Fréttablaðið - 28.05.2018, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 28.05.2018, Blaðsíða 37
 Keflavík - ÍBV 1-3 0-1 Sindri Snær Magnússon (18.), 0-2 Sigurður Grétar Benónýsson (69.), 1-2 Lasse Rise (72.), 1-3 Sindri Snær (89.). KR - KA 2-0 1-0 Björgvin Stefánsson (44.), 2-0 Kennie Knak Chopart (59.). Víkingur R. - Fjölnir 1-2 0-1 Þórir Guðjónsson (7.), 0-2 Almarr Ormarsson (25.), 1-2 Alex Freyr Hilmarsson (87.). Stjarnan - Grindavík 1-1 0-1 René Joensen (32.), 1-1 Guðmundur Steinn Hafsteinsson (79.). Valur - Breiðablik 2-1 0-1 Aron Bjarnason (13.), 1-1 Patrick Peder- sen (62.), 2-1 Ólafur Karl Finsen (88.). Efri Breiðablik 11 Grindavík 11 FH 10 KR 9 Fjölnir 9 Valur 9 Neðri Stjarnan 7 Fylkir 7 Víkingur R. 6 KA 5 ÍBV 5 Keflavík 2 Nýjast Pepsi-deild karla @pepsimorkin Í KVÖLD 21:15 FH - Þór/KA 1-4 0-1 Sandra Stephany Mayor Gutierrez (13.), 0-2 Arna Sif Ásgrímsdóttir (43.), 0-3 Sandra Mayor (51.), 0-4 Andrea Mist Pálsdóttir (55.), 1-4 Marjani Hing-Glover (84.). Pepsi-deild kvenna Real Madrid - Liverpool 3-1 1-0 Karim Benzema (51.), 1-1 Sadio Mane (55.), 2-1 Gareth Bale (64.), 3-1 Bale (83.). Meistaradeild Evrópu, úrslit ÍSHOKKÍ Las Vegas gengur undir hinum ýmsu nöfnum, borg synd- anna, borg ljósanna, höfuðborg veð- mála og leikvöllur Bandaríkjanna. Hingað til hefur borgin ekki haft mikil tengsl við íþróttir, þar til nú. Í miðri eyðimörkinni, þar sem 20 sentímetra snjókoma setti sam- félagið á hliðina fyrir tíu árum, er skyndilega búið að stofna íshokkí- liðið Vegas Golden Knights. Þykja þeir líklegir til að vinna Stanley-bikarinn á fyrsta ári sínu eftir stofnun enda með heima- vallarrétt í úrslitaeinvíginu gegn Washington Capitals. Er þetta í fyrsta sinn í 38 ár sem lið kemst í úrslitakeppnina í íshokkíi á fyrsta ári sínu og fyrsta sinn í fimm- tíu ár sem lið kemst í úrslitaleikinn á fyrsta ári sínu. Það er ekki aðeins í íshokkíinu sem Las Vegas er að skjótast fram á sjónarsviðið í bandarísku íþróttalífi en nýlega hófst fyrsta tímabil Las Vegas Aces í WNBA-deildinni. Þá eru tvö ár í að nýr völlur Raid- ers-manna í NFL-deildinni verði opnaður í eyðimörkinni og að þeir flytji sig um set frá Oakland yfir til Las Vegas. Hér áður fyrr höfðu eigendur liða í stóru íþróttadeildum Banda- ríkjanna áhyggjur af freistingum sem biðu leikmanna í borginni. Vandræði myndu fylgja því að leika reglulega í Las Vegas en íshokkí- liðið hefur sýnt að það er hægt að reka íþróttafélög í borg syndanna. Nýliðarnir komnir alla leið Bandaríska deildarkerfið í íþrótt- um tryggir það að þegar ný lið eru stofnuð fái þau greiðan aðgang að góðum leikmönnum til að geta teflt fram samkeppnishæfu liði. Fengu forráðamenn annarra liða að velja nokkra leikmenn í sínum herbúðum sem væru ósnertan- legir. Eftir það fengu forráðamenn Vegas Golden Knights að velja sér leikmenn úr herbúðum andstæð- inganna. Þar náðu þeir í burðarása liðs- ins og bættu svo við ungum og efnilegum leikmönnum í árlegu nýliðavali deildarinnar. Þrátt fyrir það var talið svo gott sem ómögu- legt að Golden Knights myndi fara í úrslitaleikinn á fyrsta ári sínu enda fimmtíu ár síðan lið komst í úrslitin á fyrsta ári sínu eftir stofnun. Í aðdraganda fyrsta leiks tímabilsins og fyrsta leik liðsins var framið voðaverk í borginni. Alls létust 58 manns og 851 særðist í skotárás rúmum kílómetra frá höll- inni sem Golden Knights leikur í. Gerðist það aðeins nokkrum dögum fyrir fyrsta leikinn og var athyglin skiljanlega á allt öðrum stað en á hokkívellinum í frumraun Golden Knights. Hokkíliðið sam- einaði íbúa borgarinnar með góðu gengi en níu af fyrstu tíu heimaleikj- unum unnust. Var alltaf beðið eftir því að liðinu myndi fatast flugið en því hefur tek- ist að standast öll áföll tímabilsins til þessa og skyldi engan undra að það ynni stærsta bikar bandarískra íþrótta, Stanley-bikarinn, á næstu dögum. kristinnpall@frettabladid.is Borg syndanna að breytast í íþróttaborg Las Vegas sem hefur verið þekkt fyrir sól, spilavíti, skemmtanalíf, og annað þvíumlíkt er skyndilega komin með íþróttalið í íshokkí í fremstu röð og fleiri á leiðinni. Íshokkíliðið hefur sameinað borgarbúa eftir skotárásina á síðasta ári. Leikmenn Vegas Golden Knights fagna deildarmeistaratitlinum á svellinu á dögunum en Stanley-bikarinn er skammt undan. NORDICPHOTOS/GETTY Madrídingar bera af í sterkustu keppni heims Real Madrid vann sinn 13. meistaradeildartitil um helgina með því að leggja Liverpool að velli 2-1 í úrslitaleiknum í Kænugarði. Eru Madrídingar lang sigur- sælastir í þessari keppni en AC Milan stendur þeim næst með sjö titla. Á þremur árum undir stjórn Zinedine Zidane hafa Madrídingar alltaf unnið keppnina. Hetjan Gareth Bale fagnar í forgrunni myndarinnar en í bakgrunni sést Loris Karius á grúfu stuttu eftir að hafa gert mistök sem endanlega innsigluðu sigur Madrídinga. Var þetta þrettándi meistaratitill Madrídinga. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Cristiano Ronaldo komst um helgina í fámennan en góð- mennan klúbb leikmanna sem hafa unnið Meistaradeild Evrópu og forvera hennar, Evrópukeppni meistaraliða, fimm sinnum. Var þetta fjórði meistaratitill hans með Madrídingum en hann vann einn með Manchester United. Er hann tíundi leikmaðurinn sem nær þessu merka afreki en aðeins Francisco Gento, leikmaður Real Madrid í átján ár frá 1953 til 1971, vann fleiri eða sex titla. Af þeim tíu leikmönnum sem hafa unnið fimm titla eru sjö hluti af liði Real Madrid sem vann keppnina fimm ár í röð í upphafi Evrópu- keppni meistaraliða. Ítölsku varnarmenn- irnir Alessandro Costa- curta og Paolo Maldini hjá AC Milan eru einu leik- mennirnir sem hafa unnið fimm meistaratitla með öðru félagi en Real Madrid. Nú er spurningin hvort Ronaldo ætli að gera atlögu að meti Gento og ná þeim sjötta á ferlinum en í viðtölum eftir leik virtist hann gefa til kynna að hann gæti yfirgefið félagið. – kpt Fimmti titill Ronaldo Ronaldo fagnar að hætti hússins og minnir á titlana fimm. HANDBOLTI Montpellier tryggði sér sigur í Meistaradeild Evrópu um helgina með 32-26 sigri á Nan- tes í úrslitaleiknum í Köln. Er þetta í annað sinn sem Montpellier fagnar sigri í þessari keppni og í fyrsta sinn í fimmtán ár. Er það enn eina franska liðið sem hefur unnið þessa sterkustu keppni heims en stjörnum prýtt lið PSG hefur aldrei náð að vinna þann stærsta. Ísland átti enga fulltrúa á vell- inum að þessu sinni en dómarap- arið Jónas Elíasson og Anton Gylfi Pálsson dæmdi undanúrslitaleik Vardar og Montpellier á laugar- daginn með stökustu prýði. – kpt Montpellier meistari á ný S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 17M Á N U D A G U R 2 8 . M A Í 2 0 1 8 2 8 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :2 9 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F E B -F B 6 4 1 F E B -F A 2 8 1 F E B -F 8 E C 1 F E B -F 7 B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 2 7 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.