Morgunblaðið - 05.01.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.01.2018, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 5. J A N Ú A R 2 0 1 8 Stofnað 1913  4. tölublað  106. árgangur  FRÆÐSLA UM SKÓLA OG NÁMSKEIÐ ÓGEÐIÐ MEÐ KRÆSINGAR RÓTARÝ STYRKIR JÓNU OG HRAFN- HILDI MÖRTU MATARKLÚBBUR 12 STÓRTÓNLEIKAR 38SÉRBLAÐ 32 SÍÐUR Morgunblaðið/Eggert NPA Samningarnir opna fötluðu fólki nýja möguleika á mörgum sviðum lífsins.  „Einn félagi minn þarf að vera einn heima um það bil helming mánaðarins. Hann er lamaður í höndum og fótum og algjörlega ósjálfbjarga án aðstoðar og því illa settur eins og svo margir í svipaðri stöðu,“ sagði Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA- miðstöðvarinnar. NPA stendur fyr- ir notendastýrða persónulega að- stoð. Hann sagði að þessi félagi hans væri með beingreiðslusamn- ing við Reykjavíkurborg og hefði beðið í fimm ár eftir að fá NPA- samning. Rúnar sagði að hefðbundin þjón- usta við fatlað fólk væri yfirleitt bundin við tilteknar stofnanir þar sem þjónusta er veitt. NPA- samningar gerðu fólki kleift að komast út af heimili sínu, stunda vinnu, nám, tómstundir, íþróttir, ferðast, stofna fjölskyldu og taka þátt í lífinu, líkt og ófatlað fólk, eft- ir því sem getan leyfði. »11 Hefur beðið í fimm ár eftir að fá NPA-samning Meira en í útrásinni » Gangi spá VMST eftir munu hafa orðið til allt að 29.300 störf á árunum 2012-2018. » Til samanburðar hafi orðið til 22.600 störf 2005-2008. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sérfræðingar Vinnumálastofnunar spá 2.500-3.000 nýjum störfum í ár. Gangi það eftir munu hafa orðið til allt að 29.300 störf á sjö árum. Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, telur sennilegt að það sé Íslandsmet. Það hafi aldrei áður orðið til jafn mörg störf á Ís- landi á svo fáum árum. Til saman- burðar horfir hann til uppgangstím- ans 1984-87 og um aldamótin, áður en netbólan sprakk. Þá hafi orðið til fjöldi starfa á fáum árum. Eftir fyrri uppsveiflur hafi komið niðursveifla með fækkun starfa. Slíkt virðist hins vegar ekki í kortunum nú. Nýlegar kannanir benda til að stjórnendur fyrirtækja telji nú þörf á færri ráðningum en áður. Varðandi þetta bendir Karl á að þriðji hver stjórnandi hafi í desember talið sig þurfa að fjölga starfsfólki. Það sé hátt hlutfall í desember. Fjölgun starfa síðustu ár vitnar um gífurleg áhrif ferðaþjónustunnar á íslenskt hagkerfi. Karl telur þetta ár munu verða með þeim betri í sögu íslensks vinnumarkaðar. Spá allt að 3.000 störfum  Vinnumálastofnun telur að Íslandsmet í fjölgun starfa sé að falla  Þeim hafi fjölgað sjö ár í röð  Gangi spáin eftir hafa orðið til um 29.300 störf árin 2012-18 MVinnumálastofnun spáir … »6 Morgunblaðið/Hari Frú Ragnheiður Hluti þess útbún- aðar sem má nálgast í bílnum. Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Ástand heimilislausra og þeirra sem sprauta fíkniefnum í æð versnaði mikið á síðasta ári, að sögn Svölu Jó- hannesdóttur, verkefnastýru Frú Ragnheiðar – skaðaminnkunarverk- efnis Rauða krossins. Frú Ragnheið- ur aðstoðar fólk sem sprautar vímu- efnum í æð og heimilislausa ein- staklinga við að lágmarka áhættuna og skaðann sem fylgir lífi þeirra. Um 120 einstaklingar nýta sér þjónustu Frú Ragnheiðar í hverjum mánuði og hefur þeim fjölgað veru- lega síðustu ár. Um 80% þeirra nota vímuefni í æð og 20% eru heimilislaus. Breytingar til hins verra urðu í þess- um hópi á nýliðnu ári að sögn Svölu og líkamlegu og andlegu ástandi hans hrakaði mikið, m.a vegna langrar dvalar á götunni. Erfiðara aðgengi að morfínskyldum lyfjum hafi líka haft áhrif þar á. Hún segir Ísland vera aft- arlega í að þjónusta þennan hóp út frá skaðaminnkun og að mikilvægt sé að opna hér neyslurými m.a. til að draga úr því að fólk deyi úr ofskömmtun sem hafi aukist. »14 Efla þarf skaðaminnkun  Ástand fólks á götunni hefur versnað  Vantar neyslurými Reglulega þarf að uppfæra loftræstikerfið í Hvalfjarðargöngunum til þess að auka loftgæði eins og best verður á kosið og sér Meitill - GT Tækni ehf. á Grundartanga um það fyrir Spöl. Í gær var starfsmaður fyrirtækisins önnum kafinn við að menja einn af þremur hlutum viftu- rörsins og miðað við ákveðnina og handtökin má ætla að mengun í göngunum verði með minnsta móti á næstunni. Morgunblaðið/RAX Hugað að viðhaldi ganganna  „Við þurfum að nálgast málin af bjartsýni því ef rétt er á mál- um haldið eru mikil tækifæri í íslenskum land- búnaði,“ segir Ásmundur Frið- riksson alþing- ismaður sem stendur ásamt fleirum fyrir fundi á Hellu á morg- un um markaðsmál lambakjöts. Hann segir að hægt sé að gera bet- ur á markaðnum. Fundarmönnum er boðið til veislu í lokin. »16 Nálgast markaðs- málin af bjartsýni Ásmundur Friðriksson Skipulagsbreytingar hjá Icelandair Group og nýtt skipurit sem kynnt var í gær eiga að gera stjórnendur fyrirtækisins fljótari og faglegri til ákvarðanatöku í þeirri miklu sam- keppni sem er í alþjóðaflugrekstri. Starfsemi félagsins verður skipt í tvennt. Annars vegar er alþjóðaflug- starfsemi sem kjarnastarfsemi fyr- irtækisins. Hins vegar er fjárfesting í ferðaþjónustu á Íslandi. Alþjóðaflugrekstrinum verður skipt upp í fimm svið. Koma tveir ný- ir framkvæmdastjórar inn í fram- kvæmdastjórn félagsins sem fram- kvæmdastjórar tveggja af þessum sviðum. Skýr fókus í framtíðinni „Með nýju skipuriti erum við að skerpa línurnar enn frekar. Alþjóð- legi flugreksturinn er kjarnastarf- semi félagsins og þar verður skýr fókus í framtíðinni,“ segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group. Ferðaþjónustufyrirtækin sem fyrirtækið á hér á landi eru að fullu í eigu þess og engar ákvarðanir hafa verið teknar um breytingar á því. »18 Breytingar til að mæta samkeppni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.