Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2014, Blaðsíða 10

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2014, Blaðsíða 10
10 Fræðsluráð Vestmannaeyjabæjar hefur lagt fram nýja framtíðarsýn í fræðslumálum en þungamiðja hennar er að leggja meiri áherslu á læsi og stærðfræði. Lagt er til að farin verði sama leið og skólayfirvöld á Reykjanesi hafi farið. Í þeirri framtíðarsýn er áhersla lögð á læsi og stærðfræði. Markmiðið fræðsluráðs- ins er að skólar sveitarfélagsins verði í fremsta flokki. „Hlutverk framtíðarsýnarinnar verður að skerpa á áherslum, stuðningi og aðhaldi í daglegu skólastarfi. Skerpt er á verklagi sem hefur áhrif á daglegt skólastarf,“ segir í bókun fræðsluráðsins. Fræðsluráðið telur skóla sveitarfélagsins hafa yfir að ráða hæfu og dugmiklu fagfólki, aðstöðu og búnaði til að ná settu markmiði. Ráðið telur mikilvægt að efla aðkomu skóla- skrifstofu að þessari vinnu og mikilvægt sé að samhæfa verklag og fylgja eftir sameigin- legri markmiðsetningu og mælanleika. Einnig segir að með hliðsjón af reynslu Reykjanesbæjar af innleiðingu á gæðastarfi telji ráðið mikilvægt að skólaskrifstofu verði falið aukið vægi í innleiðingu á gæðastarfi og samstarfi við skólana. Þess vegna samþykkir ráðið að fjármagn sem nemur 50% stöðu faglærðs ráðgjafa verði flutt til skólaskrif- stofu. Skristofan muni þar með einnig taka ábyrgð á aukinni stoðþjónustu svo sem inn- leiðingu á gæðastarfi sem og náms- og starfsráðgjöf. Fréttir Framtíðarsýn í fræðslumálum í Vestmannaeyjum Vestmannaeyingar hafa fundið fyrir vetrarríkinu eins og aðrir landsmenn eins og þess mynd sýnir vel. Myndir: EV Bjarni Guðmundsson til SASS Bjarni Guðmundsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) en gengið var frá ráðningu hans á stjórnarfundi samtakanna fyrir skömmu. Alls sóttu 45 um starfið en fjórir drógu umsókn sína til baka. Bjarni gegndi stöðu framkvæmdastjóra þróunar hjá RÚV frá árinu 2007 til 2014 en lét af þeim störfum sl. vor. Frá 1997 til 2007 gegndi hann starfi framkvæmdastjóra Sjónvarps og var jafnframt staðgengill útvarpsstjóra frá árinu 1998. Bjarni lauk MBA gráðu frá Edinborgarháskóla árið 1992, B. Sc-gráðu í rafmagns- tæknifræði frá Tækni- háskólanum í Óðinsvé- um árið 1985 og raf- virkjun frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1980. Áætlað er að Bjarni taki til starfa hjá SASS í janúar 2015. Bjarni Guðmundsson kemur til starfa hjá SASS í janúar. Markmið fræðsluráðs Vestmannaeyjabæjar er að skólar sveitarfélagsins verði í fremstu röð.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.