Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2014, Blaðsíða 12

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2014, Blaðsíða 12
12 Hjálmar segir ætið gott þegar vinnu við fjárhagsáætlun ljúki því þá sé búið að mynda skýran ramma fyrir komandi ár. „Eftir gerð og samþykkt fjárhagsáætlunarinnar veit ég sem formaður umhverfis- og skipulags- nefndar að til verður fjármagn til þess að fara í ýmsar nauðsynlegar framkvæmdir, hvort sem um er að ræða rekstur á götum, gerð hjólastíga, lagfæringar á gatnamótum og gangbrautum, lagfæringar á torgum og þannig mætti lengi telja.” Hann segir að haldið verði áfram með hverfaskipulagið á næsta ári. „Ætlunin er að ljúka við gerð hverfisskipulags fyrir fimm borgarhluta sem verður mjög mikilvæg vinna. Ég hlakka til hennar vegna þess að hún gengur mikið út á að gera hverfin sjálf- bærari með því að færa þjónustuna aftur inn í þau.“ Hátt í 450 nýjar íbúðir í Holtunum En víkjum þá að húsnæðismálum. Hjálmar segir mörg spennandi uppbyggingarverkefni í Reykjavík. „Við getum byrjað á hinni svo- kölluðu Vogabyggð inni við Elliðaárósa þar sem fyrirhugað er að byggja blandað íbúða- svæði. Nú er búið að greina að í fyllingu tím- ans gætu byggst um 1.100 íbúðir þar og ef miðað er við 2,4 íbúa á íbúð þá gæti risið þarna allt að 2.500 manna byggðarlag.” Hann segir þetta fyrsta stóra verkefnið sem farið verður í en síðan muni snemma á næsta ári ljúka stórum uppbyggingarverkefn- um og góðum þéttingarverkefnum. „Þá er ég að tala um Hampiðjureitinn við Stakkholt þar sem 130 íbúðir eru að verða tilbúnar og síðan er Búseti að vinna af fullum krafti að byggingu um 210 íbúða við Einholt og Þver- holt þar skammt frá. Einnig er hafin bygging 100 stúdentaíbúða við Brautarholt. Þarna eru hátt í 450 nýjar íbúðir neðst í Holtunum fyrir ofan Laugaveg að koma í gagnið.“ Uppsöfnuð þörf fyrir húsnæði Hjálmar bendir á að þörfin hafi verið orðin uppsöfnuð og skortur á húsnæði farinn að Skipulagsmálin eru mikilvægustu mál sveitarfélaga Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykja- víkurborgar spjallar við Sveitarstjórnarmál að þessu sinni. Hjálmar er einnig formaður svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins og situr í skipulagsnefnd samtaka sveitarfélaga. Skipulagsmálin ber því óneitanlega á góma en fyrst var talinu vikið að þeim tímamótum að gengið hefur verið frá fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2015. Skipulagsmál

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.