Morgunblaðið - 14.10.2017, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 14.10.2017, Blaðsíða 48
48 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2017 Signý Ingvadóttir ætlar að bjóða ættingjum og vinum í veisluheim til sín í kvöld í tilefni þess að hún á 40 ára afmæli í dag.„Svo ætla ég að toppa afmælið með því að fara til Tenerife um næstu helgi.“ Hún fer þangað með manni sínum og vinum en þetta verður í þriðja sinn sem hún fer til Tenerife. „Ég held yfirleitt upp á afmælið og fjölskyldan kíkir í heimsókn. Svo er ég dugleg að halda partí þegar fimmurnar og tíurnar eru, mér finnst alltaf gaman að hafa pínu partí. Ég leigði sal þegar ég varð þrí- tug og það var stór veisla og stóð lengi fram eftir.“ Signý er fædd og uppalin á Höfn í Hornafirði og hefur búið þar alla tíð. Hún ber út póstinn þar og er einnig í námi í Framhaldsskóla Aust- ur-Skaftafellssýslu. „Ég er búin að vinna hjá Póstinum í tvö ár, það er fínt. Ég fæ hreyfingu á hverjum degi og vinnutíminn er ágætur til að geta stundað námið með. Þar áður vann ég í ellefu ár í grunnskól- anum sem stuðningsfulltrúi og á bókasafninu. Þegar blaðamaður sló á þráðinn til Signýjar var hún á fullu við smíðar, en hún var að setja upp eldhúsinnréttingu fyrir systur sína. „Svo hef ég verið að parketleggja, maður verður að redda sér í öllu svona. Ég prjóna líka þegar ég hef tíma.“ Signý er ritari í fimleika- deild Sindra, en dóttir hennar er í fimleikum, og svo er Signý í slysa- varnadeildinni Framtíðinni. Eiginmaður Signýjar er Einar Stefán Aðalbjörnsson, sjómaður á Skinney SF-20, og börn þeirra eru Alexander Alvin 22 ára, Óttar Már 19 ára og Nína Ingibjörg 11 ára. Hornfirðingurinn Signý heldur afmælisboð í kvöld. Dugleg að halda upp á afmælin Signý Ingvadóttir er fertug í dag E inar Jón Pálsson fædd- ist í Keflavík 14.10. 1967 en ólst upp hjá móðurömmu og afa í Garðinum, þeim Ingvari og Jónu á Bjargi. Einar Jón hefur búið í Garðinum stærstan hluta ævinnar, ef frá eru talin sex ár í Reykjanesbæ og fjögur ár í Danmörku. „Uppeldisárin í Garðinum voru gædd ást og hlýju. Börn afa og ömmu voru uppkomin og ég var því svolítið dekurbarn. Afi og amma voru samrýnd, regla á hlutunum og heimilislífið eins og best verður á kosið. Amma sá um uppeldið og að drengurinn lærði heima, en Ingvar afi var handlaginn og kenndi mér að bjarga mér þegar kom að smíðum, viðhaldi og viðgerðum. Hann kenndi mér á bíl, að leita kríueggja og leita fanga í fjörunni. Þegar ég síðar byggði húsið okkar frá grunni, með góðra vina hjálp, áttaði ég mig á því hve góður skóli var fólginn í öllum hans hagnýtu leiðbeiningum.“ Einar Jón vann í fiski og rækju- vinnslu í Garðinum á sumrin og með skóla. Hann lauk sveinsprófi í raf- virkjun frá FS 1989 og meistara- námi frá sama skóla 1994. Einar Jón var rafvirki hjá Sigurði Ingvarssyni, rafverktaka í Garði, í áratug og síðan tvö ár hjá Varnarlið- inu við verkáætlanagerð. Hann fór síðan utan til náms 1996 og útskrif- aðist frá Syddansk Universitet Sønderborg í Danmörku með BSc- próf í rafmagnstæknifræði árið 2000. Eftir nám hóf Einar Jón störf hjá Kögun á Keflavíkurflugvelli. Kögun sameinaðist síðar Skýrr, nú Advania, og hefur Einar Jón séð um stjórn og rekstur Fjarskiptastöðvar- innar við Grindavík fyrir Advania frá 2006. Hann lauk síðan MBA- námi frá HÍ 2015, sem hann stundaði með vinnu. Einar Jón var hreppsnefndarmað- ur í Garðinum frá 2002, síðan bæjar- fulltrúi þar og er nú forseti bæjar- stjórnar. Hann hefur setið í fjöl- mörgum nefndum og stjórnum fyrir sveitarfélagið, bæði innan þess og í samstarfi sveitarfélaga á Suðurnesj- um og tengdum stofnunum. Hann er sjálfstæðismaður, hefur gegnt ýms- um trúnaðarstörfum fyrir flokkinn og situr í miðstjórn. Síðast en ekki síst er hann sannur Garðmaður sem vill leggja sitt af mörkum til að gera Garðinn að áhugaverðum og góðum stað að búa á. Einar Jón var formaður Íslend- Einar Jón Pálsson, forseti bæjarstjórnar í Garðinum – 50 ára Fjölskyldan Einar Jón og Hildur, eiginkona hans, með börnunum, þeim Unu Margréti og Eyþóri Inga. Víðismaður sem nýtur sín best í Garðinum Trausti Þorgeirsson og Björg Vignisdóttir gengu í hjónaband í Fríkirkjunni í Reykjavík hinn 16. júní 2017. Brúðkaup Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Guðrún Antonsdóttir lögg. fasteignasali Vantar allar stærðir og gerðir fasteigna á sölu. Núna er tækifærið ef þú vilt selja. Ég vinn fyrir þig. Hringdu núna í 697 3629 og fáðu aðstoð við að selja þína eign, hratt og vel. Ánægjuleg viðskipti er mitt loforð til þín. Ertu í söluhugleiðingum? Lágmúli 5, 108 Reykjavík | Sími 571 5800 | gudrun@garun.is | garun.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.