Feykir


Feykir - 31.05.2012, Blaðsíða 3

Feykir - 31.05.2012, Blaðsíða 3
21/2012 Knattspyrna kvenna „Skrauti búinn, fagurgjörður“ Boltinn rúllar Hressar fótboltastúlkur eftlr sigurleik. Nú er íslandsmótið hafið hjá flestum flokkum í fótbolt- anum þetta sumaríð og fjöldi bama af báðum kynjum keppa hvert við annað. Á Sauðárkróki öttu kappi sl. þriðjudag lið Tindastóls og Hvatar/Kormáks í 5. flokk kvenna og unnu heimastúlkur 3-1 í sínum fyrsta leik. Það voru nöfnurnar María Dögg Jóhannesdóttir sem skoraði 2 mörk og María Finnbogadóttir 1 mark. Foreldrar eru hvattir til að fjölmenna á leik yngri flokk- anna, enda góð skemmtun. Mynd: Helga Eyjólfs Sigur gegn Álftanesi Stelpurnar í meistaraflokki Tindastóls fengu Álftnesinga í heimsókn á Krókinn annan í hvítasunnu, í sínum fyrsta leik í 1. deildinni þetta árið. Tindastólsstúlkur sýndu það strax að þær ætluðu sér sigur í þessum leik, sóttu meira og áttu fleiri marktækifæri enda fór svo að Þóra Rut Jónsdóttir setti boltann í netið á 28. mínútu eftir góða fyrirgjöf Hugrúnar af hægri kanti. Þetta reyndist eina mark leilcsins og sanngjarn sigur staðreynd. /PF UIÐ ðSKUPI sjópiðnnupi til HoninGJu mcÐ DDGinn Eyrarvegi 2 Sauðárkrókur Sími 455 4610 Sauðárkrókur I Háeyri 1 Sími 520 0560 il Skagafjörður Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut Sími 455 6000 www.skagafjordur.is 'AFNDUS EHF. Suðurbraut Hofsósi Sími 453 7380 Jæ Vélaverkstæði Hesteyri 1 550 Sauðárkróki Sfmi 455 4500 FÉLAG SMÁBÁTAEIGENDA Á NORÐURLANDI VESTRA Umdeild Blöndulína Opinn fundur um hina umdeildu Blöndulínu 3 sem leggja á frá Blöndustöð til Akureyrar, var haldinn í félagsheimilinu Árgarði í Skagafirði á annan í hvítasunnu. Aðsókn var mjög góð, um 60 manns mættu á fundinn. Á fundinum kynnti Hrafhhildur Brynjólfs- dóttir skipulagsffæðingur stöðu vinnu við umhverfismat ifamkvæmdarinnar og aðalskipu- lags sveitarfélaganna á línuleiðinni og möguleika íbúa til að hafa áhrif á það ferli. Bjarni Jónsson, forseti sveitarstjómar Sveitarfélagsins Skagafjarð- ar, kynnti afstöðu sveitarfélagsins. Gunnþóra Ólafsdóttir, doktor í landffæði, kynnti rannsókn sína á áhrifum línunnar á ferðamennsku og útivist og Helga Rós Indriðadóttir kynnti sjónarmið íbúa ffá svæðinu sem fulltrúi hóps íbúa í Skagafirði ásamt fleirum sem stóðu fyrir fúndinum. Sérstaka athygli vakti á fundinum þegar Gunnþóra Ólafsdóttir lýsti umfjöllun í ffummatsskýrslu umhverfismats Blöndulínu 3 um áhrif línunnar á ferðamennsku og útivist. í ffummatsskýrslunni, sem gefin var út í mars síðastliðnum er mjög dregið úr þeim neikvæðu áhrifum sem Gunnþóra dregur ffam í sínum niðurstöðum. Gunnþóra hefur gert athugasemdir við ffummatsskýrsluna og bendir þar á fjölmörg dæmi þar sem rangt er farið með niðurstöðu sérffæðiskýrslu hennar. Landsnet kjósi að horfa fram hjá þeim neikvæðu áhrifúm línunnar sem hennar rannsókn sýni ffam á og velji að slíta úr samhengi texta með það að markmiði að fegra áhrif línunnar á ferðamennsku og útivist. Bjarni Jónsson sagði ffá því að sveitarfélagið Skagafjörður gerði athugasemdir við að í umhverfismati ffamkvæmdarinnar hafi einungis tvær leiðir í gegn um héraðið verið metnar þó svo að sveitarstjóm hafi á fyrri stigum málsins „bent á aðra möguleika í leiðarvali og ffamkvæmdakosti, svo sem að leggja línu í jörð, í að minnsta kosti að hluta til, aðrar stauragerðir, ffekari rökstuðning fyrir áætluðu spennustigi og fleiri þætti „eins og segir í nýlegri bókun sveitarstjómar. Þar áréttar sveitarsljóm einnig að við undirbúning og vinnu að línulögninni verði „tekið ríkt tillit til hagsmuna heimamanna og skoðað hvort og þá með hvaða hætti hægt er að koma til móts við kröfur um línulögn f jörð að hluta til“. Að loknum líflegum pallborðsumræðum, samþykkti fúndurinn að skora á sveitarstjórnir allra sveitarfélaga á línuleið Blöndulínu 3 að hefja þegar í stað vinnu við breytingar á aðalskipulagi sveitarfélaganna og í þeirri vinnu verði fleiri val- kostir skoðaðir til dæmis um leiðarval og lagningu jarðstrengs á hluta eða allri leiðinni. /PF ftfrír cfáðan' dag

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.