Morgunblaðið - 14.10.2017, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.10.2017, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2017 Alþingiskosningar 28. október 2017 Valhúsaskóla við Skólabraut Kjörskrá Seltjarnarnesbæjar liggur frammi, almenningi til sýnis frá 18. október á bæjarskrifstofum Seltjarnarness Austurströnd 2, í þjónustuveri á 1. hæð, á opnunartíma skrif- stofunnar. Kosning utan kjörfundar er í Smáralind, Kópavogi. Atkæðagreiðslan fer fram vestanmegin á 2. hæð í Smáralind. Þar verður opið alla daga milli kl. 10 og 22. Kjörfundur á Seltjarnarnesi þann 28. október 2017, er í Valhúsaskóla við Skólabrautog hefst kl. 9:00 og lýkur kl. 22:00. Kosið er í þremur kjördeildum, eins og verið hefur í undanförnum kosningum. www.kosning.is - Kosningavefur innanríkisráðuneytisins er með ýmsar upplýsingar um kosningarnar t.d. uppflettingu á vefnum „hvar ertu á kjörskrá?“. Munið eftir persónuskilríkjum. Aðsetur kjörstjórnar Seltjarnarnesbæjar á kjördag er í Valhúsaskóla. F.h. Kjörstjórnar Pétur Kjartansson, formaður Kjörfundur á Seltjarnarnesi er frá kl. 09:00 til kl. 22:00 í Að minnsta kosti 31 maður lét lífið í gróðureldum sem geisað hafa í Kaliforníu frá því á sunnudag. Enn er ekki vitað um afdrif 400 manna en talið er að einhverjir þeirra hafi komist lífs af án þess að hafa látið vita af sér. Alls hafa rúmlega 3.500 hús eyðilagst, m.a. 2.800 íbúðarhús í borginni Santa Rosa þar sem heilu hverfin urðu eldunum að bráð. Um 25.000 manns hafa þurft að flýja heimili sitt í Sonoma-sýslu einni. Um 76.000 hektarar gróðurlend- is hafa brunnið. Nær 8.000 slökkviliðsmenn taka þátt í slökkvistarfinu. Þeir nota 820 slökkvibíla, þar af 170 frá öðrum ríkjum, 73 þyrlur og um 30 tank- flugvélar. Hundar eru notaðir til að leita að líkamsleifum en sumir þeirra, sem urðu eldunum að bráð, brunnu svo illa að ekki verður hægt að bera kennsl á þá. AFP Brunarústir Heilu íbúðahverfin brunnu til kaldra kola í borginni Santa Rosa sem er með um 175.000 íbúa. 3.500 hús eyðilögðust  Mikið manntjón í skæðum gróður- eldum í Kaliforníu Þúsundir manna hafa misst heimili sitt í eldum sem kviknuðu 8. október Gróðureldar í Kaliforníu Heimild: CALFIRE San Francisco KYRRAHAF NEVADA ARIZONA UTAH KALIFORNÍA Sacramento NapaSonoma Yuba Mendocino Los Angeles 200 km BANDA- R ÍK IN WASHINGTON Eldar sem loguðu í gær Bandaríska leikkonan Rose McGowan hefur sakað kvik- myndaframleiðandann Harvey Weinstein um nauðgun og hún er fjórða konan sem ber hann þeim sökum. McGowan sagði á Twitter að hún hefði sagt Roy Price, yfirmanni Amazon Studios, frá nauðguninni en hann hefði virt ásökunina að vettugi. Price hefur fengið fjar- vistarleyfi hjá fyrirtækinu vegna þess að hann hefur sjálfur verið sakaður um kynferðislega áreitni. Fyrir- tækið er dótturfélag Amazon og framleiðir kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Weinstein hefur neitað öllum ásökunum um nauðgun. Skýrt hefur verið frá því að lögreglan í New York-borg hafi hafið rannsókn á ásökun ungrar leikkonu um að Weinstein hafi þving- að hana til samræðis árið 2004. Breska lögreglan hefur einnig hafið rann- sókn á hendur Weinstein vegna meintrar kynferðislegrar árásar á leik- konu fyrir 30 árum. BANDARÍKIN McGowan sakar Weinstein um nauðgun Leikkonan Rose McGowan Einn af fjórum læknum, sem gagn- rýndu fyrst plastbarkaaðgerðir ítalska skurðlæknisins Paolos Macchiarinis, segir að sú ákvörðun sænskra saksóknara að ákæra hann ekki sé „réttarhneyksli“. Saksóknarar hófu rannsókn á málinu í fyrra og tilkynntu í fyrra- dag að þeir hefðu ákveðið að fella hana niður án ákæru. Saksóknarinn Jennie Nordin sagði að ekki væri hægt að sanna að plastbarkaaðgerð- in hefði valdið dauða þriggja sjúk- linga sem dóu eftir að Macchiarini hafði grætt í þá plastbarka á Karól- ínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Erfitt að sanna lögbrot Saksóknararnir komust að þeirri niðurstöðu að Macchiarini hefði gerst sekur um „gáleysi“ í fjórum af fimm aðgerðum og þær hefðu ekki samrýmst hefðbundnum starfs- reglum skurðlækna. Mál sjúkling- anna væru þó mjög flókin og sér- fræðingar væru ekki sammála um hvers konar meðferð sjúklingarnir hefðu átt að fá. Mjög erfitt væri því að sanna að plastbarkaaðgerðirnar hefðu valdið þeim meinum sem drógu sjúklingana til dauða síðar. „Við höfum ekki getað sannað að lögbrot hafi verið framið,“ sagði Nordin. „Ég gerði mitt besta til að veita þessum sjúklingum með banvænan sjúkdóm möguleika á lækningu,“ hefur fréttaveitan AP eftir Macchi- arini. Hann gagnrýndi umfjöllun fjölmiðla um málið og sagði að „róg- ur“ um lækna, sem reyndu að gera sitt besta fyrir sjúklinga við mjög erfiðar aðstæður, gæti aðeins „haft skaðleg áhrif á lækna og sjúklinga í framtíðinni“. Karl-Henrik Grinnemo, einn fjög- urra lækna sem lýst hefur verið sem „uppljóstrurum“ í málinu, segir niðurstöðu saksóknaranna valda sér miklum vonbrigðum. Sænska dag- blaðið Expressen hefur eftir honum að hann „finni fyrir miklum tóm- leika“ vegna niðurstöðunnar sem hann segir vera „réttarhneyksli“. „Það virðist vera algerlega tilgangs- laust núna að tilkynna um alvarleg brot í starfi þegar ekkert er gert við þeim. Geta menn í framhaldinu gert hvað sem þeir vilja við sjúklinga án þess að það leiði til ákæru?“ Niðurstaðan sögð „réttarhneyksli“  Læknir gagnrýnir þá ákvörðun saksóknara að ákæra ekki Macchiarini
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.