Morgunblaðið - 14.10.2017, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.10.2017, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2017 TILVONANDI ALl>INGISMENN OG ADRIR SEM MALID VARDAR: VIE UNDIRRITUD FORUM FRAM A RANNS6KN A MALEFNUM VIDSKIPTAVINA DR6MA A ARUNUM EFTIR BANKAHRUNID OG TIL DAGSINS i DAG. l>AD VERDUR ENGINN FRIDUR i LANDINU FYRR EN l>ESSI OMURLEGU MAL ERU KOMIN UPP A YFIRBORDID. SYNUM ABYRGE>: GONGUHOPURINN HEILBRIGD SKYNSEMI ÁSKORUN! Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsend- ar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höf- unda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbein- ingar fylgja hverju þrepi í skráning- arferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Nánari upplýsingar veitir starfs- fólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Bílar Sala á kindakjöti hefur víða dregist saman. Fyrir því eru margar ástæður. Það hafa orðið gríðarlegar tækniframfarir í korn- rækt, vélvæðing, kornafbrigði geta nýtt sér köfnunarefnis- áburð í stærri skömmtun en áður, úðun með illgresiseyði og skordýraeitri. Þetta hefur margfaldað uppskeruna. Þar fyrir utan er kornrækt styrkt mikið bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Í dag eru sláturdýr fóðruð að stórum hluta á korni og sojabaun- um. Kjúklingar og svín henta sér- staklega vel í þessa iðnaðarfram- leiðslu en nautakjöt er líka mikið framleitt á þessu fóðri. Þessari iðn- aðarframleiðslu fylgja ýmsar hlið- arverkanir, eins og mikil notkun sýklalyfja og mengun. Grunnvatn mengast og til dæmist mældist í Danmörku skordýraeitur yfir hættumörkum í leikskólabörnum. Enginn er óhultur, þingmenn í Danmörku höfðu líka eiturefni í þvaginu. Danir eru fyrirmyndar- þjóð. Víða annars staðar gilda ekki jafn ströng lög, og það sem er enn verra er að eftirlitsaðilar hafa til- hneigingu til að hylma yfir með stórum hagsmunaaðilum. Íslenskt kindakjöt er úrvalsvara. Það er fyrst og fremst framleitt með beit en þannig framleiðsla verður dýr- ari. Eðalkalkúnn kostaði 3,5 sinn- um meira en verksmiðjukalkúnn á jólamarkaðinum í London. Öfl sem leggja aðaláherslu á verð og hin sem leggja áherslu á gæðin togast á. Á und- anförnum árum hefur neysla á ódýru iðn- aðarkjöti aukist. Nýlegur búvöru- samningur er ekki or- sök þeirra erfiðleika sem við blasa og veru- legar líkur eru á að hann geti aukið vand- ann, í það minnsta torveldað að leysa hann. Jafn fráleitt og það virðist vilja stjórnvöld kaupa bændur frá búskap á sama tíma og líkur eru á að aðrir auki framleiðsl- una í von um aukna styrki handan við nokkur mögur ár. Núverandi tillögur landbúnaðarráðherra hafa sumt sem þarf en munu ekki leysa vandann. Útflutningsskylda og nú- verandi búvörusamningur væru eitruð blanda. Í Hálöndum Skotlands fá fjár- bændur styrki enda eðlilegt að fyrst kornrækt til kjötframleiðslu er styrkt sé önnur kjötframleiðsla það líka. Núna eru styrkirnir á hektara beitilands, eða í raun styrkir á bú með engri fram- leiðsluskyldu. Með þessu fyrir- komulagi gera bændur út á mark- aðinn, ekki styrkina. Ekki er hægt að selja kvótann frá jörðunum eins og hægt var hér. Jarðirnar verða þannig einhvers virði til búskapar. Bændum í Skotlandi standa líka til boða rausnarlegir styrkir, bæði til að koma upp náttúruskógum og skógum til timburframleiðslu. Verðið á Bretlandseyjum ræðst af uppboðsmörkuðum á lifandi fé. Hér er lítill áhugi meðal bænda á þannig mörkuðum, enn minni hjá sláturhúsum og minnstur hjá kaup- mönnum. Við gætum látið meðal- markaðsverð á Bretlandseyjum vera lágmarksverð til bænda hér. Þá ætti verð á kíló af kjöti til bænda að vera nærri 650 krónur og borgað samdægurs. Verð á full- orðnum ám til slátrunar er yfir 6.500 krónur en á Íslandi 2.700. Hér á landi virðist vera regla að í hvert sinn sem hnífnum er lyft tapa bændur. Ef verslun þarf meiri álagningu, og sláturhús og kjöt- vinnslur eru dýrari hér, gengur ekki að sækja þann kostnað í launalið bænda. Oft eru aðföng 50- 100% dýrari hér en á Bretlandi. Það er frábær árangur ef við get- um framleitt á sama verði og þeir. Það var fyrir nokkrum árum að forstjórar stórra verslanakeðja í Bretlandi gáfu út að þótt þeir hefðu möguleika á að pína niður verð á innlendum landbúnaðar- vörum væri það hvorki í þágu þeirra né neytenda. Bændur yrðu að hafa fyrir kostnaði og laun eins og aðrir. Lausn vandans hlýtur að liggja í að festa styrkinn næstu árin við jarðirnar svipað og gert er í Skot- landi. Hann yrði óháður fram- leiðslu, meðan verð til bænda fer ekki upp fyrir markaðsverð (í Bretlandi) en með búsetuskyldu. Það væri nokkurs konar sjálfstýr- ing og bændum í sjálfsvald sett hvort þeir framleiði eða ekki. Þó ættu bændur ekki að hafa leyfi til að fjölga nema Landgræðslan votti að þeir hafi land til þess, svipað og hefur gilt í Nýja-Sjálandi. Það yrðu að vera fyrningar- og endur- úthlutunarákvæði í reglunum sem meðal annars miðuðust við land- gæði. Mjög víða er land ekki að skila þeirri uppskeru sem væri eðlileg miðað við aðstæður. Ef samhliða kæmu styrkir til land- græðslu og skógræktar myndu all- ir græða. Betra land með fastri bú- setu býður upp á mikla möguleika ef við hugsum til lengri tíma. Sú niðurlæging sem við sauð- fjárbændur upplifum núna er manngerð og það má vel færa til betri vegar án þess að auka útgjöld ríkisins verulega, nema þá helst til landgræðslu og skógræktar. Það eru möguleikar á að auka kinda- kjötssölu til lengri tíma litið, en það verður að vera á verði sem skilar bændum markaðsverði. Á erlendum mörkuðum er yfirleitt borgað miklu hærra verð fyrir ferskt kjöt en frosið. Tæknilega er ekkert því til fyrirstöðu að flytja kælt kjöt með skipum. Það er nauðsynlegt að minnka framleiðsl- una og sækja svo fram án þess að vera með birgðir af útsölukjöti á herðunum. Bæði samningamenn ríkisins og bænda héldu því fram að nýi búvörusamningurinn myndi leiða bændur inn á torg tækifær- anna, en það er og verður ekki raunin. Eftir Gunnar Einarsson » Það manngerða um- hverfi sem sauð- fjárræktinni hefur verið skapað er að keyra hana í þrot. Verð til bænda er orðið miklu lægra en í nágrannalöndunum. Gunnar Einarsson Höfundur er sauðfjárbóndi í Núpasveit. Á torgi tækifæranna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.