Morgunblaðið - 05.01.2018, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2018
SVIÐSLJÓS
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Mikil fjölgun hefur orðið í þeim hópi
sem leitar sér þjónustu í Frú Ragn-
heiði – skaðaminnkunarverkefni
Rauða krossins í Reykjavík á síðustu
tveimur árum. Um 120 einstaklingar
leita nú til Frú Ragnheiðar á mánuði
en á bak við þann fjölda eru 250 til
300 komur.
Frú Ragnheiður er sérinnréttaður
bíll sem er á ferðinni á ákveðnum
tímum á höfuðborgarsvæðinu sex
kvöld í viku og veitir hjúkrunar- og
nálaskiptaþjónustu fyrir heimilis-
lausa einstaklinga og þá sem nota
vímuefni í æð.
Svala Jóhannesdóttir, verkefna-
stýra Frú Ragnheiðar, segir þeim
ekki hafa fjölgað sem nota vímuefni í
æð á Íslandi en Frú Ragnheiður nái
orðið til mun fleiri einstaklinga innan
hópsins. „80% þeirra sem koma til
okkar nota vímuefni í æð, meirihluti
þeirra er heimilislaus og hinn hlutinn
í leiguhúsnæði. 20% þeirra sem leita
til okkar koma vegna þess að þau eru
heimilislaus, þau koma í heilbrigðis-
þjónustu, fá hlý föt, svefnpoka, tjald-
dýnur og mat. Á fimm ára tímabili,
frá 2012 til 2017, er 95% fjölgun heim-
ilislausra í Reykjavík og í dag eru
þeir skráðir 349. Flestir eru skráðir
við ótryggar aðstæður, svo er ágætis
hópur í athvörfunum Konukoti og
Gistiskýlinu og annar hópur sem fer
á milli vina og ættingja en síðan eru
um 80 manns sem eru af og til á göt-
unni,“ segir Svala.
Í verri stöðu en áður
Breytingar til hins verra urðu hjá
þessum hópum á nýliðnu ári, að sögn
Svölu. „Vegna þess að mun fleiri voru
farnir að sofa úti sem gerir það að
verkum að líkamlegu og andlegu
ástandi hrakaði mikið. Þegar fólk
lendir á götunni ýkjast öll neikvæð
einkenni eins og af geðröskunum,
andlegt ástand versnar mjög mikið,
sjálfsvígshugsanir aukast og líkam-
legir veikleikar verða meiri, eins og
lungnabólga og alvarlegar sýkingar.
Á nýliðnu uppsveifluári voru okkar
skjólstæðingar í verri stöðu en á ár-
unum áður og það er m.a. húsnæð-
iseklunni að kenna. Því meiri ójöfn-
uður og misskipting sem verður í
samfélaginu, því meira heimilisleysi
verður, vegna þess að við lítum á hús-
næði sem viðskiptavöru, en ekki sem
mannréttindi.“
Ofskömmtun algengari
Svala gagnrýnir að ekki skuli vera
opið athvarf yfir daginn fyrir heim-
ilislausa. „Næturskýlin loka klukkan
tíu á morgnana og opna ekki aftur
fyrr en klukkan fimm. Þannig að í sjö
tíma er þessi hópur úti, sem er mjög
erfitt fyrir einstaklingana og álag á
heilbrigðiskerfið og á borgarsam-
félagið.“
Svala segir ástandið á þeim sem
nota morfínskyld lyf í æð líka hafa
versnað mikið eftir að aðgengi að lyfj-
um varð erfiðara. „Það er minna að
koma inn af morfínskyldum lyfjum á
ólöglega markaðinn eftir að nýr lyfja-
gagnagrunnur var tekinn í notkun en
með honum var eftirlit með lyfjaávís-
unum hert. Það hefur gert það að
verkum að ein 100 mg. Contalgin-
tafla kostar núna 8000 kr. en var á
4000-5000 kr. fyrir rúmu ári síðan,
þetta er mikið inngrip fyrir ein-
staklinga sem eru háðir efnunum. Því
hafa sumir neyðst til að skipta yfir í
Fentanýl-plástra sem er í raun
hættulegasta efnið til að sprauta sig
með en með því fá þau meira fyrir
peninginn og ná frekar að koma í veg
fyrir fráhvörfin.“
Svala segir að vegna þessa hafi
m.a. verið aukning á ofskömmtunum
af morfínskyldum lyfjum hér á landi.
„Nokkrir af skjólstæðingum Frú
Ragnheiðar hafa dáið á síðastliðnu
ári úr ofskömmtun. Það er nauðsyn-
legt að innleiða gagnreynd skaða-
minnkandi inngrip sem draga úr
þessum dauðsföllum, eins og Nalox-
one sem kemur í veg fyrir að fólk deyi
úr ofskömmtun af morfínskyldum
lyfjum. Þetta er hættulaust lyf og
hjálpar fólki að vakna upp frá of-
skömmtun. Ef við í Frú Ragnheiði
gætum gefið okkar skjólstæðingum
Naloxone og kennt endurlífgun þá
myndi það klárlega bjarga nokkrum
mannslífum á ári, en Naloxone er
dreift til þessa hóps í mörgum lönd-
um.“
Erum langt á eftir
Svala vill sjá skaðaminnkunar-
þjónustu hér á landi eflda verulega
en hún segir Ísland vera langt á eftir
nágrannalöndunum. Mikilvægt sé að
opna hér neyslurými. „Neyslurými er
staður þar sem fólk getur komið með
sín eigin vímuefni og notað í öruggu,
hreinu og áhættulausu umhverfi þar
sem sérþjálfað starfsfólk getur gripið
inn í ef eitthvað gerist. Það eru um
100 svona rými til í heiminum og ég
hef skoðað fjögur þeirra. Árangurinn
af neyslurýmum er aðallega sá að
fólk deyr ekki úr ofskömmtun þar,
það dregur úr að fólk samnýti búnað
þannig að smitsjúkdómatíðni lækkar,
það dregur úr húðsýkingum og skjól-
stæðingarnir fá miklu betri alhliða
þjónustu því þeir geta rætt sín mál
við starfsfólk sem aðstoðar. Í þeim
neyslurýmum sem ég hef heimsótt
var starfsfólk sammála um að það
væri magnað að sjá hversu margir
fengu áhuga á að losa sig við vímuefn-
in og væru hættir í dag. Skaðam-
innkun er fyrsta skrefið í batamód-
elinu. Það að ætlast til þess að fólk
sem er á þessum stað í lífinu fari bara
í meðferð og losi sig við allt er rosa-
lega stórt skref.
Neyslurými er kjörinn vettvangur
til að hitta skjólstæðinga og byggja
upp meðferðarsamband. Hjá mörg-
um er einhver hvati til að reyna að
komast út úr þessu og þau verða að fá
rými til að vinna með áhugahvötina.
Síðan þarf að vinna með þessa sál-
rænu þætti sem gera það að verkum
að fólk lendir á þessum stað, það er
oft mjög erfið áfallasaga að baki. Það
er svo stimplað inn í kerfið okkar að
fólk þurfi að vera búið að losa sig við
vímuefnin áður en að það fær sál-
ræna aðstoð, það þarf að vinna með
orsökina að vandanum en við í ska-
ðaminnkun teljum sterkt samband
þarna á milli.“
Svala vill líka sjá öfluga viðhalds-
meðferð út frá skaðaminnkun. „Þá er
hugsunin að lágmarka sem mestan
skaða í lífi fólks án þess að krefjast al-
gjörs bindindis. Þeir sem hafa verið
háðir morfíni lengi og nota það í æð
gætu þá fengið lyf í læknis-
fræðilegum tilgangi og meðferðar-
vinnan væri þá út frá skaða-
minnkun.“
Lágmarka áhættuna
Svala segir verkefnið Frú Ragn-
heiði vera búið að festa sig í sessi.
Starfsmenn þess hafi náð mjög góðu
sambandi við hópinn og hann treysti
þeim. „Frú Ragnheiður er öruggt
rými. Við mætum þeim þar sem þau
eru stödd og dæmum þau ekki heldur
hjálpum þeim að lágmarka áhættuna
og skaðann sem fylgir lífi þeirra.“
Nauðsynlegt að fá neyslurými
Ástandið á götunni versnar Margir heimilislausir Erfitt aðgengi að morfínlyfjum margfaldar
verðið Þarf að efla skaðaminnkunarþjónustu verulega að sögn verkefnastýru Frú Ragnheiðar
Morgunblaðið/Hari
Skaðaminnkun Svala Jóhannesdóttir, verkefnisstýra Frú Ragnheiðar, segir heimilislausum hafa fjölgað.
Morgunblaðið/Hari
Búnaður Frú Ragnheiður býður
upp á nálaskiptaþjónustu.
Skaðaminnkunarverkefnið Frú Ragnheiður var sett á laggirnar af Rauða
krossinum árið 2009. Bíllinn er á ferðinni alla daga, nema laugardaga, frá
kl. 18 til 21. Hann fer á ákveðna staði en sinnir mest símaþjónustu, þá
geta skjólstæðingarnir hringt í ákveðið símanúmer og mælt sér mót við
bílinn. Í Frú Ragnheiði er öll þjónustan í nafnleynd og þar er 100% trún-
aður. „Við byrjuðum með símaþjónustuna fyrir þremur árum og hún hafði
mikil áhrif á aukninguna. Skjólstæðingar okkar lifa margir flóknu lífi,
sumir eru á fleygiferð um bæinn að reyna að redda málunum, búa til pen-
inga fyrir efnunum og við þurfum að koma til móts við þá.“
Svala hefur verið verkefnastýra Frú Ragnheiðar í þrjú ár. „Ég er eini
starfsmaðurinn en svo eru 70 sjálfboðaliðar. Það eru þrír á hverri vakt og
þar af einn heilbrigðismenntaður,“ segir Svala.
Karlmenn eru í meirihluta skjólstæðinga Frú Ragnheiðar sem eru á
aldrinum 18 til 66 ára, langflestir á milli 20 og 30 ára. Konur geta líka leit-
að í Konukot sem er athvarf rekið út frá skaðaminnkandi hugmyndafræði.
Rauði krossinn á Akureyri var að byrja með samskonar skaðaminnk-
andi úrræði og Frú Ragnheiður sem kallast Ungfrú Ragnheiður. Svala seg-
ir það mjög ánægjulegt enda oft mun erfiðara fyrir fólk sem sprautar
vímuefnum í æð að nálgast hreinan búnað í smærri bæjarfélögum en
stærri.
Á fleygiferð um bæinn
FRÚ RAGNHEIÐUR OG UNGFRÚ RAGNHEIÐUR