Morgunblaðið - 14.10.2017, Síða 14

Morgunblaðið - 14.10.2017, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2017 Trésagarblöð, álsagarblöð, járn- sagarblöð, demantssagarblöð. Allar stærðir, allar gerðir. Þjónusta við tréiðnaðinn í yfir 30 ár HJÓLSAGARBLÖÐ Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur • Sími 564 1212 • asborg.is Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma Erlendum starfsmönnum fer enn fjölgandi á íslenskum vinnumarkaði vegna mikillar eftirspurnar eftir starfsfólki. Vinnumálastofnun gaf í seinasta mánuði út 200 atvinnuleyfi til útlendinga til að starfa hér á landi. Hefur stofnunin gefið út 1.389 at- vinnuleyfi það sem af er ári. Af út- gefnum leyfum í september voru 74 til nýrra útlendinga á íslenskum vinnumarkaði, að því er fram kemur í nýju yfirliti Vinnumálastofnunar yfir ástandið á vinnumarkaðinum. Skráð atvinnuleysi á landinu í sept- ember var 1,8% og minnkaði það um 0,1 prósentustig frá ágústmánuði. Alls fóru 606 einstaklingar af skrá í septembermánuði, þar af fór 341 í vinnu eða um 56%. Margir frá Bosníu-Hersegóvínu „Það sem af er árinu hefur Vinnu- málastofnun gefið út 187 ný atvinnu- leyfi á grundvelli skorts á starfsfólki hér á landi. Til samanburðar gaf Vinnumálastofnun út 118 ný slík leyfi allt árið 2016. Hefur slíkum leyfum nú þegar fjölgað um 69 og því um tæp- lega 60% aukningu á milli ára að ræða,“ segir í skýrslu Vinnumála- stofnunar. Mest var fjölgunin vegna fjölda starfsmanna frá Bosníu-Hersegóvínu sem hingað komu en þeir voru 42 í september. Ástæða þessa er sögð sú að fyrirtæki sem sér um lagningu há- spennulínu í tengslum við uppbygg- ingu kísilvers á Bakka við Húsavík kemur þaðan með starfsfólk og tæki. Mun sá hópur af útlendingum starfa hér á landi eitthvað fram á árið 2018. 49 erlend fyrirtæki störfuðu hér á landi í seinasta mánuði og hafði þeim fjölgað um 13 á milli mánaða. Þessa aukningu má rekja til framkvæmd- anna á Bakka samkvæmt upplýsing- um Vinnumálastofnunar. Alls voru 569 starfsmenn á vegum þessara er- lendu fyrirtækja, sem er metfjöldi í einum mánuði á árinu og fjölgaði þeim um 81 frá því í ágúst. Þá voru starfsmenn starfsmannaleiga, inn- lendra sem erlendra, samtals 2.044 í mánuðinum á vegum 29 starfsmanna- leiga. Þessum starfsmönnum hefur því fjölgað á milli mánaða, eða um 116. Af þeim 29 starfsmannaleigum sem voru starfandi á Íslandi í september voru 17 innlendar og 12 erlendar. Inn- lendu starfsmannaleigurnar voru með 1.975 starfsmenn en hinar er- lendu með 69. omfr@mbl.is Talsverð fjölg- un vegna Bakka  60% aukning útgefinna atvinnuleyfa til útlendinga vegna skorts á starfsfólki Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Verksmiðja Fjölgun erlendra starfsmanna í september má m.a rekja til framkvæmdanna á Bakka. Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is „Þetta er nýsköpunarnámskeið þar sem fimm háskólar koma saman til að ræða hugmyndir sem geta nýst norð- urslóðum,“ segir Halla Hrund Loga- dóttir, fv. framkvæmdastjóri Iceland School of Energy og formaður Arctic Innovation Lab. „Verkefnið var formlega kynnt á Artic Circle-ráðstefnunni í Hörpu í gær. Eitt af markmiðum Artic Initia- tive er að mennta framtíðarleiðtoga norðurslóða og Artic Innovation Lab er hluti af því að fá fólk alls staðar að úr heiminum til að koma með hug- myndir og lausnir til að takast á við nýjar áskoranir og gera lífið á norð- urslóðum betra,“ segir Halla Hrund. Verkefnið hófst í haust með vali hóps nemenda úr Harvard Kennedy School (HKS) sem „frumkvöðla norð- urslóða“. Nemendurnir hafa einstakt tækifæri til að læra af sérfræðingum í málefnum norðurslóða, af röð fyrir- lestra og að taka þátt í nýsköpunar- verkefnum norðurskautssvæðisins á Artic Circle-ráðstefnunni á Íslandi, sem er stærsta árlega ráðstefna heims í málefnum norðurheimskauts- ins. Þátttakendur munu hittast fimm sinnum á haustönn og taka þátt í ferð til Íslands. Nemendur munu leggja fram og þróa hugmyndir sem geta gagnast norðurskautinu. Viðurkenningu fyrir verkefni sín hlutu fyrst Tukumminnguaq N. Ol- sen frá Háskólanum á Grænlandi fyr- ir hugmynd um að efla menntun frumbyggja á norðurslóðum á þeirra forsendum til að virkja þau betur, annar varð Ryan Uljua frá Fletcher School með verkefni um norðurslóða- fjárfestingavísitöluna og þriðja Gabr- ielle Scrimshaw frá Harvard Kenn- edy School um hvernig hægt er að vinna með fjárfestum ásamt sam- félögum norðurslóða að fjármögnun sjálfbærra verkefna. „Allt frá því hvernig við getum nýtt drónatækni betur til að geta gefið fólki aðgang t.d. að lyfjum í einangr- uðum samfélögum til þess að ræða hvernig við getum stofnað fjárfest- ingatækifæri í ferðamálum. Þetta verkefni tengist nemendahliðinni á hinu nýja Artic Initiative sem var stofnað við Harvard-háskóla í haust og beinir sjónum að rannsóknum og menntun á sviði norðurslóða, þ.e. á að hjálpa til að leysa hinar margvíslegu áskoranir og tækifæri sem norður- slóðir standa frammi fyrir,“ segir Halla Hrund, en að verkefninu standa hún og John Holdren, fyrrver- andi vísinda- og tækniráðgjafi Obama sl. átta ár og prófessor við Harvard- háskóla, ásamt Henry Lee, stjórn- anda umhverfis- og auðlindadeildar Harvard-háskóla. Ljósmynd/Arnþór Birkisson Artic Initiative Halla Hrund Logadóttir, formaður Arctic Innovation Lab, og prófessor John Holdren. Finnum framtíðarleið- toga norðurslóðanna  Nýsköpunarnámskeiðið Artic Innovation Lab Ljósmynd/Arnþór Birkisson Vinningshafar F.v. Ryan Uljua, Tukumminnguaq N. Olsen og Gabrielle Scrimshaw fengu viðurkenningu fyrir verkefni sín. Arctic Innovators-verkefnið, sem Halla Hrund Logadóttir leiðir, er hluti af Artic Initiative norðurskautsverkefni Harvard Kennedy School, umhverfis- og auðlindaverkefnisins (ENRP) og vísinda-, tækni- og stefnumót- unaráætlunarinnar (STPP). Markmiðið er að koma fleira ungu fólki í alþjóðlegt samráð um málefni norðurslóða, bæði til að fræða þau um þetta svæði sem breytist nú mjög hratt og áhrif þess á jarðkringluna og búa það undir að stuðla að þró- un og framkvæmd sjálfbærra lausna. Vilja fjölga ungu fólki ARTIC INNOVATORS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.