Landshagir - 01.11.2013, Page 29
27
Upplýsingum um umhverfismál er safnað í
samvinnu við ýmsar stofnanir sem sjá um
mælingar og eftirlit á sviði umhverfismála.
Þar má nefna Umhverfisstofnun, sem
safnar tölum um útstreymi lofttegunda,
loftgæði, úrgang og friðlýst svæði,
Landmælingar Íslands, þaðan sem tölur
um landfræðilegar upplýsingar koma, og
Veðurstofu Íslands, sem safnar gögnum
um úrkomu, hitastig og ósonlagið.
Friðland stækkað verulega árið 2012
Friðland á Íslandi stækkaði verulega
árið 2012 eða úr 73 ferkílómetrum í
1.955 ferkílómetra. Þar munaði mestu
um stækkun náttúruvættisins við
Seljahjallagil, Bláhvamm, Þrengslaborgir
og nágrenni í Skútustaðahreppi, en þar er
að finna merkar minjar frá jarðeldunum
sem skópu Mývatn og umgjörð þess
fyrir tæpum 4000 árum. Dimmuborgir
mynduðust í þessum jarðhræringum
sem og gervigígar við Mývatn, í Laxárdal
og Aðaldal. Í gosinu varð Mývatn til í
núverandi mynd. Einnig voru Blábjörg við
Djúpavog skráð sem náttúruvætti og 62,6
hektara búsvæði fugla í Fossvogsdal og
Skerjafirði var friðlýst.
Fleiri sólskinsstundir í Reykjavík og á Akureyri
Árið 2012 voru 1.587 sólskinsstundir
í Reykjavík, en það eru fleiri árlegar
sólskinsstundir en öll árin 1951–2010.
Næstflestar sólskinsstundir í Reykjavík
voru árið 2005, alls 1.548 klst. Árið 2012
var einnig það sólríkasta á Akureyri frá
því að samfelldar mælingar hófust um
mitt ár 1951, alls 1.415 klst., en næstflestar
aldamótaárið 2000, 1.276 klst. Þrátt fyrir
met í sólskinsstundum var heildarúrkoma
ársins yfir meðallagi árið 2012, bæði
á Akureyri og í Reykjavík. Á Akureyri
mældist mest heildarúrkoma árið 1984 en í
Reykjavík árið 2007.
Flokkun og endurnýting úrgangs hefur aukist
Flokkun og endurnýting úrgangs hefur
aukist um liðlega helming frá árinu 2000.
Á sama tímabili hefur brennsla með
orkunýtingu aukist um 48% en magn
urðaðs úrgangs minnkað um 46%. Þess
má einnig geta að árið 2008 vó úrgangur
2,2 tonn á hvern Íslending en 1,6 tonn árið
2011.
Land og umhverfi
Geography and environment 1
Kringilsárrani
© Þorvaldur Örn Kristmundsson