Sveitarstjórnarmál - 01.12.2014, Blaðsíða 18
18
Að mati innanríkisráðherra ber að túlka 5.
grein laga um Kristnisjóð o.fl., þar sem segir
að sveitarfélögum kaupstaða og kauptúna sé
skylt að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur
og undanskilja þær gatnagerðargjaldi með
vísun til þjóðkirkjunnar eingöngu eða láta
sömu reglu gilda fyrir önnur trú- og lífs-
skoðunarfélög. Þetta kemur fram í svari inn-
anríkisráðherra við fyrirspurn Sigríðar
Ingibjargar Ingadóttur alþingismanns um
lóðir fyrir trú- og lífsskoðunarfélög.
Í svari ráðherra kemur fram að lög um
Kristnisjóð o.fl. vísi til hinnar íslensku þjóð-
kirkju en Kirkjuráð hefur á hendi umsjón og
stjórn sjóðsins og ber ábyrgð gagnvart kirkju-
þingi á stjórn hans. Því megi segja að ákvæði
5. gr. laganna um að sveitarfélögum sé skylt
að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur og
undanskilja þær gatnagerðargjaldi vísi til
þjóðkirkjunnar.
Hins vegar virðast mörg sveitarfélög hafa
litið svo á að á grundvelli jafnræðisreglu
stjórnarskrárinnar beri þeim einnig að leggja
til ókeypis lóðir undir sambærilegt húsnæði
annarra skráðra trúfélaga og undanskilja þær
gatnagerðargjaldi. Því til viðbótar hafa sveit-
arfélög jafnframt haft til hliðsjónar 5. gr. laga
um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, en
samkvæmt því ákvæði eru kirkjur og bæna-
hús íslensku þjóðkirkjunnar og annarra trú-
félaga og samkomuhús skráðra lífsskoðunar-
félaga, sem hlotið hafa skráningu þess ráðu-
neytis er fer með málefni þjóðkirkjunnar,
undanþegin fasteignaskatti.
Í svarinu kemur fram að ekkert sé því til
fyrirstöðu að túlka lögin með þessum hætti. Í
svarinu kemur einnig fram að brottfall
umræddrar greinar hefði þau áhrif að stofn-
kostnaður vegna byggingar nýrra kirkna
myndi hækka og við myndi bætast árleg
greiðsla fyrir lóðarleigu ef lóð er ekki í eigu
kirkjunnar. Viðbótarkostnaður myndi því fyrst
og fremst hafa áhrif á fjárhag einstakra safn-
aða sem nemur greiðslu á gatnagerðargjöld-
um og lóðarleigu.
Fréttir
Skylt að leggja kirkjunni til ókeypis lóðir
Aðstæður til kirkjubygginga eru mismunandi eftir
sveitarfélögum. Hér er Raufarhafnarkirkja.
Austurbrú, Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar,
Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga, Atvinnu-
þróunarfélag Vestfjarða, Samtök Sveitar-
félaga á Norðurlandi vestra, Samband sveitar-
félaga á Austurlandi, Markaðsstofa Vest-
fjarða, Markaðsstofa Norðurlands, Fjórðungs-
samband Vestfirðinga og Eyþing hafa undir-
ritað áskorun til stjórnvalda að beita sér taf-
arlaust fyrir breyttri stefnu hvað millilanda-
flug um Ísland varðar og opna þegar í stað
aðra gátt inn í landið.
Í áskorun þróunarfélaganna, markaðs-
skrifstofanna og landshlutasamtakanna segir
m.a. að fjölgun ferðamanna og álag á ferða-
mannastaði á sunnanverðu landinu sem og á
Keflavíkurflugvöll hafi náð þolmörkum. Í
áskorun þeirra segir að nú þegar stefnt sé að
allt að 15 milljarða uppbyggingu á Kefla-
víkurflugvelli virðist ljóst að stefna stjórn-
valda sé að byggja þar upp einu millilanda-
gátt landsins. Þetta skjóti skökku við þegar
litið er til þróunar undangenginna ára og
þeirra krafna sem heyrast í auknum mæli frá
erlendum ferðaþjónustuaðilum um aukna
fjölbreytni og valkosti í ferðum til Íslands.
Vitnað er til skýrslu Boston Consulting Group
sem unnin var fyrir ISAVIA um nauðsyn þess
að dreifa stórauknum ferðamannastraumi
um landið, samanber ferðamálaáætlun og
byggðaáætlun áranna 2014 til 2017.
Brýnt að ríkið tryggi
nauðsynlegt fjármagn
Í áskoruninni segir að stjórnvöld verði að búa
varaflugvelli Keflavíkur – á Akureyri og Egils-
stöðum – þannig úr garði að þeir uppfylli
kröfur um þjónustustig vegna aukinnar um-
ferðar, auk þess sem öryggi sjúklinga á stór-
um svæðum sé stefnt í uppnám vegna skorts
á viðhaldi flugvallarmannvirkja, eins og ný-
legt dæmi frá Alexandersflugvelli sanni. Brýnt
sé að ríkið (ISAVIA) tryggi nauðsynlegt fjár-
magn til þessara framkvæmda og móti sér
framtíðarstefnu um millilandaflugvelli.
Þeir aðilar sem að þessari ályktun standa
eru tilbúnir að taka þátt í þeirri nauðsynlegu
stefnumörkun sem þarf að eiga sér stað í
íslenskri ferðaþjónustu, ekki síst hvað varðar
aðrar fluggáttir inn í landið.
Vilja beina millilandaflugi á fleiri en einn stað
Farþegaþota frá Icelandair hefur sig til flugs frá Akureyrarflugvelli.