Morgunblaðið - 05.01.2018, Síða 13

Morgunblaðið - 05.01.2018, Síða 13
Morgunblaðið/Árni Sæberg Tvítugur matarklúbbur Páll Pálsson, Sigurjón Davíðsson, Hjörleifur Ólafsson, Pálmi Jónsson, Sigurður Sverrisson (heiðursgestur), Hilmar Svavarsson. Björn Sigfússon, Hrólfur Ragnarsson, Jóhann Lárusson, Níels Jóhannsson, Sigmar Maríusson og Ölver Arnarsson. Himinsæll er hópurinn hér í skapi jóla. Dável reyndist rauðmaginn, rauðmaginn frá Óla. Engar konur, ekkert áfengi, allur matur soðinn Nokkrar venjur hafa skapast í eldhúsinu hjá þeim Ógeðsfélögum og segir Ölver þessar helstar: „Allur matur er soðinn, aldrei hefur neitt verið steikt, bakað eða grillað. Aldrei er haft áfengi um hönd. Heimilt er að bjóða svokölluðum „heiðursgestum“ og hafa þeir verið allmargir í gegnum tíðina. Konur hafa verið bannaðar í klúbbnum og hefur það haldið utan eitt skipti þegar Sigurður Jens frá Hvammi var heiðursgestur og Kristín kona hans sótti hann um kvöldið og var auðvitað boðið inn í veisluna.“ Kristín var þá upplýst um það að hún væri eina konan sem hefði fengið þá miklu upphefð að vera boðin í mat hjá Ógeðinu en hún lét sér fátt um finnast og taldi að það hefði trúlegast bara verið vegna þess að fæstir klúbbfélagar hefðu séð hana áður og því hefði forvitnin ráðið meira en gestrisnin varðandi matarboðið! Hjá Ógeðinu er boðið upp á kjarngóðan íslenskan mat og dæmi um aðalrétti eru sigin grásleppa, sig- inn fiskur, saltfiskur og skata. Einnig svið og lappir, feitt hangikjöt, kjöt- súpa, saltkjöt og baunir. Hrogn og lifur með nýjum fiski kemur svo síð- ari hluta vetrar og snarkandi hamsa- tólg hellt ríkulega út á. Eftirréttirnir eru ekki endilega alltaf íslenskir en þeir hafa verið rúgbrauðssúpa, royal- búðingar og ávextir úr dós með þeyttum rjóma. Heimsins besti kokkur verðlaunaður Svona fínn matarklúbbur hefur auðvitað sinn eigin yfirbryta sem er Jóhann Ólafur Lárusson frá Hallgils- stöðum á Langanesi. Ölver á varla til orð sem lýsa nægilega vel einstökum matreiðsluhæfileikum Jóhanns: „Hann hefur að mati klúbb- meðlima staðið sig með svo einstakri prýði að ástæða þótti til að sæma hann orðu og viðurkenningarskjali sem minnir sterklega á hina frægu Michelin-stjörnu en kallast hjá okkur Mars-stjarnan, fyrir framlag sitt við matreiðslu á sjávarfangi og landbún- aðarafurðum en hann hefur nú í 15 ár verið yfirkokkur klúbbsins.“ Eftir matinn er glatt á hjalla hjá þeim félögum og oft sögustund svo gaman væri að vera þá fluga á vegg. Gamlir Langnesingar og Þistlar luma oft á góðum sögum og er þá skemmtanagildið sett skör hærra en harðar sagnfræðilegar staðreyndir, þegar spjallað er um menn og mál- efni á gömlu heimaslóðunum. Í desember var auðvitað skötu- veisla ásamt signum fiski og söltuðu selspiki að vestan en spikið passar fá- dæma vel með fiskinum og lýsið rennur ljúflega niður. Matarilmurinn var megn og sterkur og því vand- ræðalaust fyrir ljósmyndara Morgunblaðsins að renna á lyktina. Hann hafði náðarsamlegast fengið leyfi til að heimsækja Ógeðið og karl- ana sem þar sátu síðustu veislu árs- ins með pompi og pragt. Jóhann yfir- bryti og heimsins besti kokkur stóð þar vaktina með svuntu sína og bar fram dýrðlegar kræsingar með krassandi ilmi og voru öllu gerð góð skil. Þrátt fyrir nafn klúbbsins, sem hljómar ekki mjög lystilega, þá hefur félögum í Ógeðinu fjölgað með ár- unum og þykir afar eftirsóknarvert að komast í þennan einstaka matar- klúbb. Stóra spurningin er hins vegar hvort konum tekst að brjóta blað í sögu klúbbsins og fá þar félagsaðild en það er „seinni tíma vandamál“ eins og gjarnan er sagt á Þórshöfn. Hefðir Allur matur er soðinn, ekkert bakað, steikt eða grillað. Þeir gæddu sér á svið- um og kindalöppum og eftir það varð ekki aftur snúið, ákveðið var að svo dýrðlegar sam- komur yrðu fastur við- burður hjá hópnum. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2018 Laugavegi 77, 101 Reykjavík - Sími: 551-3033 Flottir í fötum ÚTSALAN er hafin 30-50% afsláttur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.