúra
Norðurlands vestra
-Yfirleitt fylgist maður með
veðurspánni. Ef ég vil ná
sólarlagi eða sólarupprás er
mikilvægt að það séu einhver
ský á lofti en samt ekki þung-
skýjað eða rigning. Nauðsynlegt
til að fá birtu sólarinnar á skýin
þegar hún er við það að setjast
eða er sest. Ef ég er að eltast við
norðurljósin þá fylgist ég einnig
með veðrinu og nokkrum
vefsíðum þar sem virkni
norðurljósanna er mæld, bæði
fram í tímann og á rauntíma.
Til að ná norðurljósum er
mikilvægt að hafa heiðskýrt og
helst ekki tunglbjart veður.
Ég er alltaf með ljósmynda-
búnaðinn kláran heima hjá
mér ef ég þarf að vera snöggur
til því stundum koma birtu-
skilyrði og aðstæður þar sem
þarf að grípa augnablikið. Þegar
ég bjó fyrir norðan var ég oft
með ljósmyndabúnaðinn með
mér í bílnum og kom það sér
oft vel.
Ég passa alltaf að allt sé klárt,
rafhlöður hlaðnar, þrífótur til
staðar og réttur fatnaður
tiltækur.
Það hefur komið fyrir að ég
hafi lent í vandræðum þegar ég
hef verið að mynda á nóttinni.
Þegar ég var á ferðinni um
páskana í Skagafirði á þessu ári
þá lenti ég í því að festa bílinn á
Borgarsandi um miðja nótt, þá
vildi ég ná Ernunni og
norðurljósum. Það tókst því
miður ekki vel vegna þessa
óhapps en aftur á móti kom það
sér vel að þekkja gott fólk á
Hofsósi sem kom mér til
hjálpar við að losa bílinn.
Myndar þú alltaf með það í
huga að myndirnar gætu farið í
bók eða á sýningu?
-Eftir að ég fór að hafa ákveðin
markmið með ljósmynduninni
þá kom meiri metnaður í
vinnuna og pressa á sjálfan mig
að gera þetta vel. Ég hef með
ljósmyndabókunum tekið fyrir
ákveðin landssvæði, fyrst með
bókinni Ljós og náttúra Skaga-
fjarðar og síðan með Ljós og
náttúra Norðurlands vestra.
Ég hef kortlagt þessi svæði
og áhugaverð myndefni,
stundum farið nokkrum
sinnum á hvern stað þangað til
ég er orðinn ánægður með
útkomuna.
Þar sem að ég hef ekki
ljósmyndun að atvinnu þá er
gott að taka fyrir afmörkuð
svæði og stefna að útgáfu bókar
þegar ég er sáttur með útkom-
una. Ég er í annasömu starfi og
hef því ekki eins mikil tækifæri
og ég hefði kosið til að fara í
langar ljósmyndaferðir um
landið þvert og endilangt.
Vissulega er ég alltaf með
það bakvið eyrað að nota
myndirnar á sýningu eða í
ljósmyndabók, mér finnst gott
að hafa metnaðarfull og krefj-
andi markmið með ljósmynd-
uninni.
Ef ég fer í ljósmyndaferð t.d.
dagpart og tek 100-200 myndir
þá er ég sáttur ef ég fæ 3-4
myndir sem ég er mjög
ánægður með.
Ljósmyndunin hefur einnig
gefið mér tækifæri á því að
grandskoða og kynnast landinu
okkar mjög vel. Nauðsyn þess
að virða það og varðveita er
mikilvæg því við eigum
fallegasta land í heimi sem
hefur að geyma ótrúlegar
andstæður í landslagi, náttúru,
birtu og veðri. Ísland er
draumaland ljósmyndarans.
Er þessi bók eitthvað frábrugðin
þeirri fyrstu?
-Núna er ég að taka fyrir stærra
landssvæði, Norðurland vestra
í stað Skagafjarðar eingöngu.
Þegar ég var að vinna að
Skagafjarðarbókinni þá var ég
alltaf mjög nálægt myndefninu
og gat séð mjög vel ef
ákjósanlegar myndaaðstæður
voru fyrir hendi eða ekki,
stærra landssvæði gerði það
aðeins flóknara og stundum
voru farnar ferðir sem skiluðu
ekki miklu þar sem aðstæður
voru ekki ákjósanlegar. Þá var
bara farið aftur síðar þangað til
ég var sáttur.
Ljós og náttúra Norðurlands
vestra er stærri bók en sú fyrri,
128 bls. og 121 mynd. Það sem
mér fannst einnig mjög
spennandi með þessa bók er að
ég fór í ljósmyndaferð með
Magnúsi Ólafssyni frá
Blönduósi í lítilli flugvél og tók
mikið af myndum sem nýttust
í bókina.
Flugferðin var reyndar ekki
eintóm sæla því ég varð flug-
veikur í miðju flugi og næstum
því beint yfir Laufskálarétt
núna í haust. Við lentum því á
Alexandersflugvelli á Sauðár-
króki og fengum okkur smá
kaffipásu í bakaríinu á meðan
ég var að jafna mig. Þar hittum
við einnig ágætisfólk sem
útvegaði mér bílveikispillur
sem komu að góðu gagni fyrir
seinni hluta flugferðarinnar.
Hvað eruð þið hjón að starfa
núna og hvar búið þið?
-Við búum núna í Hvalfirði. Ég
er skólastjóri Leik- og grunn-
skóla Hvalfjarðarsveitar. Alex-
andra vinnur í skólanum hjá
mér, kennir tónmennt þar,
stjórnar sönghóp og tónlistar-
forskóla. Hún kennir einnig
söng við Tónlistarskóla Borgar-
ness ásamt því að sinna söng-
Það gekk ekki áfallalaust fyrir sig að mynda Laufskálarétt því Jón varð flugveikur og þurfti að koma sér niður á jörðina.