Fréttablaðið - 28.05.2018, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 28.05.2018, Blaðsíða 4
SUMARTILBOÐ Á LONGITUDE TILBOÐSVERÐ 5.690.000 KR. LISTAVERÐ 6.390.000 KR. TAKMARKAÐ MAGN BÍLA Í BOÐI. ALVÖRU JEPPI - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF UMBOÐSAÐILI JEEP Á ÍSLANDI - ÞVERHOLTI 6 - 270 MOSFELLSBÆR- SÍMI: 534 4433 WWW.JEEP.IS - WWW.ISBAND.IS - ISBAND@ISBAND.IS - OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 - LAUGARDAGA 12-16 6, 13 % 4,58% 8,1 6% 30,77 % 4,25% 6, 37 %6, 13 % 7,7 3% 25,88% n Aðrir flokkar* n Viðreisn n Sjálfstæðisflokkurinn n Flokkur fólksins n Sósíalistaflokkurinn n Miðflokkurinn n Píratar n Samfylkingin n Vinstri græn ✿ Borgarstjórn Reykjavíkur 2018 - 2022 C Þórdís Lóa Þórhallsdóttir C Pawel Bartoszek D Eyþór Arnalds D Hildur Björnsdóttir D Valgerður Sigurðardóttir D Egill Þór Jónsson D Marta Guðjónsdóttir D Katrín Atladóttir D Örn Þórðarson D Björn Gíslason F Kolbrún Baldursdóttir J Sanna Magdalena Mörtudóttir M Vigdís Hauksdóttir P Dóra Björt Guðjónsdóttir P Sigurbjörg Ósk Haraldsdóttir S Dagur B. Eggertsson S Heiða Björg Hilmisdóttir S Skúli Helgason S Kristín Soffía Jónsdóttir S Hjálmar Sveinsson S Sabine Leskopf S Guðrún Ögmundsdóttir V Líf Magneudóttir *Framsóknarflokkurinn, Íslenska þjóðfylkingin, Höfuðborgarlistinn, Kvennahreyfingin, Borgin okkar - Reykjavík, Alþýðufylkingin, Karlalistinn og Frelsisflokkurinn Fleiri konur en nokkru sinni fyrr náðu kjöri til sveitarstjórna í kosn- ingum helgarinnar. Konur eru nú um 47 prósent sveitarstjórnar- manna en voru um 44 prósent fyrir fjórum árum. Katrín Björg Ríkarðsdóttir, fram- kvæmdastjóri Jafnréttisstofu, er að vonum ánægð ef hlutfall kynjanna er að jafnast enn frekar í sveitar- stjórnum landsins. „Samkvæmt fyrstu skoðun virðist vera að draga saman með kynjunum en það er afar jákvætt að heildar- hlutfallið er að jafnast. Þetta er því að þokast í rétta átt,“ segir Katrín Björg. „Hins vegar munum við fara ítarlega ofan í þessar tölur og skoða hvernig þetta lítur út í hverju sveit- arfélagi fyrir sig. Kynjaskiptingin er auðvitað mismunandi eftir sveitar- félögunum.“ Katrín segir jafna stöðu kynjanna innan sveitarfélaga auðvitað æski- lega. „Þó við séum auðvitað ánægð með þetta munum við einnig skoða stöðu sveitarstjóra vítt og breitt um landið. Þar er heilmikið sem þarf að horfa til en einn af hverjum fjórum sveitarstjórum á síðasta kjörtíma- bili var kona. Það verður að segjast að það hlutfall er ekki eins ákjósan- legt og hlutfall kvenna inni í sveitar- stjórnunum sjálfum,“ bætir Katrín Björg við. – sa Konur styrkja stöðu sína í sveitarstjórnum víðs vegar um land Viðræður um myndun nýs meiri- hluta í Árborg án aðkomu Sjálfstæð- isflokksins eru hafnar. Frá þessu var greint í tilkynningu til fjölmiðla. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði hrein- um meirihluta sínum í gær og hefur nú fjóra kjörna fulltrúa í stað fimm áður. Samfylkingin fékk tvo kjörna, Framsókn og óháðir, Áfram Árborg og Miðflokkurinn fengu einn mann hvert framboð. Í tilkynningunni segir að úrslit kosninga sýni að kjósendur í Árborg hafi hafnað áframhaldandi meirihluta Sjálfstæðisflokksins og því eðlilegt að látið sé reyna á að nýr meirihluti verði myndaður án aðkomu hans. – jhh Meirihluti að fæðast í Árborg Kosningaþátttaka var ívið betri í Reykjavíkurborg en hún var fyrir fjórum árum. Hún var rétt rúm- lega 67 prósent. Í kosningunum 31. maí 2014 var kosningaþátttakan rétt tæplega 63 prósent og var um 67 prósent að meðaltali yfir landið allt. Kosningaþátttakan í sveitar- stjórnarkosningum er almennt lakari en í alþingiskosningum en í þingkosningunum haustið 2017 var hún 81,2 prósent. – jhh Fleiri kusu nú en árið 2014 Um 67 prósent kusu í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Forsvarsmenn framboð- anna telja úrslit kosninganna þýða að meirihlutanum hafi verið hafnað. Viðræður oddvita flokkanna sem náðu inn í borgarstjórn munu halda áfram í dag en óformlegar þreifingar áttu sér stað í gær. Fráfarandi meiri- hluti telur eðlilegast að sækja sér liðsstyrk til Viðreisnar og halda áfram meirihlutasamstarfi í borg- inni. Að mati aðila innan fráfarandi meirihluta er lítið sem ber í milli hjá núverandi meirihluta og borgar- stjórnarflokki Viðreisnar í flestum stóru kosningamálunum sem bar á góma í kosningabaráttunni. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, odd- viti Viðreisnar, er í afar ákjósanlegri stöðu til að mynda nýjan meirihluta og hefur í raun flest spil á hendi sér eins og staðan er núna. Sjálfstæðisflokkurinn er aftur stærsti flokkurinn í borgarstjórn eftir þessar kosningar, hlaut yfir þrjátíu prósenta fylgi og átta borgar- fulltrúa kjörna. Ætli Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar að komast í meirihluta í borgarstjórn þarf hann á liðsinni Viðreisnar að halda og gæti því þurft að gefa mikið eftir í viðræðum við Viðreisn. Það sem kemur þó helst í veg fyrir þann meirihluta, að mati heim- ildarmanna Fréttablaðsins, er sú staða að hugmyndir Viðreisnar og Miðflokksins eru algjörlega á önd- verðum meiði þegar kemur að fram- tíðarþróun borgarinnar í skipulags- og samgöngumálum. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræðum við viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri, segir stöðu Viðreisnar vera afar góða. „Samfylkingin er að tapa fylgi í kosningunum og kemur kannski ögn særð út úr þessum kosningum. Því yrði það erfitt fyrir Samfylkinguna að setja einhverja afarkosti um að flokkurinn haldi Meirihlutaviðræður oddvita í Reykjavík gætu hafist í dag Fráfarandi meirihluti Samfylkingar, VG og Pírata kappkostar að fá Viðreisn til fylgilags við sig á komandi kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn er í þrengri stöðu við myndun meirihluta þrátt fyrir að vera stærsti flokkurinn. Prófessor í stjórnmálafræði segir ekki útilokað að Samfylkingin láti stól borgarstjóra frá sér. stóli borgarstjóra,“ segir Grétar. „Það verður áhugavert að sjá hvernig spilast úr þessu á næstu dögum en málefnalega sýnist manni svona í grófum dráttum að Viðreisn ætti auðveldara með að samsama sig þeim meirihluta sem var við völd á síðasta kjörtímabili.“ Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík, má þakka fjölgun borgarfulltrúa úr 15 í 23 að hún hafi náð kjöri inn í borgar- stjórn. Líf er sextándi borgarfulltrú- inn í Reykjavík og hefði ekki náð inn í borgarstjórn væru borgarfulltrúar en 15 talsins. VG hlaut ekki góða kosningu í sveitarstjórnarkosningum laugar- dagsins og missti til að mynda full- trúa sína í Hafnarfirði og í Kópavogi. Einnig má nefna að flokkurinn náði ekki að manna framboð í kosning- unum á Akranesi. Grétar telur aftur á móti að þessar kosningar muni ekki hafa mikil áhrif á flokkinn í ríkisstjórnarsamstarfi við Framsókn og Sjálfstæðisflokk. sveinn@frettabladid.is 60 þúsund manns greiddu at- kvæði í Reykjavík í kosning- unum á laugardaginn. Borgarfulltrúi VG má þakka fjölgun borgarfulltrúa að flokkurinn hafi náð einum fulltrúa inn. SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2018 Konur eru nú um 47 prósent sveitastjórnar- manna, en voru 44 prósent. 2 8 . M A Í 2 0 1 8 M Á N U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 8 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :2 9 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F E C -1 4 1 4 1 F E C -1 2 D 8 1 F E C -1 1 9 C 1 F E C -1 0 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 2 7 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.