Sveitarstjórnarmál - 01.12.2014, Blaðsíða 14
14
hendi rakna til umhverfisins í staðinn vegna
þess að fleiri byggingar geti leitt af sér aukið
álag fyrir umhverfið. „Þetta getur verið í
formi gjalda en viðkomandi aðilar gætu
hugsanlega einnig kostað til einhverra
framkvæmda í nágrenni byggingarsvæðisins.
Þetta form er tíðkað bæði í Bretlandi og í
Bandaríkjunum. Þetta mál er statt þannig
núna að umhverfis- og skipulagsráð hefur
sent hvatningu og brýningu til borgarráðs að
leita lagalegra leiða til þess að gera þetta að
virku úrræði eða ákveðinni reglu.“
Vistvænir valkostir
í ferðamálum
En þá að umferðinni. Tvær kannanir; Capa-
cent og Land-ráðs, sýna að nú dregur úr
notkun einkabílsins. Aðrir samgöngumögu-
leikar og kostir eru að ryðja sér meira til rúms
en áður hefur verið.
„Þessar ferðavenjukannanir eru unnar út
frá mismunandi forsendum. Könnun Land-
ráðs miðast fremur við að mæla sjónarmið
en Capacent-könnunin mælir fremur stað-
reyndir. Þær sýna engu að síður báðar að
árangur hefur náðst í því að gefa borgar-
búum valkosti hvað ferðamáta varðar. Þar á
ég fyrst og fremst við vistvæna valkosti í
ferðamálum, hvort sem það eru almennings-
samgöngur, að fara fótgangandi eða hjólandi
og hlutfall hjólandi fólks hefur hækkað veru-
lega á skömmum tíma. Samfara þessu dregst
hlutfall þeirra sem fara allra sinna ferða á
einkabílnum saman þannig að þróunin er öll
í þá átt.“
Lífsstílsbreyting
gengur um heiminn
Hjálmar bendir á að við tökum þátt í ná-
kvæmlega sömu þróun og á sér stað í
flestum borgum austan hafs sem vestan.
Athyglisvert sé að þessi breyting komi engu
síður að vestan en frá Evrópu. „Ég held að
þetta byggist einkum á breyttum hugmynd-
um um lífsstíl sem gengur um heiminn.
Nokkrar borgir í Bandaríkjunum hafa verið
mjög leiðandi í að innleiða vistvæna ferða-
máta og eru orðnar að fyrirmynd margra
annarra bandarískra borga. Fyrir tveimur ár-
um áttum við nokkur úr umhverfis- og
skipulagsráði Reykjavíkur þess kost að fara í
boðsferð til Portland og Seattle. Þessar borgir
eru með mjög metnaðarfullar og fjármagn-
aðar áætlanir til næstu 10 til 20 ára sem allar
ganga út á að þétta borgirnar og gera þær
vistvænni, bæði hvað þjónustu og samgöng-
ur varðar. Verið er að fjölga hjólastígum
verulega og efla almenningssamgöngur.“
Skipulagsmál
Skipulag við Borgartún. Þar var reynt að skapa vistvænt umhverfi í bland við atvinuhúnsæði.
Gamli tíminn er nær en við höldum. Þessi ljósmynd er tekin á horni Skólavörðustígs og Bergstaðastrætis fyrir
jólin 1963. Gömlu húsin hafa vikið og önnur nokkru stærri komið í staðinn. Bíllinn á myndinni mun vera af
gerðinni Ford Taunus 12 M, þýskrar ættar en þeir voru vinsælir á þessum tíma. Á horninu er Kaffifélagið nú;
lítill kaffibar sem er orðinn morgunsamastaður margra þekktra manna í þjóðfélaginu.