Sveitarstjórnarmál - 01.12.2014, Blaðsíða 11
Íbúum á norðanverðum Vestfjörðum fækkaði
um rúm 23% á árunum 1994 til 2011. Mikil
fækkun varð í aldurshópnum undir 39 ára.
Karlar eru fleiri en konur í öllum aldurshóp-
um nema 60 ára og eldri. Rannsóknir og
menntun standa sterkt á Ísafirði, og á Vest-
fjörðum eru alls 24 starfsstöðvar þekkingar-
setra. Þetta kemur fram í samantekt Byggða-
stofnunar um byggðir með langvarandi fólks-
fækkun árið 2012.
Meginniðurstöður samantektarinnar á
sunnanverðum Vestfjörðum var eftirfarandi:
Fólksfækkun á sunnanverðum Vestfjörðum;
Vesturbyggð og Tálknafirði, var 32% á árun-
um 1994 til 2011. Á sama tíma fækkaði um
rúm 22% í Reykhólahreppi.
Mun meiri fækkun er í dreifbýli en þétt-
býli. Í þéttbýli fækkaði mest um 45% á Bíldu-
dal á tímabilinu. Íbúum undir tvítugu fækk-
aði um meira en helming og í aldursflokkn-
um 20 til 39 ára fækkaði um nær 40% á
tímabilinu í Vesturbyggð og Tálknafjarðar-
hreppi.
Karlar eru fleiri en konur, sérstaklega í
aldurshópnum 20 til 39 ára. Þá má geta þess
að hlutfall erlendra ríkisborgara er hærra á
Vestfjörðum en landsmeðaltal eða 9%. Á
sunnanverðum Vestfjörðum er hlutfallið hins
vegar 13%. Á norðanverðum Vestfjörðum er
staðan þannig að íbúum á Ströndum fækk-
aði um 20 til 50% á tímabilinu 1994 til 2011,
mest í Árneshreppi. Mest er fækkunin í
yngstu aldurshópunum eða 40 ára og yngri.
Karlar eru fleiri en konur, sérstaklega í eldri
aldurshópunum, sem er öfugt við önnur
svæði.
Sam band
ís lenskra sveit ar fé laga
send ir sveit ar stjórn ar mönn um
og starfsmönnum sveitarfélaga
bestu óskir um farsælt nýtt ár.
Vestfirðingum hefur fækkað
um 23% á 17 árum
Frá höfninni á Patreksfirði í Vesturbyggð. Þar hefur dæmið snúist við að undanförnu og fólki er tekið að fjölga.