Landshagir - 01.11.2013, Page 152
Sjávarútvegur
LANDSHAGIR 2013 STATISTICAL YEARBOOK OF ICELAND 2013
6
150
tonn eða 2,4% frá fyrra ári. Þar hefur 23
þúsund tonna aukning á þorskafla mikið
að segja sem er um 12,4% aukning milli
ára. Hinar af fimm mest veiddu botnfisk-
tegundunum árið 2011 drógust saman í
magni milli ára að frátöldum ufsaafla sem
jókst um 1% frá fyrra ári. Ýsuafli dróst
saman um 7,1% milli ára, karfaafli um 2,4%
og afli úthafskarfa um 50,8%. Flatfiskafli
jókst um 3,2% og nam rúmum 24 þúsund
tonnum árið 2012. Uppsjávarafli nam um
68,4% af heildaraflanum, botnfiskafli 28,6%,
flatfiskafli 1,7% og afli skel- og krabbadýra
tæpu 1%.
Aflaverðmæti dróst saman um 3,4%
Aflaverðmæti árið 2012 nam rúmum 159
milljörðum króna á verðlagi ársins og
hækkaði um tæplega 5,5 milljarða króna
frá 2011 (3,5%). Á föstu verðlagi miðað við
verðvísitölu sjávarafurða var aflaverðmæti
3,4% lægra en árið á undan.
Vægi botnfisktegunda og uppsjávar-
fisktegunda í aflaverðmæti er annað en
þegar miðað er við magn afla eingöngu.
Hlutur uppsjávartegunda er um 68,4%
af aflamagninu, en 29,4% af verðmæti
landaðs afla. Verðmæti botnfisktegunda er
hins vegar rúm 60,6% af heildarverðmæti,
enda þótt að magni til sé það aðeins 28,6%.
Bæði skel- og krabbadýr, svo og flatfiskur,
vega einnig meira í aflaverðmæti en magn-
hlutfallið eitt segir til um.
Fiskiskipum fjölgar um 35
Í lok árs 2012 voru 1.690 fiskiskip á skrá
og hafði þeim þá fjölgað um 35 frá árinu á
undan. Samanlögð stærð fiskiskipaflotans
var 166.086 brúttótonn en var 159.902
brúttótonn árið áður. Fjöldi vélskipa
var alls 778 og samanlögð stærð þeirra
89.275 brúttótonn. Vélskipum fjölgaði
um 14 á milli ára en flotinn stækkaði
um 6.498 brúttótonn. Togarar voru alls
56 og fækkaði um tvo. Heildarstærð
togaraflotans var 72.701 brúttótonn. Opnir
fiskibátar voru 856 og 4.110 brúttótonn að
stærð. Opnum fiskibátum fjölgaði um 23
milli ára og heildarstærð þeirra jókst um
122 brúttótonn.
0
500.000
1.000.000
1.500.000
2.000.000
2.500.000
To
nn
T
on
ne
s
1992 1994 1996 1998 2000 2002 2004 2006 2008 2010 2012
Mynd 6.1 Heildarafli íslenskra fiskiskipa 1992–2012
Figure 6.1 Total catch of Icelandic vessels 1992–2012