Póstblaðið - 01.07.1920, Qupperneq 11
Holland, Italía, Noregur, Spánn að undanskildu Gibraltar, Stói'abretland og
Irland, Sviss, Svíþjóð og Þýskaland.
Burðargjald undir símaávísanir skal líma á símatilkynningarnar í frí-
merkjum, og allar símatilkynningarnar um ávisanir til útlanda skal senda
til Reykjavíkur.
VII. Póstkröfur.
1. Til innlendra póststöðva:
Hver póstkrafa má ekki vera hærri en 1000 kr. Burðargjald undir
póstkröfur er hið sama og undir póstávísanir að viðbættum 10 aurum
fyrir hverja sendingu; auk þess skal greiða venjulegt burðargjald undir
póstkröfusendingar. Burðargjaldið skal límt á póstkröfueyðublaðið í frí
merkjura, ef engin sending fylgir, annars á sendinguna eftir venjulegum
reglum.
Póstkröfu má leggja á allar póstsendingar innanlands, nema blöð og
og tímarit, sem send eru án frímerkja.
2. Til Danmerkur og Færeyja:
Hver póstkrafa má ekki vera hærri en 1000 kr.
a. Þegar póstkrafa er lögð á meðmælingarbrjef eða verðbrjef, skal ekki taka
neitt póstkröfugjald (af sendanda) en póstkröfugjaldið, sein er jafnhátt
og burðargjald undir póstávísanir að viðbættum 10 aurum í innheimtu-
gjald, er dregið frá upphæð póstkröfunnar, þegar hún er innheimt, og
póstkröfuávísunin frímerkt með því. Póstkröfur til Danmerkur og
Færeyja er að eins hægt að leggja á brjefasendingar þær, sem
ábyrgð er keypt á.
b. Þegar póstkrafa er lögð á böggulsendingu, skal taka fyrir böggulinn
venjulegt burðargjald og að sem er: auki póstkröfugjald eftir upphæðinni
fyrir upphæð alt að 15 kr. . 15 aurar
— yfir 15 — . að 25 kr. . 25 —
— 25 — . . — 100 — . 40 —
— — 100 — . . — 200 — . 55 —
— — 200. — . . — 300 — . 70 —r
— — 300 — . . — 400— . 85 —
— — 400 — . . — 500— . 100 —
— — 500 — . . — 600— . 115 —
— — 600 — . . — 700 - . 130 —
— — 700 — . . — 800 — . 145 —
— — — 800 — . . — 900— .' 160 —
— — 900 — . 3. Til annara landa. . — 1000 - . 175 —
a Þegar póstkröfur fylgja meðmælingarbrjefum og verðbrjefum, má upp-
hæð þeirra vera hin sama og fyr er sagt um póstávísanir, og skulu
þær vera stýlaðar í peningum þess lands, sem þær eiga að fara til.