Morgunblaðið - 14.10.2017, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.10.2017, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2017 Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Fylgi Samfylkingarinnar hefur tvö- faldast undanfarnar tvær vikur, Vinstrihreyfingin – grænt framboð er stærsti flokkur landsins og Sjálf- stæðisflokkurinn er næststærstur. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könn- unar sem Félagsvísindastofnun Há- skóla Íslands gerði fyrir Morgun- blaðið dagana 9.-12. október. Ef gengið yrði til kosninga núna fengi VG 27,4% atkvæða og 19 þing- menn kjörna, Sjálfstæðisflokkur fengi 22,6% og 16 þingmenn og Sam- fylkingin fengi 15,3% og 11 þing- menn. Píratar mælast með 9,2% fylgi og sex þingmenn og Flokkur fólksins með 6,5% og fjóra þingmenn. Mið- flokkurinn fengi sömuleiðis fjóra þingmenn, en flokkurinn mælist með 6,4% fylgi. Framsóknarflokkurinn mælist með 5,5% og þrjá þingmenn, fylgi Viðreisnar mælist 3,4%, sem myndi ekki skila neinum þingmanni, og Björt framtíð myndi sömuleiðis ekki ná inn manni með 2,6% fylgi. Önnur framboð, sem nefnd voru í svörunum, voru Dögun, Alþýðufylk- ingin og Íslenska þjóðfylkingin, sem mælast með 0,2-0,4% fylgi. Þá svör- uðu 0,2% svarenda því til að þau myndu kjósa annan flokk eða lista. Ris, fall eða kyrrstaða Sé tekið mið af síðustu könnun Félagsvísindastofnunar fyrir viku, stendur fylgi Pírata og Framsókn- arflokksins nánast í stað og það sama má segja um Viðreisn og Bjarta framtíð. Fylgi VG er einnig svipað og í síðustu viku. Fylgi Miðflokksins og Flokks fólksins minnkar um u.þ.b. þriðjung frá því fyrir viku og fylgi Sjálfstæð- isflokksins, sem hafði dalað talsvert á milli kannana, hefur nú aukist lítil- lega frá síðustu könnun. Hástökkvari vikunnar er óumdeil- anlega Samfylkingin. Fylgi flokksins mældist 10,8% í síðustu könnun Fé- lagsvísindastofnunar fyrir Morgun- blaðið. Í vikunni þar á undan var það 7,5% og í síðustu kosningum fékk flokkurinn 5,7% atkvæða, eða um þriðjung þess fylgis sem flokkurinn mælist nú með. Munur eftir búsetu og kyni Áhugavert er að skoða hvernig at- kvæði skiptast eftir búsetu fólks. Til dæmis ætla 28% íbúa á höfuðborgar- svæðinu að kjósa VG, 25% sem þar búa ætla að kjósa Sjálfstæðisflokk- inn, en aðeins 2% íbúa höfuðborgar- svæðisins ætla að kjósa Framsókn- arflokkinn og 4% Miðflokkinn. Þegar horft er til landsbyggðar- innar horfir dæmið nokkuð öðru vísi við. Þar ætla 12% að kjósa Fram- sókn og 10% Miðflokkinn. 25% landsbyggðarinnar ætla að kjósa VG og 23% Sjálfstæðisflokk. Jafnhátt hlutfall íbúa höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar ætlar að kjósa Flokk fólksins og fylgi flokkanna á milli landsvæða er sömuleiðis áþekkt hjá Pírötum. Einungis 2% kjósenda á landsbyggðinni ætla að kjósa ann- aðhvort Viðreisn eða Bjarta framtíð. Fylgi flokkanna er býsna mismun- andi á milli karla og kvenna. 27% karla og 23% kvenna ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Fylgi Mið- flokksins er þrisvar sinnum meira meðal karla en kvenna og á móti hverjum fimm körlum sem ætla að kjósa Pírata eru tvær konur. Tvöfalt hærra hlutfall karla en kvenna ætlar að kjósa Viðreisn. Dæmið snýst svo við meðal þeirra sem ætla að kjósa VG þar sem hlutfall kvenna er rúm- lega tvöfalt á við karla. Fylgi Sam- fylkingarinnar skiptist nánast jafnt á milli karla og kvenna og það sama má segja um Flokk fólksins og Bjarta framtíð. Ýmsir möguleikar á stjórn Verði þetta niðurstöður alþingis- kosninganna 28. október verður stjórn Sjálfstæðisflokks og VG eini möguleikinn á tveggja flokka stjórn, en samtals mælast flokkarnir nú með 35 þingmenn. VG og Samfylkingin, sem samtals yrðu með 30 þingmenn, gætu til dæmis myndað þriggja flokka stjórn með Framsóknarflokknum, Mið- flokknum, Pírötum eða Flokki fólks- ins. Könnun Félagsvísindastofnunar náði til 1.000 manna netúrtaks og 1.200 símaúrtaks. Fjöldi svarenda var 1.250; 713 á neti og 537 í síma. Þátttökuhlutfall var 58%. KOSNINGAR 2017 Niðurstöður skoðanakönnunar fyrir Morgunblaðið um fylgi stjórnmálaflokkanna Könnunin var gerð dagana 9. til 12. október 2017. Eftirfarandi flokkar eða listar voru að auki nefndir á nafn í svörum þátttakenda: Alþýðufylkingin, Dögun, Íslenska þjóðfylkingin og „annar flokkur eða listi“, en allir með hverfandi fylgi. Úrtakið var 2.200 manns. Um var að ræða bæði síma- og netkönnun. Fjöldi svarenda var 1.250, sem er 58% þátttökuhlutfall. 30% 25% 20% 15% 4 6,4% Heimild: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands 0 3,5% 4 6,5% 8 11,5% 3 5,5% 7 10,5% 0 3,4% Úrslit kosninga 29. október 2016 Fylgi í % og fjöldi þingmanna Fylgi í könnunum 29. sept. og 6. október 2017 Samkvæmt könnun í dag, 14. október 2017 Fylgi í % og fjöldi þingmanna 10 14,5% 6 9,2% 3 5,7% 11 15,3% 10 15,9% 19 27,4% 21 29% 16 22,6% 4 7,2% 0 2,6% A Björtframtíð B Framsóknar-flokkur C Viðreisn D Sjálfstæðis-flokkur F Flokkurfólksins P Píratar M Miðflokkurinn S Samfylkingin V Vinstri græn 4,3% 7% 4,8% 24,3% 6,5% 11,6% 28,8% 4,6% 7,5% 10,8% 9,5% 9,1% 28,2% 2,7% 5,5% 3,1% 20,7% 9% X-S er hástökkvari vikunnar  Ný könnun sýnir að fylgi Samfylkingarinnar hefur tvöfaldast á tveimur vikum  Viðreisn og Björt framtíð mælast enn utan þings  Fylgi Framsóknar og Pírata stendur í stað  Vinstri-græn stærst „Þetta er auðvit- að langt undir þeim væntingum sem við höfum fyrir þessar kosningar,“ seg- ir Sigurður Ingi Jóhannsson, for- maður Fram- sóknarflokksins, um niðurstöður könnunarinnar. „Við gerum okkur grein fyrir því að það er mikil vinna að sækja fram við þær aðstæður sem uppi eru núna, þegar hluti flokksmanna er genginn úr flokknum. Ég vænti þess að hagur okkar muni vænkast þegar talið verður upp úr köss- unum.“ „Þetta er langt undir væntingum“ Sigurður Ingi Jóhannsson „Þetta er ánægjulegt, en þetta sýnir ekki niðurstöðu, heldur hreyf- ingu á fylgi,“ segir Logi Ein- arsson, formað- ur Samfylking- arinnar, um könnunina. „Eftir síðustu kosningar horfðum við í eigin barm og kjörnuðum stefnu okkar. Við höfum fengið til liðs við okk- ur nýtt fólk sem hefur ástríðu fyrir þeim hugsjónum sem flokk- urinn stendur fyrir og á sama tíma byggjum við á góðum og sterkum grunni,“ segir Logi. „Þetta sýnir að fylg- ið er á hreyfingu“ Logi Einarsson „Mér líst bara vel á þetta og ég er þakklát fyrir allt það traust sem okkur hjá Flokki fólksins er sýnt. Ef við fáum þetta upp úr kjörköss- unum yrðum við mjög ánægð,“ segir Inga Sæ- land, formaður Flokks fólksins, um niðurstöður könnunarinnar. Að mati Ingu hefur verið meiri áhersla á menn en málefni það sem af er kosningabaráttunni. „En það hlýtur að breytast eftir því sem nær dregur kosningum.“ Áherslan á menn fremur en málefni Inga Sæland Sigmundur Dav- íð Gunnlaugsson, formaður Mið- flokksins, segir þessar niður- stöður sýna nokkuð minna fylgi en aðrar kannanir síðustu daga. „Félags- vísindastofnun hefur áður sýnt okkur lægri en aðrir, það á sér væntanlega einhverjar skýringar. En aðalatriðið er að ég finn fyrir miklum meðbyr og áhuga á því sem við höfum fram að færa,“ segir Sig- mundur. „Við munum kynna stefnumál okkar betur núna um helgina og það verður áhugavert að sjá næstu kannanir eftir það.“ Finnur mikinn með- byr og áhuga fólks Sigmundur Davíð Gunnlaugsson „Við finnum mik- inn stuðning við þau málefni sem við leggjum mesta áherslu á, sem eru jafnrétt- ismál, umhverf- ismál og upp- bygging innviða. Þessi mál virðast brenna einna mest á fólki,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formað- ur VG, um niðurstöður skoðana- könnunarinnar. Hún segist verða vör við mikla eftirspurn eftir stöð- ugleika til næstu fjögurra ára. „Vonandi sjá kjósendur okkur í VG sem það afl,“ segir hún. Segir eftirspurn eftir stöðugleika Katrín Jakobsdóttir „Það virðist vera nokkurt los á fylginu og nið- urstöður skoð- anakannana eru mjög mismun- andi,“ segir Ótt- arr Proppé, for- maður Bjartrar framtíðar, um könnun Félags- vísindastofn- unar. „Auðvitað myndi ég vilja sjá meira fylgi og ég hef fulla trú á að svo verði þegar upp er staðið. Við erum nú ekki farin að örvænta og einblínum meira á málefnin en kannanir og förum keik í kosninga- baráttuna.“ „Við förum keik í kosningabaráttuna“ Óttarr Proppé Bjarni Benedikts- son, formaður Sjálfstæðisflokks- ins, segir hækk- unina í könnun- inni í samræmi við upplifun. „Að við hækk- um í fylgi er í samræmi við okk- ar upplifun. Ég hef samanburð við það sem við fundum í fyrra og mér finnst meiri meðbyr með okkur nú en þá,“ segir Bjarni, sem er bjart- sýnn á framhaldið „Ég er mjög bjartsýnn. Það er mikill kraftur í okkur og nógur tími til stefnu til að hækka þessar tölur.“ Aukið fylgi í sam- ræmi við upplifun Bjarni Benediktsson Þorgerður Katr- ín Gunnars- dóttir, formaður Viðreisnar, segir ekkert annað í stöðunni en að bretta upp erm- ar. „Þetta er ör- lítil hækkun, það er gott en það þýðir ekkert annað fyrir okk- ur en að bretta upp ermar. Við er- um raunsæ en baráttuglöð,“ segir Þorgerður og bætir við að kosn- ingabaráttunni sé ekki lokið. „Þetta er ekki búið fyrr en dóm- arinn flautar af og það er 28. október.“ Ekki búið fyrr en dómarinn flautar af Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir „Fylgi Pírata er augljóslega nokkuð stöðugt og það er ákveð- inn styrkur í því,“ segir Helgi Hrafn Gunnars- son, frambjóð- andi Pírata, um niðurstöður könnunarinnar. „En auðvitað myndum við vilja fá a.m.k. það fylgi sem við fengum í síðustu kosn- ingum,“ segir Helgi. Hann segist búast við að kannanir sýni tals- verða breytingu á fylgi flokkanna fram að kosningum eftir að flokk- arnir leggja fram kosningamál sín. Ákveðinn styrkur í stöðugu fylgi Helgi Hrafn Gunnarsson Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, for- stöðumaður Félagsvísindastofn- unar, segir að könnunin gefi örlít- ið skakka mynd af fylgi Sjálf- stæðisflokksins þar sem enn sé verið að spyrja hvort fólk ætli að kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða ein- hvern annan flokk sem þriðju spurningu. „Það var byrjað að nota hana þegar Sjálfstæðisflokk- urinn var með um og yfir 40% fylgi. Það var aðallega til þess að fækka þeim sem voru óákveðnir. Þeir sem voru óákveðnir vissu yf- irleitt hvort þeir ætluðu að kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern hinna flokkana en þetta hefur breyst mikið,“ segir Guðbjörg. Örlítið skökk mynd af Sjálfstæðisflokknum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.