Morgunblaðið - 05.01.2018, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2018
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Umferð um Víkurskarð jókst um
10,4% á síðasta ári. Umferðin er
orðin 38,5% meiri en gert var ráð
fyrir í upphafi þegar ákveðið var að
ráðast í gerð Vaðlaheiðarganga.
Valgeir Bergmann, framkvæmda-
stjóri Vaðlaheiðarganga, segir
þessa þróun sýna að umræðan um
mikilvægi jarðganganna á sínum
tíma hafi verið réttmæt. Ef ekki
hefði verið farið af stað í ganga-
gerðina þá, væru væntanlega mikl-
ar umræður nú um það að hefjast
handa.
Langt umfram spár
Valgeir bendir á að í byrjun árs
2012 hafi því verið spáð að umferð
um Vaðlaheiðargöng yrði 1300 bílar
á sólarhring á árinu 2017 en þá var
reiknað með að göngin yrðu komin
í rekstur á árinu 2016. Raunin varð
sú að um Víkurskarð fóru 1800
bílar á síðasta ári. Er það 59%
meiri umferð en árið 2011 þegar
1131 bíll fór um skarðið. Ef áætl-
unin frá 2011 er borin saman við
umferðina í fyrra sést að aukningin
er 38,5%. Ber þó að taka fram að
vegna þess að dregist hefur að
ljúka gangagerðinni er engin
reynsla komin á það hversu hátt
hlutfall ökumanna mun nýta Vaðla-
heiðargöng.
Auðveldar endurfjármögnun
Aukin umferð styrkir fjárhags-
grundvöll ganganna en ríkið hefur
þurft að aðstoða við fjármögnun
verksins. Valgeir segir að því fleiri
sem noti göngin þeim mun lægra
geti veggjaldið orðið. Miðað var við
að hvert ökutæki myndi skila lið-
lega 1200 kr. tekjum að meðaltali,
án virðisaukaskatts. Segir Valgeir
of snemmt að segja hvaða stefna
verði tekin í því. Ríkið ráði ferðinni.
Hann segir þó víst að aukin umferð
muni auðvelda hugsanlega endur-
fjármögnun framkvæmdarinnar.
Í úttekt sem Friðrik Friðriksson
gerði fyrir fjármálaráðuneytið og
birt var í ágúst sl. kemur fram að
sú mikla umferðaraukning sem orð-
ið hefur um Víkurskarð bæti
rekstrarhorfur verulega og vegi á
móti auknum framkvæmdakostnaði.
Rekstrarlíkan sem gert var benti til
þess að nokkuð góðar líkur væru á
fullri endurgreiðslu lána á eðlileg-
um lánstíma. Þá var áætlunin kom-
in í 1.750 bíla á sólarhring. Enn
hefur umferðin aukist og styrkir
það verkefnið og niðurstöður út-
tektarinnar.
Eins og sést á meðfylgjandi línu-
riti má búast við að umferð um
Vaðlaheiðargöng tvöfaldist á næstu
tveimur til þremur áratugum.
Aukin umferð styrkir göngin
Umferð um Víkurskarð hefur aukist stórlega 1.800 ökutæki fóru um skarðið á síðasta ári sem
er 59% aukning frá þeim tíma er ákveðið var að ráðast í framkvæmdina Gjaldið gæti lækkað
Spá um þróun umferðar um Vaðlaheiðargöng
Miðað við meðalumferð á dag, allt árið
3.600
3.000
2.400
1.800
1.200
600
0
1989 1999 2009 2019 2029 2039 2049
Heimild: Vegagerðin
Umferð 1989-2017
Háspá
Líklegasta spá (miðspá)
Lágspá
Meðalþróun 1989-2017
Alþjóðlegt unglingaskákmót, sem haldið er í
minningu Steinþórs Baldurssonar, stjórnarmanns
í Skáksambandi Íslands, hófst í gær og stendur
það til 7. janúar. Mótið fer fram í glerstúkunni við
Kópavogsvöll. Skáksambandið og Skákskóli Ís-
lands standa að mótinu.
Þar taka þátt tæplega 30 ungmenni, þar af ell-
efu frá útlöndum. Keppendur koma meðal annars
frá Lettlandi, Færeyjum, Svíþjóð og Hollandi.
Alþjóðlegt unglingaskákmót í minningu Steinþórs Baldurssonar
Morgunblaðið/Hari
Teflt af gleði en í fullri alvöru
Búfesti, húsnæðissamvinnufélag,
sem á og rekur 234 íbúðir á Ak-
ureyri og í Norðurþingi, stefnir að
því að byggja allt að 125 íbúðir á
Akureyri á næstu fimm árum. Fé-
lagið vill hefjast handa strax á þessu
ári og hefur þegar óskað eftir að fá
úthlutað lóðum í Holtahverfi, neðan
Krossanesbrautar, en nú er unnið að
deiliskipulagi þess svæðis.
Forráðamenn Akureyrarbæjar
vilja afmarka byggingareiti og jafn-
vel einstakar lóðir, til að auðvelda
byggingu hagkvæmra leigu- og bú-
seturéttaríbúða sem reknar verða
án hagnaðarkröfu á vegum Búfesti
eða samstarfsfélaga þess. Vilja-
yfirlýsing þessa efnis verður und-
irrituð í dag.
Búfesti hefur óskað eftir því að fá
lóðir strax í fyrstu úthlutun í Holta-
hverfi neðan Krossanesbrautar og
yrðu íbúðir þar byggðar í samstarfi
við Félag eldri borgara á Akureyri.
Þá renna forsvarsmenn Búfesti
hýru auga til ýmissa reita sem eru
að verða til í þéttingartillögum aðal-
skipulags Akureyrar.
Búfesti starfar í dag norður í
landi, sem fyrr segir, en vert er að
geta þess að félagið hefur leitað eftir
samstarfi við stéttarfélög, sveitar-
félög og „velvildarfjárfesta“, eins og
það er orðað í minnisblaði fram-
kvæmdastjóra félagsins frá því í
haust, „um átak til að efla og koma á
fót neytendadrifnum íbúðafélögum
sem víðast um landið“. skapti@mbl.is
Vilja byggja 125 íbúðir á Akureyri
Húsnæðissamvinnufélagið Búfesti vill hefjast handa í ár Bærinn ætlar að
afmarka byggingareiti eða einstakar lóðir Hluti íbúðanna fyrir eldri borgara
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Uppbygging Séð yfir þann hluta Holtahverfis, sem er óbyggður að mestu,
austan Krossanesbrautar. Þarna mun rísa íbúðabyggð á næstu árum.
Maðurinn sem lést í fyrradag í
bílslysi á Vesturlandsvegi,
skammt austan Esjubergs, hét
Einar Þór Einarsson.
Hann var 37 ára gamall og bú-
settur á Akranesi. Einar Þór var
ógiftur og barnlaus. Enn hefur
ekki verið upplýst um tildrög
slyssins en hinn látni var öku-
maður fólksbíls sem skall fram-
an á flutningabíl að morgni 3.
janúar sl. Einar Þór var einn í
bílnum.
Mikill viðbúnaður viðbragðs-
aðila var á vettvangi eftir slysið
og lokað var fyrir umferð um
slysstað í nokkrar klukkustund-
ir. Var umferð af þeim sökum
beint um hjáleið um Kjósar-
skarð.
Lést í slysi
á Kjalarnesi
ÁTVR seldi tæplega 21,9 milljónir
lítra af áfengi á árinu 2017. Það er
um 4,8% aukning frá árinu 2016, er
20,9 milljónir lítra af áfengi seldust
og samsvarar magnið rúmum 60 lítr-
um af áfengi á hvern mann ef miðað
væri við íbúa landsins. Þetta kemur
fram í svari ÁTVR við fyrirspurn
mbl.is. Breytinga gætir í áfengis-
neyslumynstri, en 23,7% söluaukn-
ing varð í flokki blandaðra drykkja,
gosblöndum sem byggjast á sterkum
drykkjum eða skotum á borð við
Opal og Tópas. Sala á freyðivíni og
kampavíni jókst og um 20,2% á milli
ára. Uppistaðan í áfengisneyslunni
er þó sem fyrr bjór, en alls seldu Vín-
búðirnar tæplega 16,5 milljónir lítra
á nýliðnu ári, 16,1 milljón lítra af lag-
erbjór og 368 þúsund lítra af öðrum
bjórtegundum.
Sala áfengis í desember jókst um
3,6% á milli ára og varð mest aukn-
ing í sölu ciders og blandaðra
drykkja. Söluaukning á kampavíni
og freyðivíni var 6,7% í desember, sé
miðað við fyrra ár. Viðskiptavinir
Vínbúðarinnar í fyrra voru rúmlega
4,9 milljónir talsins og fjölgaði við-
skiptavinum um 4% á milli ára.
60 lítrar
á mann
í fyrra
Áfengisneysla
meiri en árið á undan