Morgunblaðið - 14.10.2017, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.10.2017, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2017 Trésagarblöð, álsagarblöð, járn- sagarblöð, demantssagarblöð. Allar stærðir, allar gerðir. Þjónusta við tréiðnaðinn í yfir 30 ár HJÓLSAGARBLÖÐ Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur • Sími 564 1212 • asborg.is Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma Erlendum starfsmönnum fer enn fjölgandi á íslenskum vinnumarkaði vegna mikillar eftirspurnar eftir starfsfólki. Vinnumálastofnun gaf í seinasta mánuði út 200 atvinnuleyfi til útlendinga til að starfa hér á landi. Hefur stofnunin gefið út 1.389 at- vinnuleyfi það sem af er ári. Af út- gefnum leyfum í september voru 74 til nýrra útlendinga á íslenskum vinnumarkaði, að því er fram kemur í nýju yfirliti Vinnumálastofnunar yfir ástandið á vinnumarkaðinum. Skráð atvinnuleysi á landinu í sept- ember var 1,8% og minnkaði það um 0,1 prósentustig frá ágústmánuði. Alls fóru 606 einstaklingar af skrá í septembermánuði, þar af fór 341 í vinnu eða um 56%. Margir frá Bosníu-Hersegóvínu „Það sem af er árinu hefur Vinnu- málastofnun gefið út 187 ný atvinnu- leyfi á grundvelli skorts á starfsfólki hér á landi. Til samanburðar gaf Vinnumálastofnun út 118 ný slík leyfi allt árið 2016. Hefur slíkum leyfum nú þegar fjölgað um 69 og því um tæp- lega 60% aukningu á milli ára að ræða,“ segir í skýrslu Vinnumála- stofnunar. Mest var fjölgunin vegna fjölda starfsmanna frá Bosníu-Hersegóvínu sem hingað komu en þeir voru 42 í september. Ástæða þessa er sögð sú að fyrirtæki sem sér um lagningu há- spennulínu í tengslum við uppbygg- ingu kísilvers á Bakka við Húsavík kemur þaðan með starfsfólk og tæki. Mun sá hópur af útlendingum starfa hér á landi eitthvað fram á árið 2018. 49 erlend fyrirtæki störfuðu hér á landi í seinasta mánuði og hafði þeim fjölgað um 13 á milli mánaða. Þessa aukningu má rekja til framkvæmd- anna á Bakka samkvæmt upplýsing- um Vinnumálastofnunar. Alls voru 569 starfsmenn á vegum þessara er- lendu fyrirtækja, sem er metfjöldi í einum mánuði á árinu og fjölgaði þeim um 81 frá því í ágúst. Þá voru starfsmenn starfsmannaleiga, inn- lendra sem erlendra, samtals 2.044 í mánuðinum á vegum 29 starfsmanna- leiga. Þessum starfsmönnum hefur því fjölgað á milli mánaða, eða um 116. Af þeim 29 starfsmannaleigum sem voru starfandi á Íslandi í september voru 17 innlendar og 12 erlendar. Inn- lendu starfsmannaleigurnar voru með 1.975 starfsmenn en hinar er- lendu með 69. omfr@mbl.is Talsverð fjölg- un vegna Bakka  60% aukning útgefinna atvinnuleyfa til útlendinga vegna skorts á starfsfólki Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Verksmiðja Fjölgun erlendra starfsmanna í september má m.a rekja til framkvæmdanna á Bakka. Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is „Þetta er nýsköpunarnámskeið þar sem fimm háskólar koma saman til að ræða hugmyndir sem geta nýst norð- urslóðum,“ segir Halla Hrund Loga- dóttir, fv. framkvæmdastjóri Iceland School of Energy og formaður Arctic Innovation Lab. „Verkefnið var formlega kynnt á Artic Circle-ráðstefnunni í Hörpu í gær. Eitt af markmiðum Artic Initia- tive er að mennta framtíðarleiðtoga norðurslóða og Artic Innovation Lab er hluti af því að fá fólk alls staðar að úr heiminum til að koma með hug- myndir og lausnir til að takast á við nýjar áskoranir og gera lífið á norð- urslóðum betra,“ segir Halla Hrund. Verkefnið hófst í haust með vali hóps nemenda úr Harvard Kennedy School (HKS) sem „frumkvöðla norð- urslóða“. Nemendurnir hafa einstakt tækifæri til að læra af sérfræðingum í málefnum norðurslóða, af röð fyrir- lestra og að taka þátt í nýsköpunar- verkefnum norðurskautssvæðisins á Artic Circle-ráðstefnunni á Íslandi, sem er stærsta árlega ráðstefna heims í málefnum norðurheimskauts- ins. Þátttakendur munu hittast fimm sinnum á haustönn og taka þátt í ferð til Íslands. Nemendur munu leggja fram og þróa hugmyndir sem geta gagnast norðurskautinu. Viðurkenningu fyrir verkefni sín hlutu fyrst Tukumminnguaq N. Ol- sen frá Háskólanum á Grænlandi fyr- ir hugmynd um að efla menntun frumbyggja á norðurslóðum á þeirra forsendum til að virkja þau betur, annar varð Ryan Uljua frá Fletcher School með verkefni um norðurslóða- fjárfestingavísitöluna og þriðja Gabr- ielle Scrimshaw frá Harvard Kenn- edy School um hvernig hægt er að vinna með fjárfestum ásamt sam- félögum norðurslóða að fjármögnun sjálfbærra verkefna. „Allt frá því hvernig við getum nýtt drónatækni betur til að geta gefið fólki aðgang t.d. að lyfjum í einangr- uðum samfélögum til þess að ræða hvernig við getum stofnað fjárfest- ingatækifæri í ferðamálum. Þetta verkefni tengist nemendahliðinni á hinu nýja Artic Initiative sem var stofnað við Harvard-háskóla í haust og beinir sjónum að rannsóknum og menntun á sviði norðurslóða, þ.e. á að hjálpa til að leysa hinar margvíslegu áskoranir og tækifæri sem norður- slóðir standa frammi fyrir,“ segir Halla Hrund, en að verkefninu standa hún og John Holdren, fyrrver- andi vísinda- og tækniráðgjafi Obama sl. átta ár og prófessor við Harvard- háskóla, ásamt Henry Lee, stjórn- anda umhverfis- og auðlindadeildar Harvard-háskóla. Ljósmynd/Arnþór Birkisson Artic Initiative Halla Hrund Logadóttir, formaður Arctic Innovation Lab, og prófessor John Holdren. Finnum framtíðarleið- toga norðurslóðanna  Nýsköpunarnámskeiðið Artic Innovation Lab Ljósmynd/Arnþór Birkisson Vinningshafar F.v. Ryan Uljua, Tukumminnguaq N. Olsen og Gabrielle Scrimshaw fengu viðurkenningu fyrir verkefni sín. Arctic Innovators-verkefnið, sem Halla Hrund Logadóttir leiðir, er hluti af Artic Initiative norðurskautsverkefni Harvard Kennedy School, umhverfis- og auðlindaverkefnisins (ENRP) og vísinda-, tækni- og stefnumót- unaráætlunarinnar (STPP). Markmiðið er að koma fleira ungu fólki í alþjóðlegt samráð um málefni norðurslóða, bæði til að fræða þau um þetta svæði sem breytist nú mjög hratt og áhrif þess á jarðkringluna og búa það undir að stuðla að þró- un og framkvæmd sjálfbærra lausna. Vilja fjölga ungu fólki ARTIC INNOVATORS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.