Landshagir - 01.11.2013, Page 399
397
Hagstofa Íslands tekur saman tölur um
menningarmál sem ýmsar sérhæfð-
ar stofnanir láta í té, lögaðilar, fyrir tæki,
samtök og stofnanir. Kvikmyndahúsa-
eigendur í Reykjavík, atvinnuleikhúsin
og söfn á landinu senda Hagstofu t.d.
tölur um gesti, fjölda sýninga, uppruna
kvikmynda og leikverka einu sinni á ári.
Hagstofan tekur einnig saman tölur um
útgefnar bækur og tímarit og efni þeirra,
svo og um ritakost, útlán og starfs-
menn bókasafna. Þá er tölum safnað um
starfsemi fjölmiðla og tölur birtar um
útsendingartíma og efni útvarps- og sjón-
varpsstöðva. Ennfremur tekur Hagstofan
saman tölur um mannfjöldann eftir
trúfélögum og breytingar á trúfélagsaðild.
Hver landsmaður fer einu sinni á ári í leikhús
Samanlagður fjöldi gesta á leiksýningar
leikhúsa, atvinnuleikhópa og áhugaleik-
félaga innanlands var 323 þúsund á síðasta
leikári. Það jafngildir því að hver lands-
maður hafi séð eina leiksýningu á leikárinu.
Áhorfendum á síðasta leikári fjölgaði um 22
þúsund frá því á leikárinu á undan, eða um
8%. Á síðasta leikári voru færðar á fjalirnar
150 uppfærslur á vegum leikhúsa, leik-
hópa og leikfélaga, sem sýndar voru 1.603
sinnum.
Blöðum og tímaritum fækkar
Gefin voru út 699 tímarit hér á landi árið
2011 en þeim fækkaði um 29 frá árinu á
undan. Flest tímarit voru gefin út árið
1998, alls 1.122. Einnig fækkaði blöðum
milli ára, fóru úr 72 árið 2010 í 62 árið 2011.
Aðsókn að söfnum
Aðsókn að söfnum og tengdri starfsemi á
árinu 2011 var ríflega 1,5 milljónir gesta.
Gestum fækkaði um fimm af hundraði frá
fyrra ári, en þá var gestafjöldinn í sögulegu
hámarki, ríflega 1,6 milljónir. Aðsókn að
söfnum og skyldri starfsemi er langsam-
lega mest á höfuðborgarsvæðinu, um 857
þúsund gestir, en það samsvarar um 56
prósentum af fjölda gesta safna árið 2011.
Aðsókn að söfnum og sýningum í öðrum
landshlutum var mun minni.
Sóknarbörn í Þjóðkirkjunni 76,2% mannfjöldans
Hinn 1. janúar 2013 voru sóknarbörn í
Þjóðkirkjunni 245.184 eða 76,2% mann-
fjöldans. Fyrir ári voru þau 272 fleiri eða
76,8% af mannfjöldanum. Kaþólska kirkjan
er næstfjölmennasta trúfélag landsins
með 10.949 sóknarbörn. Utan trúfélaga
voru 16.608 einstaklingar 1. janúar 2013,
en 19.025 voru í óskráðu trúfélagi eða með
ótilgreinda trúfélagsaðild.
20Menningarmál og rannsóknirCultural activities and research
Sinfónían í Hörpu
© Ómar Óskarsson