Morgunblaðið - 14.10.2017, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.10.2017, Blaðsíða 16
Árlegur Urriðadans í Öxará verður í dag, laugardaginn 14. október, en þá fræðir Jóhannes Sturlaugsson hjá rannsóknafyrirtækinu Lax- fiskum gesti Þjóðgarðsins á Þing- völlum um Þingvallaurriðann. Einar Á.E. Sæmundsen, þjóð- garðsvörður á Þingvöllum, segir að kynning sem þessi hafi byrjað árið 2001 og þá hafi aðeins hópur sér- stakra áhugamanna mætt. Fjöldinn hafi síðan vaxið jafnt og þétt og síð- ustu fimm ár hafi fjöldinn iðulega verið á fjórða hundrað. Þurft hafi að stýra gestum, en það hafi gengið vel, sérstaklega í góðu veðri eins og spáð er í dag. Kynningin hefst klukkan kl. 14 og fer fram á bökkum Öxarár. Gönguferðin hefst við bílastæðið þar sem Valhöll (P5) stóð. Síðan er gengið með ánni upp undir Drekk- ingarhyl þar sem risaurriðar og aðrir minni verða skoðaðir og fjallað um lífshætti þeirra. Gert er ráð fyrir að kynningin taki um eina og hálfa klukkustund og fá gestir tækifæri til að sjá risa- urriðann í návígi og fræðast um þennan stórhöfðingja Þingvalla- vatns sem á hverju hausti gengur upp Öxará til hrygningar, eins og segir í tilkynningu á heimasíðu Þjóðgarðsins. aij@mbl.is Ljósmynd/Einar Á.E. Sæmundsen. Öxará Jóhannes Sturlaugsson með stórhöfðingja úr Þingvallavatni. Margir hafa dansað með urriðanum 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2017 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Fjöldi fólks slasast þegar farþega- skipið Víkingur sem var að koma úr útsýnisferð siglir harkalega á bryggju í Vestmannaeyjahöfn í dag. Það er lán í óláni að fjöldi björgunarsveitarmanna verður ekki langt undan og því ætti að ganga greiðlega að koma brotnum og brákuðum undir læknishendur. Raunar mun fleira ganga á aftur- fótunum; flugvél fer í sjóinn, bíl er ekið fram af brekkubrún í Stór- höfða og strákur kemur sér í sjálf- heldu í háum hömrum. Allt er samt hálfgerður skáldskapur, nema hvað þetta gefur vísbend- ingu um verkefnin á landsæfingu Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem nú stendur yfir í Eyjum. 250 þátttakendur „Landsæfingin er einn af stærstu og mikilvægustu þátt- unum í starfi björgunarsveitanna. Hingað koma nokkuð á þriðja hundrað manns víða af landinu og þannig myndast sameiginleg reynsla. Slysavarnafélagið Lands- björg er samtök sem ná til lands- ins alls og það er mikilvægt að mannskapurinn þekkist inn- byrðis,“ segir Arnór Arnórsson, formaður Björgunarfélags Vest- mannaeyja. Alls taka um 250 manns þátt í æfingunni, sem Eyjamenn bera hitann og þungann af. Af stað- háttum ræðst að æfingar við björgun á sjó eru í aðalhlutverki að þessu sinni – svo og æfingar við björgun í fjöllum og björgum. Þar henta Ystiklettur, Klif og Dalfjall einkar vel við þjálfun. „Á svona stórum æfingum eru á dagskrá tugir ólíkra verkefna þar sem reynir á ýmsa þætti. Eitt dæmið er til dæmis að leita að manni sem er á rúntinum hér inn- anbæjar en skilar sér ekki heim. Bíllinn finnst síðan yfirgefinn á nýja hrauninu austur á eyju, sem kallar á skjótar aðgerðir því mað- urinn er drykkfelldur. Allt gefur þetta vísbendingar um að eitthvað hræðilegt gæti hafa gerst,“ segir Arnór. 15 til 20 útköll á ári Í þeirri keðju sem Slysavarna- félagið Landsbjörg myndar er Björgunarfélag Vestmannaeyja. Alls eru um 90 manns á útkalls- lista þess, en um 35 til 40 manns í föstum kjarna. Útköll á ári eru 15- 20 og eru þá gjarnan til sjós þar sem björgunarskipið Þór fer á vettvang. „Aðstæður á hverjum stað ráða miklu um hver verkefni björgunar- sveita eru. Hér í Eyjum snýst allt í starfi okkar um sjóinn og klett- ana, þar sem svo mörg slys hafa orðið. Samt hefur sú breyting orð- ið að þegar sinna þarf stórum verkefnum á Suðurlandinu förum við upp á land með Herjólfi í Landeyjahöfn, enda er mannskap- urinn klár í útkall,“ segir Arnór. Mannskapurinn er klár í útkall  Landsæfing björgunarsveita í Eyjum um helgina Morgunblaðið/Ómar Garðarsson Formaðurinn Aðstæður á hverjum stað ráða miklu um hver verkefni björgunarsveita eru, segir Arnór í viðtalinu. Arnór gekk í Björgunarfélag Vest- mannaeyja fyrir tólf árum ásamt nokkrum æskufélögum sínum. Hann var kjörinn formaður félagsins á síð- asta ári. Er í krafti þeirrar stöðu gjarn- an í stjórnstöð aðgerða og annast fjarskiptin. Lundi er kallmerki Björg- unarfélags Vestmannaeyja og því heyrist stundum frá Arnóri úti á öld- um ljósvakans: Lundi – Arnór kallar. „Þetta er frábær félagsskapur og verkefnin skemmtileg. Það er gaman að geta orðið öðrum að liði, sem fólk kann líka vel að meta. Verkefnin sem sveitir Slysavarnafélagsins Lands- bjargar hafa sinnt á síðustu misserum hafa mörg hver verið mjög umfangs- mikil. Það hefur aukið skilning al- mennings á mikilvægi starfs okkar,“ segir Arnór. „Lundi – Arnór kallar“ FORMAÐURINN ER Í TALSTÖÐINNI Leit Verkefnin eru fjölbreytt. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Erfiðlega gengur að halda lífi í og fjármagna svokölluð CCS-verkefni (carbon capture and storage) í Evrópu, að sögn EuObserver, en þau eru fólgin í geymslu koltvíox- íðs frá hvers konar starfsemi þar sem losun koltvíoxíðs í andrúms- loftið er mikil. Á sama tíma hefur kolefnisbind- ing við Hellisheiðarvirkjun gengið vonum framar en sl. miðvikudag kynnti Orkuveita Reykjavíkur samstarf við svissneska fyrirtækið Climeworks, sem safnar koltvíoxíði úr andrúmslofti og Orkuveitan dælir því niður í basaltlög þar sem það binst sem grjót. „Það er rétt að mörg CCS-verkefni hafa átt undir högg að sækja í Evrópu,“ segir dr. Edda Sif Aradóttir, verk- efnastjóri Carbfix hjá Orkuveitu Reykjavíkur. „Ótti hefur skapast meðal al- mennings á leka en ólíkt okkar að- ferðum byggjast flest CCS-verk- efni á niðurdælingu koltvíoxíðs í gasformi, en reyndar við yfir- marksástand, niður í jarðskorpuna til geymslu.“ Á Hellisheiði fer hins vegar fram kolefnisbinding að sögn Eddu og geymslan því varanlegri. „Við leysum lofttegundina upp í vatni og því í raun bara um nið- urdælingu vatns að ræða með upp- leystu gasi, í raun eins og sóda- vatn. Við þurfum því ekki að hafa áhyggjur af leka enda kemur vatn- ið ekki upp. Jafnframt hvarfast koltvíoxíð við basaltjarðlögin og myndar þannig fast efni sem verð- ur hluti af berginu.“ Þótt Edda segist ekki vita til þess að koltvíoxíð hafi sloppið eftir niðurdælingu sé hættan vissulega alltaf til staðar þegar því er dælt niður í gasformi. Íslenska aðferðin þykir því spennandi en nýjum 2,2 milljóna evra styrk frá Evrópusambandinu til Carbfix og Climeworks verður varið í rannsóknir á niðurdælingu koltvíoxíðs í jarðlög undir hafs- botni með samskonar aðferð og gert er á Hellisheiði. Horft til Íslands við bindingu CO2  Aðferðir við niðurdælingu koltvíoxíðs í gasformi valda ótta víða í Evrópu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.