Landshagir - 01.11.2013, Page 430
Kosningar
LANDSHAGIR 2013 STATISTICAL YEARBOOK OF ICELAND 2013
22
428
óbundin í 18 sveitarfélögum þar sem rúmt
1% kjósenda var á kjörskrá. Kjósendur
á kjörskrá voru 225.855, 71% lands-
manna. Í 72 sveitarfélögum þar sem
kosning fór fram (sjálfkjörið í fjórum)
var kosningaþátttaka 73,5%. Fjöldi fram-
bjóðenda í sveitarfélögum þar sem kosið
var um framboðslista var 2.846, þar af
1.513 karlar (53,2%) og 1.333 konur (46,8%).
Í kosningunum var fjöldi gildra atkvæða
154.899 en auðra og ógildra 10.339, 6,3%
greiddra atkvæða, sem er hærra hlutfall
en venja er. Alls voru kjörnir 512 sveitar-
stjórnarmenn á landinu öllu, 308 karlar
(60,2%) og 204 konur (39,8%). Hefur hlut-
fall kvenna af kjörnum fulltrúum aldrei
verið hærra, en það var 35,9% árið 2006.
Þjóðaratkvæðagreiðsla 20. október 2012
Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram
20. október 2012. Við kosningarnar voru
alls 236.850 á kjörskrá, 73,9% landsmanna.
Af þeim greiddu 115.890 atkvæði, 48,9%
kjósenda. Kosningaþátttaka karla var hærri
en kvenna, 49,9% á móti 47,9% hjá konum.
Í þjóðaratkvæðagreiðslunni voru greidd
atkvæði um tillögur stjórnlagaráðs að
frumvarpi til stjórnarskipunarlaga og
tiltekin álitaefni þeim tengd. Hafði Alþingi
samþykkt þingsályktunartillögu þar að
lútandi 24. maí 2012 þar sem jafnframt
var kveðið á um þær sex spurningar sem
bornar voru upp í atkvæðagreiðslunni. Gild
atkvæði voru 114.570, auðir seðlar 661 og
aðrir ógildir seðlar 659.
Úrslit atkvæðagreiðslunnar voru
mismunandi eftir spurningum en hverri
og einni spurningu var svarað jákvætt
með meirihluta gildra atkvæða á landinu í
heild. Alls töldu 73.509 kjósendur að leggja
ætti tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar
frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Sú
spurning sem flestir svöruðu með jái var
spurning um náttúruauðlindir í þjóðareign,
alls 84.760, en sú sem fæstir svöruðu með
jái var spurning um að setja ákvæði um
þjóðkirkjuna í stjórnarskrá, 58.455.
0
10
20
30
40
50
60
70
80
90
100
Alls Total Karlar Males Konur Females
%
1874 1900 1914 1931 1942 1959 1974 1991 2009
Mynd 22.1 Kosningaþátttaka í alþingiskosningum 1874–2013
Figure 22.1 General elections to the Althingi, participation 1874–2013