Landshagir - 01.11.2013, Page 429
427
Eftir hverjar alþingiskosningar, sveitar-
stjórnarkosningar og forsetakjör gefur
Hagstofa Íslands út kosningaskýrslu
þar sem greint er frá fjölda kjósenda
og kosningaþátttöku, framboðum,
kosningaúrslitum og kjörnum fulltrúum.
Þá hefur Hagstofan á sama hátt unnið
skýrslur um þjóðaratkvæðagreiðslur sem
fram hafa farið.
Þátttaka í forsetakosningum 69,3%
Forsetakjör fór fram síðast 30. júní 2012.
Við kosningarnar voru alls 235.743 á kjör-
skrá eða 73,8% landsmanna. Af þeim
greiddu 163.294 atkvæði, 69,3% kjósenda.
Kosningaþátttaka karla var 65,8% en
kvenna nokkru hærri, 72,7%. Hlutfall utan-
kjörfundaratkvæða af greiddum atkvæðum
var óvenjuhátt eða 23,4%.
Sex frambjóðendur voru í kjöri til embættis
forseta Íslands, þau Andrea Jóhanna
Ólafsdóttir, Ari Trausti Guðmundsson,
Hannes Bjarnason, Herdís Þorgeirsdóttir,
Ólafur Ragnar Grímsson og Þóra
Arnórsdóttir. Úrslit forsetakjörs urðu þau
að Ólafur Ragnar Grímsson hlaut flest
atkvæði, 84.036 eða 52,8% gildra atkvæða,
og var hann því endurkjörinn forseti
Íslands fyrir tímabilið frá 1. ágúst 2012 til
31. júlí 2016.
Þátttaka í alþingiskosningum 81,5%
Kosið var til Alþingis 27. apríl 2013. Við
kosningarnar voru 237.087 á kjörskrá,
73,6% landsmanna, og kosningaþátt-
taka var 81,5%. Kosningaþátttaka kvenna
var 81,9% á móti 81,1% hjá körlum. Í
kosningunum buðu ellefu stjórnmála-
samtök fram lista í öllum kjördæmum.
Hlutfall kvenna meðal kjörinna þingmanna
var 40% en kjörnar voru 25 konur og 38
karlar.
Hlutfall kvenna aldrei hærra í
sveitarstjórnarkosningum
Sveitarstjórnarkosningar fóru síðast
fram 29. maí 2010 og náðu til allra 76
sveitarfélaga landsins. Í 58 sveitar-
félögum með 99% kjósenda var bundin
hlutfallskosning og þar af var sjálfkjörið
í fjórum sveitarfélögum þar sem aðeins
var borinn fram einn listi. Kosning var
22KosningarElections
Alþingiskosningar 2013
© Ómar Óskarsson