Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2014, Blaðsíða 13

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2014, Blaðsíða 13
13 gera verulega vart við sig í borginni. Eina raunverulega leiðin til þess að húsnæðisverð lækki sé að byggja það mikið að framboðið ýti verðinu niður. Allt sé þetta unnið á frjáls- um markaði og hverjum sé heimilt að selja hús og íbúðir á því verði sem geti boðist. Hann segir mikið hafa verið rætt um fast- eignafélagið Gamma, sem eigi um 300 íbúðir en það sé ekkert mikið ef litið sé til þess að Félagsbústaðir Reykjavíkur eiga um 2.200 íbúðir. Hjálmar segir mjög algengt í nágrannalöndunum – löndum á borð við Danmörku, Svíþjóð og Þýskaland – að þar starfi stór fasteignafélög, oft með mörgum eigendum að baki sér og séu mjög stórtæk. Þau kaupi og eigi heilu húsaraðirnar en þá sé kerfið oft með þeim hætti að þessi félög fái ákveðna fyrirgreiðslu frá hinu opinbera ef þau skuldbinda sig til þess að vera með ákveðið hlutfall íbúða á félagslegum forsend- um þannig að þær íbúðir séu leigðar undir ákveðnu verðþaki. „Félögin eru skuldbundin gegn fyrir- greiðslu að bjóða þennan kost í 20 til 30 ár frá byggingu. Þetta er aðferð sem notuð er til þess að alltaf verði eitthvert hlutfall af íbúð- um sem séu viðráðanlegar fyrir fólk með meðal- og minni tekjur, bæði til þess að leigja og hugsanlega að kaupa. Fyrir þessu er hefð víða erlendis en er ef til vill svolítið fram- andi fyrir okkur.“ Byggingaraðilar greiði fyrir aukið byggingarými Fyrir skömmu kom til umræðu hvort rétt væri að láta byggingaraðila greiða gjald fyrir leyfi til þess að auka við byggingar á tilteknum reitum. Hjálmar hefur verið talsmaður þess að skoða þessa hugmynd með jákvæðu hug- arfari. „Já, ég hef verið að ræða þetta. Við fram- fylgjum ákveðinni þéttingarstefnu sem hefur þó alveg skýr mörk, til dæmis að ekki verði ráðist í of háar byggingar. Í vinnu við þetta verkefni hafa borgaryfirvöld komist að því að til bóta getur verið að auka við byggingar innan tiltekinna reita. Með því að gera það er í rauninni verið að færa handhafa lóðar eða byggingareits ígildi mikilla verðmæta. Líklegt er að handhafi slíkra verðmæta geti selt þau nær samstundis. Í raun getur verið um að ræða verðmætaaukningu upp á 100 milljónir króna, svo svolítið ýkt dæmi sé tekið sem getur þó rauninni sagt til um hvað er verið að ræða.“ Hjálmar segir að góðar og gildar ástæður geti legið til þess að auka byggingarheimildir en þeir sem þess njóta láti þá eitthvað af Kannanir sýna að ferðavenjur eru að breytast og að árangur hefur náðst í því að gefa borgarbúum valkosti hvað ferðamáta varðar. Fleiri ferðast nú á reiðhjólum en áður. Landakotstúnið og nánasta umhverfi í Reykjavík. Myndin sýnir hvernig borgin byggðist fyrir og um miðbik síðustu aldar. Þriggja hæða hús setja mikinn svip á byggðina.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.