Fréttablaðið - 15.05.2018, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 15.05.2018, Blaðsíða 24
Ásvallalaug er 50 metra löng og hentar vel fyrir sundkeppni. MYND/VALLI Í Hafnarfirði eru þrjár góðar sundlaugar, Suðurbæjarlaug, Ásvallalaug og Sundhöllin sem er sú elsta í bænum. Ákveðið hefur verið að lengja opnunartíma sund- lauganna í sumar. Ásvallalaug og Suðurbæjarlaug verða opnar frá kl. 6.30-22 á mánudögum, þriðjudög- um, miðvikudögum og fimmtu- dögum. Á föstudögum er opið til 20 en á laugardögum er opið frá 8-18 og sunnudögum frá 8-17. Frá 3. júní verður sérstök sumar- opnun í Suðurbæjarlaug á sunnu- dögum en þá verður laugin opin frá 9-21 og gildir það út júlí. Sundhöllin í Hafnarfirði er opin alla virka daga frá 6.30-21. Sundhöll Hafnarfjarðar var fyrsta sundlaugin í Hafnarfirði. Í fyrstu var aðeins um að ræða útilaug við Krosseyrarmalir sem tekin var í notkun árið 1943. Árið 1953 var síðan Sundhöllin sjálf tekin í notkun eftir að byggt var yfir úti- laugina. Laugin er mikið notuð af eldri borgurum enda er þar rólegt og afslappað umhverfi. Ásvallalaugin er nýjasta laugin í Hafnarfirði en hún var vígð árið 2008. Þar er 50 metra keppnislaug auk 17 metra barnalaugar. Laugin er innanhúss og vinsæl hjá barna- fólki og sundköppum. Sundlaugar opnar lengur í sumar Það er alltaf eitthvað um að vera á Bókasafni Hafnarfjarðar. NORDICPHOTOS/GETTY Bókasafn Hafnarfjarðar er með fjölbreytta dagskrá allt árið um kring. Á laugardaginn kl. 14.00 verður notaleg sögustund á barnadeild bókasafnsins en þá ætlar Guðrún Kristinsdóttir að lesa úr bókinni Á skyndihæð sem nýlega kom út í hennar þýðingu. Um er að ræða hugljúfa sögu fyrir börn á aldrinum 3-8 ára og eru allir velkomnir. Foreldramorgnar eru haldnir annan hvern þriðju- dag kl. 10-12 en þá er boðið upp á áhugaverða fyrirlestra og kynn- ingar um ýmislegt sem tengist ungbörnum og barnauppeldi. Sá næsti er á dagskrá þann 22. maí. Handavinna er svo í aðalhlutverki annan hvern fimmtudag en þá eru allir velkomnir með handavinnuna sína og engin krafa gerð um hand- vinnukunnáttu. Starfsmaður er á staðnum og aðstoðar eftir þörfum, auk þess sem boðið er upp á einfalt verkefni í prjóni eða hekli fyrir áhugasama í viku hverri. Næsti handavinnufundur verður fimmtu- daginn 24. maí kl. 17-19. Spennandi dagskrá á bókasafninu 8 KYNNINGARBLAÐ 1 5 . M A í 2 0 1 8 Þ R I ÐJ U DAG U RHAfNARfjöRÐuR Tryggja að framkvæmdum verði lokið við tvöföldun Reykjanes- brautar og endurgerð gatnamóta við Setberg og Kaplakrika Halda áfram á braut ábyrgrar fjármálastjórnunar bæjarfélagsins Endurbyggja Suðurbæjarlaug og stórbæta aðstöðu þar Lækka innritunaraldur barna í leikskóla úr 15 í 12 mánuði Skipuleggja íbúðir með þjónustukjarna fyrir eldri borgara miðsvæðis á Völlum Skipuleggja litlar íbúðir/smáhýsi í Hamranesi og tryggja nægt lóðaframboð Halda áfram að lækka útsvar, fasteignaskatta og þjónustugjöld, með sérstakri áherslu á barnafjölskyldur Höldum áfram fyrir Hafnarfjörð VIÐ ÆTLUM AÐ... xdhafnarfjordur.is Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins er opin milli 16-18 á Norðurbakka 1 Samkvæmt nýrri könnun á lýðheilsu ungmenna í 8., 9. og 10. bekk í Hafnarfirði hefur vímuefnaneysla þeirra dregist verulega saman síðustu tvo ára- tugi. Í skýrslu sem unnin var úr könn- uninni má finna samanburðar- tölur sem sýna þróun á neyslu tíundubekkinga á áfengi, tóbaki og kannabisefnum síðan árið 1998. Það ár höfðu 42% ungmennanna orðið drukkin síðustu 30 daga, 24% reyktu daglega og 17% höfðu notað hass. Árið 2008 höfðu tölurnar lækkað töluvert. Þá höfðu 18% ungmenn- anna orðið drukkin síðustu 30 daga, 10% reyktu daglega og sjö prósent höfðu notað hass. Árið 2018 eru þessar tölur svo búnar að lækka enn meira. Nú hafa aðeins 6% orðið drukkin síðustu 30 daga, tvö prósent reykja daglega og tvö prósent hafa notað hass. Árið 2009 var byrjað að spyrja um marijúana neyslu og það ár höfðu 8% notað marijúana, en árið 2018 er sú tala sjö prósent. Vímuefnaneysla ungmenn- anna í 10. bekk hefur því minnkað gríðarlega síðustu tvo áratugi, þótt kannabisneysla virðist hafa staðið í stað síðasta áratug, en hún hafði minnkað mikið fyrir það. Um 900 unglingar tóku þátt í könnuninni og hægt er að lesa skýrsluna um niðurstöður hennar á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar. Vímuefnaneysla hafnfirskra ungmenna minnkar 1 5 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :2 3 F B 0 4 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F C 4 -C 1 C 0 1 F C 4 -C 0 8 4 1 F C 4 -B F 4 8 1 F C 4 -B E 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 0 s _ 1 4 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.