Sveitarstjórnarmál - 01.12.2014, Blaðsíða 15
15
Borgir eru í tísku
Hjálmar segir að þessum hugsunarhætti fylgi
að borgir séu í tísku sem og að njóta þess
sem þær hafa upp á að bjóða án þess að fara
allra sinna ferða á bíl. „Þá skiptir máli að búið
sé að búa í haginn fyrir aðra samgöngumáta
– einkum hjólreiðar. Þá er ég einkum að tala
um hjólastíga og hjóla- og göngubrýr eins og
brúna yfir Elliðaárósana sem hefur heppnast
sérstaklega vel. Við höfum átt mikilvægt og
farsælt samstarf við Vegagerðina að þessu
leyti, einkum um að gera hjólastíga meðfram
ákveðnum stofnbrautum. Nokkurn tíma tók
að fá Vegagerðina til að líta til þess að hún á
ekki bara að sinna einni tegund umferðar en
nú eru forráðamenn þar á bæ teknir að sýna
mikla framsýni í þessum málum. Það hefur
komið sér mjög vel fyrir sveitarfélögin á höf-
uðborgarsvæðinu sem lengst af voru afskipt
þegar kom að opinberum stuðningi við vega-
gerð og aðra samgöngumáta.“
Nægur tími til stefnu
Miklar umræður hafa átt sér stað að undan-
förnu um Reykjavíkurflugvöll, hvort halda
eigi honum í óbreyttu formi, gera á honum
breytingar eða leggja af flugstarfsemi á vell-
inum og finna henni annan stað til framtíðar.
Sem formaður umhverfis- og skipulagsráðs
Reykjavíkurborgar tengist Hjálmar þeirri um-
ræðu.
Hann bendir á að um mjög umdeilt mál sé
að ræða. Farið hafi af stað undirskriftasöfn-
un um það á nokkuð tilfinningalegum nótum
og að sínum dómi ekki að öllu leyti rétt
unnin. „Borgin brást þannig við þessu að
fresta fyrirhugaðri færslu flugvallarins. Sú
aðgerð átti að hefjast árið 2016 og var búin
að vera á áætlun síðastliðin 15 ár. Nú hefur
þessu verið frestað til ársins 2022 sem þýðir
að í bili er þetta mál sem ekki nokkur maður
ætti að þurfa að hafa áhyggjur af. Það eru
tvennar kosningar að minnsta kosti þar til
eitthvað fer að reyna á þetta í alvöru, árin
2018 og aftur 2022. Borgarbúar munu fá
næg tækifæri til þess að láta skoðanir sínar
varðandi skipulagsmál í ljósi, meðal annars í
kjörklefanum.“
Skipulagið gengur út á
að suðvestur-norðaustur-
brautin fari
Hjálmar segir umræðuna um suðvestur-norð-
austurbrautina svokölluðu það nýjasta í mál-
inu. Hann vitnar til skýrslu sem unnin var
1993 af hópi sem skipaður var af samgöngu-
ráðherra til að fjalla um öryggismál vegna
flugvallarins og þáverandi flugmálastjóri átti
sæti í.
„Niðurstaða hennar var að þessi þriðja
braut, eða suðvestur-norðausturbraut, ylli
ákveðinni hættu fyrir byggðina í kring og
þess vegna ætti hún að víkja. Í öllu aðal-
skipulagi og deiliskipulagi síðan þá hefur það
verið stefnan að hún færi og hún var tekin út
af aðalskipulagi árið 2007. Þá stóð til að reisa
stóra samgöngumiðstöð við Vatnsmýrina og
vegna hennar varð þessi flugbraut meðal
annars að fara.”
Hann segir umræðuna um þessa braut
vera mjög fullyrðingakennda, eins og oft vilji
verða hér á landi. „Meðal annars hefur verið
alhæft aftur og aftur að ef brautin yrði lögð
af færi lendingaröryggi á Reykjavíkurflugvelli
niður fyrir öll öryggismörk. Síðan kynnir
ISAVIA tvær viðamiklar og nákvæmar skýrsl-
ur frá færustu sérfræðingum sem við höfum
og niðurstaðan er alls ekki sú sem menn vilja
vera láta. Þótt þriðja brautin fari er lendingar-
öryggið 97% af því sem það er í dag.
Þetta er mikilvægt að hafa í huga þótt menn
geti haft þá skoðun að þriðja brautin skuli
standa. Þarna er þó komin staðreynd í mál-
inu. Reykjavíkurflugvöllur getur haft mun
meira lendingaröryggi en aðrir flugvellir á
landinu án suðvestur-norðausturbrautarinn-
ar. Staðreyndin er sú að flugvöllurinn verður
hér áfram næstu árin en þessi braut fer.“
Skipulagsstjóri
höfuðborgarsvæðisins
- Stundum er rætt um að samráð og
samkomulag skorti þegar sameiginleg skipu-
lagsmál höfuðborgarsvæðisins eru annars
vegar og bæjarstjórnir á hverjum stað horfi
sjaldnast út fyrir hreppamörk. Hvað segir for-
maður svæðisskipulagsnefndar höfuðborgar-
svæðisins og nefndarmaður í skipulagsnefnd
samtaka sveitarfélaga um þau mál?
Hjálmar segir von að margir líti svo á og
bætir við að þannig hafi þetta verið þrátt fyrir
Unnið hefur verið að því að bæta frágang umhverfisins í Reykjavík að undanförnu. Hér er unnið
að lagfæringum á tjarnarkantinum við vestanverða Reykjavíkurtjörn.