Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2014, Blaðsíða 8

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2014, Blaðsíða 8
8 Snjóþyngsli kosta sveitarfélög oft umtals- verða fjármuni einkum til þess að halda sam- göngum opnum þegar götur og vegir lokast en einnig vegna þess að hreinsa þarf snjó af ýmsum stöðum í umherfinu – til dæmis af bílastæðum og opnum rýmum þar sem fólk fer um. Þetta kom vel í ljós í óveðurskaflan- um sem gekk yfir landið – einkum norðan- vert í desember þegar verja þurfti allt að þremur milljónum króna til snjómoksturs á Akureyri á einum sólarhring. Nokkrum dög- um síðar brast aftur á með snjókomu og skafrenningi og lokuðust flestar leiðir þá að nýju. Samkvæmt upplýsingum frá Akureyrar- kaupstað var bæjarfélagið komið um eitt hundrað milljónum fram úr fjárhagsáætlun vegna snjómoksturs og viðhalds gatna í byrj- un vetrar og var gripið til þess ráðs á dögun- um að hækka fjárveitingu til að hreinsa snjó af götum bæjarins um 40 milljónir króna. Samkvæmt fjárhagsáætlun bæjarfélagsins fyrir árið 2014 var gert ráð fyrir um sextíu og fjórum miljónum króna í snjómokstur og hálkuvarnir fyrir árið 2014. Við það bættist fjörutíu milljóna króna aukafjárveiting þannig að ætla má að kostnaður Akureyrarbæjar vegna snjómoksturs árið 2014 sé hátt í tvö hundruð milljónir króna. Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 er gert ráð fyrir um níutíu og fjórum milljónum króna í snjómokstur og hálkuvarnir á Akureyri. Fréttir Akureyrarkaupstaður Allt að 200 milljónir króna í snjómokstur Fjöldi vinnutækja er jafnan á ferð þegar mikið snjóar, jafnt á götum Akureyrar sem annars staðar. Allt umstangið kostar mikla fjármuni. Fannfergið á Akureyri í desember var víða mjög mikið. Myndir: BB

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.