Fréttablaðið - 28.05.2018, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 28.05.2018, Blaðsíða 2
Veður Vestan kaldi og dálítil væta í upphafi dags, en styttir síðan upp og rofar til. Væntanlega verður sólríkast og hlýjast á Austfjörðum og Suðaustur- landi. SJÁ SÍÐU 20 l Hekkklippur l Keðjusagir l Sláttuorf l Grasklippur l Greinaklippur l Blásarar RAFHLÖÐUGARÐVERKFÆRI Nota sömu rafhlöður og önnur Makita 18 V rafhlöðuverk færi. ÞÓR FH Akureyri: Baldursnesi 8 603 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is Karlmaður á sjötugsaldri lést eftir að eldur kom upp á svölum íbúðar fjölbýlishúss í Gullsmára á laugardagskvöld. Maður og kona voru í íbúðinni og voru þau bæði flutt á sjúkrahús. Óskað var eftir aðstoð Rauða krossins vegna íbúa í húsinu sem kynnu að þurfa aðstoð. FRETTABLAÐIÐ/EYÞÓR UMHVERFISMÁL „Við erum ekkert farnir að skoða hvort við förum með málið lengra,“ svarar Helgi Héðins- son, einn landeigenda á Geiteyjar- strönd, en þeir ekki fá að hefja far- þegasiglingar á Mývatni á tuttugu manna rafmagnsbáti. Umhverfisstofnun synjaði land- eigendunum um leyfi fyrir raf- magnsbátnum vorið 2016. Var starf- semin talin geta haft truflandi áhrif á fuglalíf auk þess sem svæðið væri undir miklu álagi og á rauðum lista Umhverfisstofnunar, meðal annars vegna ágangs ferðamanna. Synjun- inni var skotið til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem hafnaði því að ógilda ákvörðun Umhverfisstofnunar. „Það eru tvö ár síðan við lögðum þessa kæru fram og höfum ekki verið að velta málinu mikið fyrir okkur síðan en töldum mikilvægt að fá úrskurð,“ segir Helgi sem kveður eigendur Geiteyjarstrandar ekki hafa lagt í neinn sérstakan kostn- að vegna málsins enda sé staða Mývatns þannig að ávallt þurfi að leita til Umhverfisstofnunar varð- andi slíka starfsemi. Helgi undirstrikar að ekki hafi verið um að ræða viðskiptasjónar- mið af hálfu landeigenda heldur fyrst og fremst tímabundið tilrauna- verkefni í samstarfi við Náttúrurann- sóknastöðina, Umhverfisstofnun og veiðifélagið og í þágu þeirra sem ekki eigi þess kost að fara út á Mývatn. „Að fara út á Mývatn er einstök upplifun sem afar erfitt er að lýsa. Það sem vakir fyrir okkur er fyrst og fremst að geta boðið fólki að kynn- ast vatninu með ábyrgum hætti,“ segir Helgi og minnir á að ætlunin hafi verið að bjóða siglingu á hljóð- lausum rafmagnsbáti. „Veiðibændur við Mývatn líta ekki á þetta sem fyrirtæki heldur meira að fólk geti haft tækifæri til að kynnast fuglalífinu og kyrrðinni sem ríkir á vatninu. Þú getur örugglega talið á fingrum þér hvað þú þekkir marga sem hafa farið út á Mývatn.“ Silungsveiði hefur lengi verið stunduð í Mývatni og þar er eggja- taka. „Allar hefðbundnar fiskveiðar og meira að segja Náttúrurann- sóknastöðin notast við tvígengis- mótora. Við veltum því fyrir okkur hvort það geti ekki verið ábyrgari nýting að njóta þess með því að fara út á vatn í hljóðlausum bát,“ segir Helgi. „Á sama tíma er Umhverfis- stofnun að byggja upp göngustíga meðfram vatnsbakkanum og ég sé eiginlega ekki eðlismuninn.“ gar@frettabladid.is Bændur vildu kynna fólki náttúru Mývatns Bændur við Geiteyjarströnd vildu bjóða farþegasiglingar á Mývatni á rafmagns- báti en fá ekki eftir úrskurð í tveggja ára kærumáli. Ástæðan er verndun fuglalífs og ágangur ferðamanna. Vildu leyfa fólki að kynnast vatninu af ábyrgð. Silungsveiði hefur glæðst í Mývatni síðustu ár eftir mikla ládeyðu um hríð. FRÉTTABLAÐIÐ/BBH Þú getur örugglega talið á fingrum þér hvað þú þekkir marga sem hafa farið út á Mývatn. Helgi Héðinsson á Geiteyjarströnd DÓMSMÁL Guðmundar- og Geir- finnsmál eru komin á dagskrá Hæstaréttar. Munnlegur málflutn- ingur verður 13. september næst- komandi en dóminn skipa Þorgeir Örlygsson, Greta Baldursdóttir, Helgi I. Jónsson, Ólafur Börkur Þor- valdsson og Viðar Már Matthíasson. Endurupptökunefnd féllst í fyrra á beiðnir dómfelldu um endur- upptöku manndrápsdómanna en synjaði beiðni um endurupptöku dóma fyrir rangar sakargiftir. Erla Bolladóttir á því ekki aðild að mál- inu, ein hinna dómfelldu. Davíð Þór Björgvinsson sækir málið af hálfu ákæruvaldsins en hann gerir kröfu um að hin dóm- felldu verði sýknuð. – aá Geirfinnsmál sett á dagskrá Eldsvoði í Gullsmára í Kópavogi KOSNINGAR Atkvæði verða talin á nýjan leik í Hafnarfirði í dag, að beiðni Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Lítið þurfti til að Samfylk- ingin fengi sinn þriðja mann inn í bæjarstjórn og enn minna að Vinstri græn næðu oddvita sínum inn, eða tíu atkvæðum hjá Samfylkingu og fimm hjá VG. Þórdís Bjarnadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Hafnarfirði, stað- festir að endurtalningin hafi verið samþykkt og að hún muni hefjast klukkan 17 í dag. Átta manns hafa verið fengnir til verksins og gert er ráð fyrir að talning muni taka þrjár til fjórar klukkustundir. Sjálfstæðisflokkurinn vann sigur í sveitarstjórnarkosningunum í Hafn- arfirði á laugardaginn. Flokkurinn hlaut 33,7 prósent atkvæða og fimm menn kjörna. Samfylkingin fékk tvo bæjarfull- trúa með sín 20 prósent. Þá fengu Framsóknarflokkurinn, Miðflokk- urinn, Bæjarlistinn og Viðreisn öll einn mann kjörinn. – sks Atkvæði verða talin að nýju BRETLAND Markvörður Liverpool, Loris Karius, hefur fengið morð- hótanir og hótanir um ofbeldi á samfélagsmiðlunum eftir hræði- lega frammistöðu hans í úrslitaleik Liverpool og Real Madrid á laugar- daginn. Liverpool tapaði leiknum 3-1. Fréttastofa Sky greindi frá. Karius grét að leik loknum. Hann viðurkenndi mistök sín og bað aðdáendur innilega afsökunar á að hafa brugðist þeim og liðinu. Nokkrir aðdáendur Liverpool hafa komið Karius til varnar og for- dæma hótanir í hans garð. „Fólkið sem er að tísta um Loris Krius og segjast vona að hann deyi er ekki Liverpool-aðdáendur. Það eru ógeðslegar manneskjur.“ – jhh Líflátshótanir eftir leikinn Nokkrir aðdáendur Liverpool hafa komið Karius til varnar. 2 8 . M A Í 2 0 1 8 M Á N U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 8 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :2 9 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F E C -0 0 5 4 1 F E B -F F 1 8 1 F E B -F D D C 1 F E B -F C A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 2 7 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.