Morgunblaðið - 14.10.2017, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.10.2017, Blaðsíða 18
ÚR BÆJARLÍFINU Gunnar Kristjánsson Grundarfjörður Ferðamenn eru orðnir fastur liður í daglegu lífi Grundfirðinga allt árið um kring . Áhrifin af þessari stöð- ugu aukningu sjást víða í samfélaginu. Veitingahús eru fjögur á staðnum og þar er stöðugur straumur gesta. Í Kaffi Emil í Sögumiðstöðinni tóku nýir rekstaraðilar við sl. vor og þar er nánast fullt út úr dyrum alla daga og gestir róma staðinn. Þar er jafnframt rekin upplýsingamiðstöð og bóka- safn og hafa starfsmenn þar haft ærinn starfa við að leið- beina ferðamönnum og veita upplýsingar. Í einu mat- vöruverslun staðarins er jafnan þröng á þingi og alþjóðlegt yfirbragð á gestum. Ekki leikur vafi á því að vöruval verður fjölbreyttara þegar svo margir eiga þangað erindi en stundum má heyra hljóð úr horni frá heimamönnum þegar einhver vörutegundin hefur óvart klárast.    Gisting fyrir ferðamenn er víðsvegar um bæinn í heimahúsum jafnt sem á hóteli og gistiheimilum. Rekstr- arleyfisumsóknir streyma inn til bæjaryfirvalda sem klóra sér í hausnum og vita ekki hvaðan á þau stendur veðrið. Í síðustu fundargerð bæjarráðs má lesa svohljóð- andi bókun: „Bæjarráð lýsir áhyggjum sínum yfir fjölda íbúðarhúsa sem nýtt eru undir gistiheimili í bænum og telur mikilvægt að mótaðar verði skýrar reglur um veit- ingu slíkra leyfa í bæjarfélaginu.“ Í sumar reis byggð gistihýsa í landi Þórdísarstaða í Framsveit, reisti Dísarbyggð ehf. tíu smáhýsi og tók þau í notkun í ágúst. Fleiri slík hýsi má finna víðar um sveitina og þrátt fyrir stóraukið framboð af gistirými virðist eft- irspurnin alltaf aukast.    Um Kirkjufell og Kirkjufellsfoss þarf ekki lengur að fjölyrða, þar er ástandið óbreytt, bílastæðið yfirfullt alla daga og stöðugur straumur fólks á draumamyndatöku- staðinn, lítið heyrist af úrlausnum í bílastæðamálum þar.    Það gefur því auga leið að ekki er auðvelt fyrir fólk að fá húsnæði í Grundarfirði til að búa í til langframa. Bæja- stjórnin hugðist hleypa lífi í byggingaframkvæmdir og bauð ókeypis lóðir til bygginga snemma árs, lóðir sem voru á lausu inn á milli í byggðinni. Vel var tekið í þessa auglýs- ingu og fjölmörgum lóðum úthlutað, enn sem komið er hef- ur verið lítið um framkvæmdir á þessum lóðum. Þó gerðist það í vikunni að hafnar voru framkvæmdir á einni þeirra.    En menningin lifir þrátt fyrir allt og auglýstir hafa ver- ið Rökkurdagar 26. október til 4. nóvember. Dagskrá þeirra er í mótun og ekki vitað hvort kosningar þann 28. október komi þar við sögu. Þá er Grundarfjarðarmærin Dögg Mós- esdóttir að boða til sinnar árlegu Stuttmyndahátíðar dagana 27.-29 .október. Reyndar verður hátíðin nú öðru sinni í menningarsetrinu Frystiklefanum út á Rifi og ku hátíðin nú fagna tíu ára afmæli. Þá verður sundlaug Grundfirðinga að venju lokað yfir vetrarmánuðina en hægt verður að komast í heita potta og vaðlaug áfram, svo heitapottaspjallið lifir. Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Grundarfjörður Útsýni er gott úr nýjum gistihýsum Dísarbyggðar ehf. í landi Þórdísarstaða í Framsveit. Áhrifa ferðamanna gætir víða í samfélaginu 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2017 m æ t i r þ í n u m þ ö r f u m Aeg ofnAr u p p l i f u n a ð e l d a lágmúla 8 · sími 530 2800 Átta flokkar sem buðu fram í öllum kjördæmum í kosningum árið 2016 munu einnig gera það fyrir þessar kosningar, en framboðslistum var skilað inn til yfirkjörstjórnar í dag. Þetta eru Björt framtíð, Fram- sóknarflokkur, Viðreisn, Sjálfstæðis- flokkur, Flokkur fólksins, Píratar, Samfylkingin og Vinstri-græn. Í fyrra bauð Dögun einnig fram í öllum kjör- dæmum en nú býður hún aðeins fram í Suðurkjördæmi. Hinn nýstofnaði Miðflokkur býður hins vegar fram í öllum kjördæmum og því eru jafn- margir flokkar sem bjóða fram í öll- um kjördæmum nú og gerðu fyrir síð- ustu kosningar, níu talsins. Alþýðufylkingin bauð fram í fimm kjördæmum í fyrra; báðum Reykja- víkurkjördæmunum, Norðaustur- kjördæmi, Suðurkjördæmi og Suð- vesturkjördæmi. Flokkurinn skilaði hins vegar aðeins framboðslistum í fjórum kjördæmum í ár; báðum Reykjavíkurkjördæmunum, Suðvest- urkjördæmi og Norðausturkjör- dæmi. Íslenska þjóðfylkingin bauð aðeins fram í Norðvesturkjördæmi og Suð- urkjördæmi síðast en sækir nú í sig veðrið og býður fram í fjórum kjör- dæmum; báðum Reykjavíkurkjör- dæmunum, Suðurkjördæmi og Suð- vesturkjördæmi. Líkt og áður sagði fer Dögun úr því að bjóða fram í öllum kjördæmum á síðasta ári í að bjóða aðeins fram í Suðurkjördæmi í ár. Húmanista- flokkurinn bauð fram lista í Reykja- víkurkjördæmi suður á síðasta ári en býður ekki fram í ár. Heildarfjöldi þeirra flokka sem bjóða fram lista í einu eða fleiri kjör- dæmum í ár er því jafnmikill og á síð- asta ári. Flokkarnir eru 12 talsins þótt einhverjar breytingar hafi orðið á því hvaða flokkar bjóða fram í hvaða kjördæmum. Einn flokkur, Miðflokk- urinn, hefur bæst við, en Húmanista- flokkurinn dettur út. solrun@mbl.is Átta flokkar í öll- um kjördæmum  Ýmsar breytingar á framboðum flokka Alþingi Talsverðar mannabreyt- ingar verða á næsta þingi. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður og fv. ráðherra, er efstur á lista Mið- flokksins í Suðvesturkjördæmi en hann var sem kunnugt er áður oddviti framsóknarmanna í Norðvestur- kjördæmi. Í öðru sæti er Una María Óskarsdóttir, uppeldis-, menntunar- og lýðheilsufræðingur, en áður gegndi hún ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn, m.a. sem formaður Landssambands framsókn- arkvenna, varaþingmaður, bæjar- fulltrúi og aðstoðarmaður Sivjar Friðleifsdóttur, þáverandi umhverf- isráðherra. Í þriðja sæti Miðflokksins er Kolfinna Jóhannesdóttir. Gunnar og Una efst hjá Miðflokki í SV Gunnar Bragi Sveinsson Una María Óskarsdóttir Þorsteinn Sæmundsson, fv. þingmaður Framsóknar- flokksins, skipar efsti sæti á lista Miðflokksins í Reykja- víkurkjördæmi suður, en listinn var tilkynntur í gær. Í öðru sæti er Valgerður Sveinsdóttir lyfjafræðingur og hún hefur m.a. verið á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninga. Fram hefur komið í Morgunblaðinu að Bergþór Óla- son er oddviti Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, fv. borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, í Reykjavíkurkjördæmi norður. Á eftir Bergþóri í öðru sæti er Sigurður Páll Jónsson, út- gerðarmaður í Stykkishólmi, og í öðru sæti á eftir Guð- finnu er Guðlaugur G. Sverrisson, fv. formaður Framsóknarfélags Reykja- víkur, sem sat m.a. í stjórn OR og RÚV fyrir Framsóknarflokkinn. Þorsteinn efstur í Reykjavík suður Þorsteinn Sæmundsson KOSNINGAR 2017
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.