Morgunblaðið - 14.10.2017, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.10.2017, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Málefni norð-ursinsverða í sviðsljósinu á Hringborði norð- urslóða, sem haldið verður í Hörpu í fimmta skipti um helgina. Umfangið hefur vaxið verulega á þessum tíma og á Ólafur Ragnar Grímsson, fyrr- verandi forseti Íslands, veg og vanda af því. Ólafur Ragnar sagði við setn- ingu ráðstefnunnar í gær að Hringborðið væri orðið að stærsta samstarfsvettvangi í heiminum um málefni norður- slóða. Þar kæmu saman vís- indamenn, fræðimenn, embætt- ismenn og stjórnmálamenn hvaðanæva til að ræða málefni norðurslóða og framtíð þeirra. Hann talaði um mikilvægi þess að málefni norðurslóða væru rædd og benti á að þær hefðu á stuttum tíma breyst úr einu af- skekktasta svæði heims í alþjóð- legan leikvöll, sem byði upp á fjölda tækifæra. Bjarni Benediktsson forsætis- ráðherra lagði áherslu á lofts- lagsmál við setningu Hring- borðsins og sagði að breytingar á þeim vettvangi virtu hvorki landamæri né fullveldi ríkja: „Við vitum einnig að það getur ekkert eitt ríki barist við lofts- lagsbreytingar heldur þarf til þess alþjóðlegt samstarf.“ Bjarni sagði að ekki væri víst að verstu afleiðingar loftslags- breytinga væru komnar fram og afar mikilvægt væri að bregðast við. „Nýjar spurningar hafa vaknað varðandi nýtingu nátt- úruauðlinda og skipaleiða sem hafa opnast svo fátt eitt sé nefnt,“ sagði Bjarni. „Eitt stærsta verkefnið sem við stöndum frammi fyrir er að ná jafnvægi á milli verndunar nátt- úrunnar og nýtingar náttúru- auðlinda án þess að skerða gæði náttúrunnar, viðkvæm vistkerfi og lífsgæði frumbyggja og ann- arra þjóðflokka á norðurslóðum. Við þurfum að nálgast málefnið á metnaðarfullan hátt en um leið verðum við að leyfa náttúrunni að njóta vafans við ákvarðana- töku.“ Mikilvægi þessa málaflokks kemur fram með ýmsum hætti. Kínverjar hafa um árabil sýnt norðurslóðum mikinn áhuga, þótt þær séu ekki beinlínis á þeirra áhrifasvæði, og hafa með- al annars orðið sér úti um áheyrnaraðild að Norðurskauts- ráðinu. Morgunblaðið hefur frá upp- hafi gefið út sérblað um málefni norðurslóða á sama tíma og ráð- stefnan hefur verið haldin. Ljós- myndir Ragnars Axelssonar frá norðurslóðum hafa verið burðar- ás þessara blaða, sem hafa verið í umsjá hans og Orra Páls Orm- arssonar blaðamanns. Í fjögur skipti hafa þessi blöð verið á ís- lensku og ensku. Þar hefur verið fjallað um málefni norðursins frá ýmsum sjónarhornum. Að þessu sinni er sjónum beint að Grænlandi. Ragnar Ax- elsson hefur marg- oft sótt Grænland heim og myndir hans þaðan eru ómetanleg heimild um veiðimanna- samfélag, sem á undir högg að sækja. Grænlendingar standa á tíma- mótum og vísar titill blaðsins, Siglt inn í framtíðina, til þess. Ferðamönnum fer þar fjölgandi og þeir vilja auka veg ferðaþjón- ustunnar, en þurfa um leið að bæta innviði ætli þeir að geta tekið á móti fleiri ferðamönnum. Eins og fram kemur í blaðinu horfa Grænlendingar í þeim efn- um til Íslands. „Þetta hefur heppnast mjög vel hjá ykkur Ís- lendingum og af því getum við lært,“ segir Maliina Abelsen, sölu- og markaðsstjóri hjá Air Greenland í viðtali í blaðinu. Abelsen var fjármálaráðherra í grænlensku landsstjórninni þegar farið var að efla ferða- þjónustu á Íslandi til að laða ferðamenn til landsins fyrir tæpum áratug og fylgdist vel með því. Hún segir að nú komi flestir ferðamenn til Grænlands í gegn- um Danmörku, en vill efla sam- göngurnar við Ísland, „ekki síst í ljósi þess hvað þið fáið marga ferðamenn á ári hverju. Jafnvel þótt við fengjum ekki nema 1% af þeim fjölda til okkar yrðu það býsna margir ferðamenn.“ Það er kraftur í Grænlend- ingum um þessar mundir. Því bera vitni viðtöl í norðurslóða- sérblaðinu við Svend Harden- berg hagfræðing og Julie Edel Hardenberg myndlistarkonu. Hardenberg segir framtíð Grænlands bjarta. Hann líkir sambandi Danmerkur og Græn- lands við samband foreldra og ættleidds unglings. Nú sé ung- lingurinn að verða átján ára og tímabært að hann standi á eigin fótum, en í stað þess að styðja hann þráist foreldrarnir við og spyrji hvernig í ósköpunum hann ætli að spjara sig. Harden- berg á danskan föður og græn- lenska móður. Hún hefur vakið deilur með list sinni. Hún segir að Danir stjórni umræðunni í landinu. Hún vill efla græn- lenska þjóðarvitund og víkka sjóndeildarhring landa sinna þannig að þeir leiti tækifæra sem víðast. Þetta fari í taug- arnar á Dönum. Samskipti Íslands og Græn- lands hafa farið vaxandi á und- anförnum árum eins og fram kemur í sérblaðinu. Í umfjöllun um samskiptin við Grænland verður einnig að nefna þátt Hróksins, sem undir stjórn Hrafns Jökulssonar hefur unnið ötult starf í þágu grænlenskra barna. Þessi samskipti þarf að rækta og efla. Það einnig af hinu góða að Hringborð norðurslóða hefur fest sig í sessi. Þar kemur sam- an fjölbreyttur hópur, sem ann- ars ætti þess ekki kost að bera saman bækur sínar í návígi. Orð eru til alls fyrst. Á fimm árum hefur Hringborð norðurs- ins fest sig í sessi} Norðrið í brennidepli Í slenskur landbúnaður er undirstaða byggðar víða um land. Þúsundir manna starfa við hann og enn fleiri byggja afkomu sína á að vinna úr land- búnaðarafurðum eða þjónustu við landbúnað. Við þekkjum vel afurðir landbún- aðarins og ljóst er að margir sóknarmöguleikar eru fyrir hendi. Því hefur verið haldið fram að skyr eigi möguleika á að ná svipaðri stöðu á heimsvísu og grísk jógúrt ef rétt er á málum haldið. Þessa sókn verður að byggja á okkar sérstöðu og áherslu á heilnæman landbúnað í sátt við samfélagið og náttúruna. Við eigum nóg af hreinu vatni. Við notum óverulegt magn af sýklalyfjum og varnar- efnum, en við þurfum að greina sérstöðuna með skipulegri hætti til að geta sótt fram. Það þarf að ráðast í frekari greiningu á sérstöðu íslensks landbúnaðar gagnvart öðrum nágrannalöndum. Þá þarf að skoða íslenskan landbúnað út frá skuldbindingum í lofts- lagsmálum. Það þarf til dæmis að leggja mat á kolefnis- fótspor íslenskra landbúnaðarafurða í samanburði við þær innfluttu og skoða hvernig landbúnaðurinn getur lagt sitt af mörkum til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar Ís- lands í loftslagsmálum. Framsókn leggur ríka áherslu á að horft verði til neytendaverndar, meðal annars með því auka upplýsingagjöf til neytenda um kolefnisfótspor vöru, uppruna vöru, lyfjainnihald, dýravelferð og aðra þætti sem ráða því hversu heilnæm vara getur talist í huga neytenda. Stjórnvöld og fólkið í sveitum landsins verða að vinna áfram saman eins og aðrar þjóðir í kringum okkur gera. Annars er samkeppnin ekki á jafnréttisgrundvelli. Það höfum við gert í gegnum búvörusamning, sem er til þess fall- inn að ramma landbúnaðarstefnuna og þróa hana í þá átt að hún þjóni sem best neytendum og bændum. En við getum nýtt tækifæri okkar betur. Til dæmis með því að beita utanríkisþjónustunni í meira mæli og greina betur þá möguleika sem felast í gildandi fríverslunarsamningum til að koma landbúnaðarafurðum okkar betur á framfæri. Landbúnaðurinn og ferðaþjónustan í dreif- býlinu eru stoðir sem þurfa á hvorri annarri að halda. Ferðamenn vilja sjá líf í landinu, dýr í sínu náttúrulega umhverfi og afurðir sem þeir geta fengið að bragða á. Sömuleiðis þarf að vera til staðar fólk til að veita ferðamanninum þjónustu. Sífellt fleiri bændur sinna ferðaþjónustu og það liggja mikil tækifæri í því að kynna íslensk matvæli betur fyrir ferðamönnum. Landbúnaðurinn er stór hluti af íslenskri menningu, af því hver við erum og hvaðan við komum. Framsókn vill að við nýtum alla þessa möguleika með skipulegum hætti og sækjum fram með íslenskum landbúnaði. Lilja Alfreðsdóttir Pistill Íslenskur landbúnaður á tímamótum Höfundur er varaformaður Framsóknarflokksins og oddviti lista hans í Reykjavík suður. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Alþingi samþykkti hinn 16.júní 1999 breytingar ástjórnarskránni. Kjör-dæmum var fækkað úr átta í sex og tekin upp svokölluð 5% regla. Þingmannafjöldinn var hins vegar óbreyttur, 63. Lögum um kosningar til Alþingis var breytt árið 2000 í samræmi við fyrrgreindar breytingar á stjórnarskránni. Fyrst var kosið samkvæmt hinu nýja fyrir- komulagi vorið 2003. Í umfjöllun um 5% regluna eða þröskuldinn hef- ur sá misskiln- ingur verið út- breiddur, í ræðu og riti, að þetta sé það hlutfall at- kvæða sem flokk- ar þurfa að ná á landsvísu til að koma til greina við úthlutun þing- sæta. Svo er ekki. Hins vegar verð- ur flokkur að vera með að lágmarki 5% fylgi á landsvísu til þess að koma til greina við úthlutun jöfnunarsæta, en þau eru 9 talsins. Flokkur með mikið fylgi í einu kjördæmi getur því fengið mann kjörinn, en verið undir 5% fylgi á landsvísu. Kjördæmakjör- inn þingmaður þess flokks fengi að sjálfsögðu sitt sæti þó að flokkurinn kæmi ekki til greina í úthlutun jöfn- unarsæta. Þetta hefur ekki gerst síðan nýja reglan tók gildi frá og með kosningunum 2003. Guðjón með mikið fylgi Hins vegar gerðist það árið 1999 að Frjálslyndi flokkurinn fékk 17,7% fylgi á Vestfjörðum en ein- ungis 4,2% á landsvísu. Guðjón A. Kristjánsson var kjördæmakosinn þingmaður Vestfirðinga og Sverrir Hermannsson komst að sem uppbót- arþingmaður í Reykjavíkurkjör- dæmi. Í kosningunum það ár var 5% reglan ekki komin til sögunnar. Jöfnunarsætin voru hins vegar fleiri þá, eða 13 talsins. Þorkell Helgason, helsti sér- fræðingur okkar á þessu sviði, vann lýsingu á úthlutun þingsæta fyrir landskjörstjórn. Gefum Þorkeli orðið: „Samkvæmt ákvæðum laga fer úthlutun hinna 63 sæta á Alþingi fram í tveimur meginskrefum. Fyrst er kjördæmissætum úthlutað, en þau eru 54 að tölu. Kjördæmissæt- unum er alfarið úthlutað á grund- velli fylgis lista í hverju kjördæmi. Landsfylgið kemur ekki við sögu. Það gildir líka einu hvort viðkom- andi flokkur hafi boðið fram í öllum kjördæmum eða ekki. Síðan er jöfn- unarsætum úthlutað, en þau eru 9 talsins. Eins og nafn þeirra bendir til er tilgangur þeirra sá að „hver stjórnmálsamtök fái þingmannatölu í sem fyllstu samræmi við heildar- atkvæðatölu sína“ eins og segir í 31. gr. gildandi stjórnarskrár. Það er ekki þar með sagt að fullur jöfnuður náist. Til þess kunna jöfnunarsætin níu að reynast of fá. Við úthlutun jöfnunarsæta koma þau og aðeins þau stjórnmálasamtök eða flokkar til álita sem hafa hlotið a.m.k. 5% fylgi samanlagt á landinu öllu. Þessi þröskuldur er tilskilinn skv. fyrr- greindu stjórnarskrárákvæði. Út- hlutun jöfnunarsætanna gerist þannig að þeim er samtímis skipt á milli stjórnmálasamtakanna og um leið ráðstafað til lista þeirra í ein- stökum kjördæmum. Þegar sætum hefur þannig verið ráðstafað til lista á eftir að finna hvaða frambjóðendur hvers lista hljóta sætin. Þar ræður mestu uppstillt röð þeirra á list- unum, en hún getur þó raskast ef nægilega margir kjósendur nýta sér rétt sinn í kjörklefanum til að breyta.“ Jöfnunarsæti ráðast af 5% þröskuldinum Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Mikið fylgi Guðjón A. Kristjánsson (t.v.) fékk 17,7% fylgi á Vestfjörðum en flokkur hans 4,2% á landsvísu. Sverrir Hermannsson var uppbótarmaður. Þorkell Helgason Breytingar á kjördæmaskipan og tilhögun kosninga til Alþing- is voru gerðar í kjölfar skýrslu þverpólitískrar nefndar sem Davíð Oddsson forsætisráð- herra skipaði. Nefndin skilaði skýrslunni í október 1998. Þar var fjallað um þágildandi kosningakerfi, þjóðfélagslega nauðsyn breytinga á því og markmið þeirra. Þau markmið, sem nefndin setti sér, voru: » Að gera kosningakerfið ein- falt og auðskiljanlegt. » Að draga úr misvægi at- kvæða þannig að hlutfall kjós- enda að baki hverju þingsæti þar sem munurinn er mestur milli kjördæma verði sem næst 1:1,5 til 1:1,8. » Að þingsætafjöldi í hverju kjördæmi verði sem jafnastur. » Að áfram verði jöfnuður á milli stjórnmálasamtaka á landsvísu til að fjöldi þingsæta hvers flokks sé í sem bestu hlutfalli við kjósendatöluna. Nefndin var þverpólitísk BREYTT KJÖRDÆMASKIPAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.