Landshagir - 01.11.2013, Page 248
Þjóðhagsreikningar
LANDSHAGIR 2013 STATISTICAL YEARBOOK OF ICELAND 2013
13
246
Landsframleiðsla jókst að raungildi um 1,4%
Landsframleiðsla jókst að raungildi um
1,4% árið 2012 og er það annað árið í röð
sem landsframleiðsla eykst, en hún jókst
um 2,7% árið 2011, eftir mikinn samdrátt
tvö ár þar á undan. Landsframleiðsla á
liðnu ári er svipuð að raungildi og lands-
framleiðsla áranna 2006 og 2009.
Þjóðarútgjöld í fyrra jukust nokkru
meira en nam vexti landsframleiðslu, um
1,6%. Einkaneysla jókst um 2,4% og fjár-
festing um 5% en samneysla dróst saman
um 1,4%. Útflutningur jókst um 3,8% og
innflutningur nokkru meira, eða um 4,7%.
Þrátt fyrir þessa þróun varð verulegur
afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum á
árinu 2012, alls 104 milljarðar króna.
Aukna fjárfestingu á síðasta ári má að
miklu leyti rekja til innfluttra skipa og
flugvéla en slík fjárfesting hefur lítil sem
engin áhrif á landsframleiðslu ársins. Að
frádreginni fjárfestingu í skipum og flug-
vélum dróst fjárfesting á síðasta ári saman
um 4,1% og munar þar mestu um minni
fjárfestingu í stóriðju- og orkuverum.
Halli á launa- og fjáreignatekjum frá
útlöndum minnkaði verulega á síðasta
ári og olli því að þrátt fyrir minni afgang
af vöru- og þjónustuviðskiptum dró
nokkuð úr viðskiptahalla, en hann nam
tæpum 84 milljörðum króna, 4,9% af
landsframleiðslu í fyrra, en hafði árið
áður numið 95 milljörðum króna, 5,8% af
landsframleiðslu.
Viðskiptakjör versnuðu nokkuð á árinu
2012 en minni halli á viðskiptajöfnuði en
árið áður olli því að þjóðartekjur jukust
meira en nam vexti landsframleiðslu, um
2,9%. Árið 2011 jukust þjóðartekjur um
5,8%.
Einkaneysla 53,7% af landsframleiðslu
Einkaneysla sem hlutfall af landsfram-
leiðslu var 53,7% á liðnu ári. Í sögulegu
samhengi hefur þetta hlutfall verið mjög
lágt síðustu fimm árin. Samneysla sem
hlutfall af landsframleiðslu var 25,3% sem
er svipað hlutfall og verið hefur undan-
farinn áratug eða svo, en til samanburðar
var þetta hlutfall um eða undir 20% á
árabilinu 1980–1990.