Landshagir - 01.11.2013, Síða 263
261
Hagstofa Íslands tekur saman upplýsingar
um utanríkisverslun Íslands, þ.e.
útflutning og innflutning á vöru og
þjónustu, og reiknar vöruskipti við
útlönd og þjónustujöfnuð sem eru mikil-
vægir mælikvarðar á efnahagsþróun í
landinu. Upplýsingar um vöruviðskipti
eru fengnar að mestu úr tollskýrslum en
upplýsingar um þjónustuviðskipti koma
aðallega frá fyrirtækjum og úr gögnum um
greiðslukortaviðskipti.
Jákvæður vöru- og þjónustujöfnuður
Árið 2012 nam verðmæti útflutnings vöru
og þjónustu 1.009,0 milljörðum króna og
verðmæti innflutnings vöru og þjónustu
905,4 milljörðum króna. Vöruútflutningur
nam 633,0 milljörðum króna og vöruinn-
flutningur 555,7 milljörðum. Jöfnuður
vöru og þjónustu nam 103,6 milljörðum
króna.
Afgangur hefur verið á vöruskiptum síðan
árið 2009. Það ár var 10,9% afgangur af
útflutningsverðmæti, 14,9% árið 2010,
9,4% árið 2011 og 5,7% í fyrra.
Meira flutt út af iðnaðarvörum
en sjávarafurðum
Iðnaðarvörur voru 52,3% af öllum
vöruútflutningi í fyrra. Þetta er fimmta
árið í röð sem hlutdeild iðnaðarvara
er hærra en sjávarafurða. Hlutdeild
sjávarafurða hækkaði þó lítillega milli ára,
úr 40,6% 2011 í 42,4% 2012. Verðmæti
iðnaðarvara dróst saman um 1,3% (4,3
milljarða á gengi hvors árs). Í útflutningi
á iðnaðarvörum munar mestu um ál og
álafurðir en útflutningur þeirra nam í fyrra
225,3 milljörðum króna (35,6% af heild), en
það er samdráttur um 3,3% (7,7 milljarða
á gengi hvors árs). Næst á eftir áli og
álafurðum kom kísiljárn (21,7 milljarðar)
og lyfjavörur (15,3 milljarðar). Sjávarafurðir
voru fluttar út fyrir 268,6 milljarða króna
og er það aukning um 6,8% frá fyrra ári
(17,1 milljarð á gengi hvors árs).
Mest viðskipti voru við Evrópska
efnahagssvæðið
EES-ríkin voru stærsta markaðs-
svæði Íslendinga í vöruviðskiptum í
fyrra en þangað fóru 78,3% af öllum
vöruútflutningi. Hlutdeild EES-ríkja í
vöruútflutningi hefur þó dregist saman
14UtanríkisverslunExternal trade
Uppskipun í Sundahöfn
© Brynjar Gauti