Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.11.2017, Page 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.11.2017, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.11. 2017 harpa.is/stmartin #harpa Academy of St Martin in the Fields Sígild snilld, barokk og eldheiturargentínskur tangó Miðasala í síma 528 5050 og á harpa.is Eldborg 21. nóv. kl. 19:30 Tónlistarstjóri Joshua Bell NETSALA Single’s day, eða dagur einhleypra, er haldinn árlega hinn 11. nóvember í Kína. Þann dag halda stoltir einhleypir Kínverjar upp á daginn en hann var valinn af því að talan einn kemur fyrir í dag- setningunni (11/11), reyndar fjór- um sinnum. Hátíðin hefur með tímanum orðið stærsti netverslunardagur heims. Alibaba hefur tekið þátt í gleðinni og aldrei selst meira á netinu en þann dag. Alibaba seldi meira síðasta laugardag en á Black Friday og Cyber Monday samanlagt, eða fyrir 25,4 milljarða dollara. Dagur tileinkaður einhleypum er orðinn einn stærsti netversl- unardagur heims. Dagur ein- hleypra SKÓLINN Ma gekk alltaf illa í skóla en byrjaði að læra ensku á unga aldri. Hann æfði sig daglega með því að tala við enskumælandi gesti á Hangzhou-hóteli, sem var í 70 mínútna hjólreiðaferð frá heimili hans. Hann fór með gestina í ókeypis útsýnisferð um borgina í níu ár til þess að bæta enskukunnáttu sína. Hann varð pennavinur eins þessara útlendinga, sem kallaði hann Jack því honum fannst erfitt að bera fram kínverskt nafn hans. Ma átti erfitt með að komast inn í há- skóla og tók það hann fjögur ár. Loks komst hann inn í háskóla og útskrifaðist með BA-gráðu í ensku árið 1988. Seinna tók hann MBA-próf frá Cheung Kong- háskóla. Lærði ensku af ferðamönnum MA YUN, betur þekktur sem Jack Ma, fæddist 10. september 1964 í Hangzhou í Zhejiang-héraði í Kína. Hann er stofnandi og stjórnarformaður Alibaba Group, sem er samsteypa netfyrirtækja. Ma er í dag einn ríkasti maður Asíu, metinn á tæpa 48 milljarða dollara. Hann er einn valdamesti maður heims og hefur verið fyrirmynd margra. Ma heyrði fyrst af netinu árið 1994 og kynntist því í fyrstu ferð sinn til Bandaríkjanna árið 1995, sem hann fór í sem túlkur. Sér til furðu, eftir að hafa leitað að bjórtegundum á netinu frá ýmsum löndum, komst hann að því að engan kínverskan bjór var að finna á netinu. Ma sá þá strax hvernig netið gæti opnað dyr að viðskiptatækifærum og kínversk fyrirtæki tengst heiminum í gegnum það. Í apríl 1995 fóru þau hjónin á stúfana ásamt vini og leituðu að einhverjum sem gæti lánað þeim 20 þúsund dollara til að setja á stofn netfyrirtæki. Fyr- irtækið sérhæfði sig í að búa til vefsíður fyrir kínversk fyr- irtæki og kölluðu þau það China Yello Pages. Innan þriggja ára höfðu þau þénað 800 þúsund dollara. Sagan segir að Ma hafi eignast sína fyrstu tölvu þegar hann var 33 ára, árið 1997. Tveimur árum síðar stofnaði hann Alibaba. Það gekk ekki snurðulaust fyrir sig því hann reyndi að fá fjárfesta í Silicon Valley en kom þar að lokuðum dyrum. Loks tókst honum að fá Goldman Sachs og Softbank til að leggja til samtals 25 milljónir dollara. Fyrirtækið lenti í krísu þegar „dot com“-bólan sprakk ár- ið 2000. Þá fékk hann Yahoo til þess að fjárfesta í 40% af Ali- baba fyrir einn milljarð bandaríkjadala árið 2005. Árið 2003 var enn enginn ágóði af Alibaba og tóku þá Ma og hans fólk upp á því að setja í gang uppboðsnetsíðuna Taobao.com, og fór þar í samkeppni við eBay, sem þá átti meirihlutann af kínverska netsíðuupp- boðsmarkaðnum. Þeir tóku engar prósentur af sölunni og setti það fjármál Alibaba í bobba. En ekki liðu nema nokkur ár þar til hafði Alibaba tekið yfir kínverska net- markaðinn. Síðan þá hefur Ma stofnað margar undirsíður, eins og Tmall og AliExpress. Árið 2014 var Alibaba skráð á markað og var þá metið á 230 milljarða dollara. Síðan þá hefur vegur þess vaxið og Alibaba er nú ein stærsta netverslun heims, metin á yfir 420 milljarða dollara. asdis@mbl.is Fékk fyrstu tölvuna 33 ára ’Í fyrstu ferð sinni til Banda-ríkjanna árið 1995, semhann fór í sem túlkur, kynntisthann netinu. Sér til furðu, eft- ir að hafa leitað að bjórteg- undum á netinu frá ýmsum löndum, komst hann að því að engan kínverskan bjór var að finna á netinu. Ma er í dag einn ríkasti maður Asíu, metinn á tæpa 48 milljarða dollara. THAI CHI Jack Ma hefur æft kínversku sjálfsvarnaríþróttina tai chi chuan. Árið 2009 hóf hann nám hjá Wáng Xi’an, mjög vel þekktum sjálfsvarnarmeistara og kenn- ara. Árið 2011 réð hann nokkra þekkta tai chi-kennara til að koma og kenna hjá Ali- baba og er starfsmönnum skylt að mæta. Ma vill, að sögn aðstoðarmanns hans, að einn dag verði hans minnst sem thai chi- meistara, frekar en stofnanda stærsta int- ernets fyrirtækis Kína. Nýlega lék hann hlutverk í stuttmynd- inni Gong Shou Dao (The Art of Attack and Defence), sem er sýnd ókeypis á net- inu. Þar leikur hann með frægum stjörn- um úr þessum geira, Jet Li, Donnie Yen, Sammo Hung Kam-bo, Tony Jaa og súmó- glímukónginum Asashoryu. Stutt útgáfa var sett á netið síðasta laug- ardag og var fljótlega komin með sjö millj- ón áhorfendur. Myndin hefur fengið mis- jafna dóma. Ma lék í stuttmynd með frægum sjálfsvarnarmeisturum. Sjálfsvarnaríþrótt og stuttmynd Í PRÓFÍL Jack Ma gekk alltaf illa í grunnskóla en hafði mikinn áhuga á ensku sem hann lærði af ferðamönnum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.