Morgunblaðið - 05.01.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.01.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2018 Falsfréttir (e. Fake News) eruhvimleiðar og varasamar en getur verið að fjöldi þeirra og áhrif séu ofmetin? Andrés Magn- ússon, fjölmiðlarýn- ir Viðskiptablaðs- ins, fjallar um fyrir- bærið og segir frá rannsókn tveggja fræðimanna sem benda til að svo sé.    Andrés segir aðrannsóknin, sem beindist að falsfréttum fyrir bandarísku for- setakosningarnar, „sýndi fram á að í fyrsta lagi hefðu fregnir af fals- fréttum (margar byggðar á hæp- inni fréttaskýringu Buzzfeed frá 2016) verið mjög orðum auknar og raunar ekki síður til þess fallnar að hafa áhrif á kosningahegðun og niðurstöður kosninganna. Tíndar hefðu verið til marg- víslegar tölur um falsfréttir og þá fjármuni, sem varið hefði verið til þess að dreifa þeim, en þær ekki settar í neitt samhengi. Að öllu virtu hefði sú dreifing aðeins num- ið um 0,1% af keyptri dreifingu á Facebook. Notendavirkni á Face- book (læk, deiling o.s.frv.) af völd- um falsfrétta hefði ekki síður verið hverfandi og takmörkuð í út- breiðslu.“    Andrés bendir einnig á að jafn-vel hjá New York Times, sem vill láta taka sig alvarlega sem fréttamiðil, hafi aðeins tíunda hver kosningafrétt snúist um málefnin. Ekkert bendi til að aðrir miðlar hafi staðið sig betur.    Þó að ekki sé ástæða til að geralítið úr fréttafölsunum er ekki síður áhyggjuefni ef fjölmiðlar verða of uppteknir af auka- atriðum. Skortur á vandaðri um- fjöllun er samkvæmt þessu meira áhyggjuefni en tiltölulega fáar falsfréttir, jafn slæmar og þær annars eru. Andrés Magnússon Falsfréttir um falsfréttir? STAKSTEINAR Veður víða um heim 4.1., kl. 18.00 Reykjavík -1 heiðskírt Bolungarvík 1 skýjað Akureyri -4 léttskýjað Nuuk -11 skýjað Þórshöfn 3 rigning Ósló 1 snjókoma Kaupmannahöfn 3 rigning Stokkhólmur 2 rigning Helsinki 2 skýjað Lúxemborg 10 rigning Brussel 11 þoka Dublin 6 léttskýjað Glasgow 5 rigning London 8 skýjað París 11 rigning Amsterdam 9 þoka Hamborg 6 skýjað Berlín 6 rigning Vín 6 heiðskírt Moskva 0 skýjað Algarve 15 alskýjað Madríd 13 skýjað Barcelona 21 léttskýjað Mallorca 18 heiðskírt Róm 7 heiðskírt Aþena 9 skýjað Winnipeg -24 léttskýjað Montreal -9 snjókoma New York -5 snjókoma Chicago -16 snjókoma Orlando 6 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 5. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:15 15:53 ÍSAFJÖRÐUR 11:54 15:23 SIGLUFJÖRÐUR 11:38 15:05 DJÚPIVOGUR 10:52 15:14 Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, gef- ur kost á sér til áframhaldandi for- mennsku í félaginu þegar kosning formanns og stjórnar félagsins fer fram fyrir aðalfund sem haldinn verður í apríl. Guðríður staðfesti þetta í samtali í gær en hún hefur verið formaður FF frá febrúar 2014. Guðmundur Björgvin Gylfason, framhaldsskólakennari í Fjöl- brautaskóla Suðurlands, tilkynnti uppstillinganefnd félagsins í fyrra- dag að hann byði sig fram til for- manns FF. Framboðsfrestur rennur út á miðnætti 10. janúar en kosningin fer fram 5. til 9. mars. Guðríður gefur áfram kost á sér  Guðmundur Gylfa- son tilkynnir framboð Guðríður Arnardóttir Guðmundur Björgvin Gylfason Víða í byggðum lands verða hátíða- höld á morgun, 6. janúar, þar sem jólin verða kvödd. Á Ásvöllum í Hafnarfirði verður hátíð sem hefst kl. 17 og Helga Möller stjórnar. Á svæðið mæta jólasveinar, púkar og forynjur og fleiri. Kakó og vöfflur verða í boði á hátíðinni sem lýkur um kl. 18 með flugeldasýningu. Í Reykjanesbæ verður hátíð sem byrjar kl. 17 þar sem gengið í fylgd álfakóngs og drottningar og hirðar þeirra frá Myllubakkaskóla að hátíð- arsvæði við Hafnargötu. Þrettánda- brennan verður á sínum stað á Bakkalág og svo verða jólin kvödd með glæsilegri flugeldasýningu. Ýmsir tónlistarhópar og félög taka þátt í viðburðinum. Í Mosfellsbæ verður þrettánda- hátíð sem hefst kl. 18 þegar gengið verður frá miðbæjartorginu að brennusvæði við Leirvog. Þá verður hátíð á Selfossi sem hefst með blys- för frá Tryggvaskála kl. 20 þaðan sem verður farið að brennu við tjald- svæði bæjarins. Eins og hefð er fyrir í Vest- mannaeyjum verður bryddað upp á ýmsu. Þrettándagleði ÍBV með flug- eldasýningu, blysför, álfabrennu og fleiru sem er á þróttavelli bæjarins er í dag og dansleikur í kvöld, en svo ýmsir menningartengdir viðburðir á morgun, hinum eiginlega þrettánda, 6. janúar. sbs@mbl.is Forynjur, púkar og jólasveinar mæta  Jólin kvödd  Hátíðahöld á þrettándanum  Kakó, vöfflur og flugeldasýning Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarson Þrettándinn Hvað er svo glatt?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.