Sveitarstjórnarmál - 01.12.2014, Blaðsíða 17
17
áfram, „get ég sagt að þegar ég var að byrja
í sveitarstjórnarmálum árið 2010 lagði ég
mikla áherslu á samráð og jafnvel samein-
ingu sveitarfélaganna og hef ekki breytt um
skoðun. Þetta er sameiginlegt íbúa- og at-
vinnusvæði, sama vegakerfið og sama um-
hverfið. Þetta er í rauninni orðin ein borg og
það er styrkur höfuðborgarsvæðisins að líta á
sig sem slíka. Ég get nefnt að þegar Hafnar-
fjörður og Kópavogur eru auglýstir sem
áfangastaðir fyrir ferðamenn þá fylgir það
með að þeir tilheyri Reykjavíkursvæðinu
vegna þess að nafnið Reykjavík þykir mikil-
vægt kennileiti í hugum fólks.“
„Metró“-svæði fremur en
algjör sameining
Hjálmar segir ótrúlegt að hafa komist að því
að engar upplýsingar lágu fyrir í einu sveitar-
félagi um hvað var verið að byggja mikið í
næsta sveitarfélagi. Framkvæmdir hafi frem-
ur einkennst af blindri samkeppni en sam-
starfi og síðan hafi margir framkvæmdaaðilar
farið beint á hausinn.
„Menn verða að gæta þess að mál þróist
aldrei aftur með þessum hætti og að mínu
viti eru til margar leiðir að sameiningu. Í
Toronto í Kanada var farið í algjöra samein-
ingu þar sem fjöldamörg sveitarfélög voru
sameinuð borginni. Í dag eru mjög skiptar
skoðanir um hvort þessi sameining hafi tekist
vel til. Þarna varð árekstur tveggja menn-
ingarheima sem eiga að geta verið til hlið við
hlið; annars vegar borgarbúanna og hins
vegar íbúa dreifbýlla úthverfa og útborga. Í
Portland á vesturströnd Bandaríkjanna var
farin önnur leið og að einhverju leyti í Dan-
mörku. Þar voru gerð eins konar „Metró“-
svæði sem eiga sér sameiginlega yfirstjórn í
ákveðnum málaflokkum á borð við skipulags-
og umhverfismál, almenningssamgöngumál
og sorphirðumál sem eru komin inn í
byggðasamlögin hér. Við erum þannig búin
að taka ákveðin skref yfir í þetta „Metró“-
fyrirkomulag. Ef staða skipulagsstjóra höfuð-
borgarsvæðisins verður fest í sessi til fram-
búðar, sem ég vona að verði gert, þá er það
enn eitt skrefið. Eftir að hafa kynnt mér þessi
mál erlendis þá er ég á þeirri skoðun að við
eigum að fara þessa leið sameiningar,
Portland-leiðina en ekki Toronto-leiðina um
algjöra sameiningu,“ segir Hjálmar Sveinsson
að lokum.
Tónlistarhúsið Harpa setur mikinn svip á miðborgina. Mynd: BB.